....hvernig sem það er nú stafsett, eru sko líka fyrir ömmurÉg er auðvitað búin að prófa þetta leiktæki heima hjá sonardóttur minni og það er ferlega gaman ! Ég sýndi að vísu enga snilldartakta, nei annars hvaða vitleysa er þetta...
Auðvitað á ég að segja að þetta hafi verið snilldartaktar hjá mér, enginn til frásagnar nema Linda Björg alvegaðverðaþriggjára, henni fannst amman ekki hoppa nógu hátt og ekki sjens í helv... (orðbragðið er mitt) að fá hana til að fara í kollhnís...
En sú stutta er ekki komin með bloggsíðu svo ég þurfti nú ekki að vera að segja neinum frá þessu
Mamma hennar tók mynd af mér á leiktækinu, hún var ekkert viss um að henni yrði trúað nema hafa einhver sönnunargögn... ömmur eru víst ekki mikið á trampólíni
Í dag er ró yfir húsinu, svefnherbergið orðið svo fínt að það liggur við að það megi ímynda sér að þar búi settleg miðaldra hjón, segir spúsi minn...
Jæja, en það lítur að minnsta kosti ekki lengur út eins og subbulegt smíðaverkstæði með hjónarúmi og við erum ferlega ánægð með það
Ég er að vinna í kvöld, var plötuð til að vinna eitt kvöld í sumarfríinu mínu, þarf að leysa af fyrir afleysingamanneskju afleysingamanneskjunnar minnar... Það er í lagi, tveir af ekkialveguppáhaldskjólstæðingunum eru nefnilega ekki heima
Set inn myndir á eftir af settlega miðaldrafólks svefnherberginu okkar og með þær upplýsingar í farteskinu óska ég þess, að öllum líði eins vel og mér líður í dag... og mér líður rosalega vel
Flokkur: Bloggar | 12.7.2008 | 09:55 (breytt kl. 10:21) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 173155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég og vinkona mín fórum einu sinni á þetta merka tæki.Börnin okkar gengu í burtu.Skil nú reyndar ekkert því,það var svo gaman hjá okkur

Birna Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 10:11
Mér fannst þetta líka ferlega gaman, en Ingi Stefán haskaði sér heim, ætlaði ekkert að horfa á "gamla konu" slasa sig á trampólíni
Jónína Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 10:20
Birna Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 10:38
Núna heimtar maður MYNDIR, til sönnunar!
Einar Indriðason, 12.7.2008 kl. 10:56
Einar minn: Þú færð ekki að sjá mynd af mér á trampólíni, en ég set á eftir inn myndir af svefnherbergi settlega miðaldra fólksins
Jónína Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 11:32
Ohhhhh............
Samt, gaman að skemmta sér, og ég er svona aðeins að sjá þetta fyrir mér... HOPP, HOPP, ÍSKUR, HLÁTUR
og svo framvegis
:-)
Einar Indriðason, 12.7.2008 kl. 11:38
Þú ert sko alveg með réttu myndina

Jónína Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 11:41
Trambolinið er æðislegt æfingatæki ég vildi að ég gæti hoppað á því en það er víst ekki fyrir fólk með brjósklos
þú hefur örugglega tekið þig vel út í hoppinu
hefði vilja sjá þig í loftinu
Dísa (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 11:44
Dísa mín: Það vildi hún Linda litla líka
En þið getið bara ekki fengið allt
Jónína Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 11:47
Frábært, þú ert sko flott amma, hoppar á trampólíni og allt mar
. Ég skil samt alveg Inga Stefán, svona leið mér þegar mamma tók upp á því að heimta að fá að hjóla á hjólinu mínu fyrir „nokkrum" árum. Ég bara fór inn, hafði minnstar áhyggjur af því að hún slasaði sig, hélt bara að hún yrði mér til skammar, kerling sem gekk alltaf í kjól smellti sér á hjól
Hafðu það gott ljúfan!
Sigríður Jóhannsdóttir, 12.7.2008 kl. 13:22
Þetta líkar mér, gott að ömmur eru hressar og geta leikið sér með börnunum.Ekki hef ég neinn aðgang að trompolíni, en ef mér býðst það mundi ég prófa. En körfubolta hef ég leikið með barnabörnunum ásamt fleiri leikjum.
Við eigum að varveita barnið í okkur. Haltu áfram á þessari braut.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:35
"ekkialveguppáhaldskjólstæðingunum"
... ég held það sé trampólín með péi ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.7.2008 kl. 15:29
Hahaha...amma mín sem er ekki tengdadóttir Björns Ásgeirssonar, heldur Pálma heitins Jónssonar, sagðir mér í óspurðum fréttum að það að hoppa á trampolíni væri mjög gott fyrir kynlífið
Kannski ekki alveg það sem ég vildi fá að vita hjá akkúrat henni kannski...hahaha
Jóhanna Pálmadóttir, 12.7.2008 kl. 16:49
Hún veit sínu viti konan sú
Birna Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 18:29
Ninna hefur alltaf verið algjör íþróttaálfur
Erna Evudóttir, 12.7.2008 kl. 19:42
En hvað þú ert cool amma
flott að herbergið er búið..er þá stofan næst
tíhí..
Sjáumst
Jokka (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:51
Ömmur eiga ekki að trampolinast - þær eiga að prjóna ullarsokka og peysur!
Skoppandi trampolinknúserí for you - if you can catch it!
Tiger, 13.7.2008 kl. 15:21
Högni minn: Ég fór heljarstökk... í huganum og náði knúsinu
Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.