Enginn vandi að plata mig....

Ef eitthvað er sagt þráðlaust, þá skil ég það þannig að það sé þá þráðlaust.... engar snúrur... er það ekki það sem þetta orð "þráðlaust" þýðir ? Hélt það, en það er ekki alveg svona einfalt.....GetLost Við fórum í gær og skoðuðum heimabíó, sem er í rauninni bara margir hátalarar, sem dreift er út um alla stofu. Mér er alveg sama þó hérna séu alls konar hljóðkerfi, eitt fyrir tónlist, annað fyrir sjónvarpið, það má vera spes fyrir útvarpið þess vegna... og fuglasönginn úti og mjálmið í kettinum ef því er að skipta... allt í lagi svo framarlega sem það er ekki fj... snúrufargan út um allt gólfShocking Mín krafa er sem sé engar snúrur, skipti mér ekki mikið svo af hljómgæðum, fattarinn minn er svolítið takmarkaður þar, ég viðurkenni það fúslegaWhistling Þó ég sé mjög lagviss og geti alveg sungið þó ég geri ekki mikið af því, þá heyri ekkert endilega hvort það er búið að klípa af háu tónunum eða hvort bassinn er flatur eða hvort gítarinn heyrist í réttum hátalara í einhverju laginu... æi eða þarna eitthvað svoleiðis....Wink Og ég tek þetta bara alla leið og viðurkenni að mér er eiginlega slétt sama, ef það eru bara engar snúrur ! Heimabíókerfið sem við komum með heim var kyrfilega merkt "þráðlaust" á  nokkrum tungumálum og ég ferlega ánægð... þangað til farið var að taka upp úr kassanum og upp kom að mér sýndist, um það bil kílómetri af snúrumW00t Ok, smáa letrið : Það eru engar snúrur frá sjónvarpinu meðfram veggjunum að sófanum hinum megin í stofunni, en við tvo veggi eru snúrur, sem hægt væri að hengja á allan þvottinn úr þvottavélinni minni og hún tekur 7 kíló af þvotti...Grin   Njótið dagsins elskurnar mínar allar og hafið það ofsalega gott, ég ætla að passa mig að hrasa ekki um "snúrurnar" í "þráðlausa" heimabíókerfinuSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er tæknilegur hálfviti með núll áhuga á græjum og því spyr ég; hvað er heimabíó?  Sjónvarp?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

... þetta er ábyggilega verk karlmanna Bara til að plata konur sem vilja ekki snúrur! Auðvitað er þráðlaust=engar snúrur. Hélt það líka og held enn, en það bara er ekki svo.

Hafðu það gott ljúfan!

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.7.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Ég er líka "tæknilegur hálfviti með núll áhuga á græjum"  Heimabíó er hellingur af hátölurum sem eru tengdir við sjónvarpið og er dreift út um alla stofu og helst upp um alla veggi..... til þess að það sé hægt að vera "inni í bíómyndinni"...

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahahahaha  Maður á ekki að trúa öllu sem maður les!

Jóhanna Pálmadóttir, 13.7.2008 kl. 09:48

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Satt segir þú, mér konunni, er nefnilega alveg sama og reyni ekki að þykjast hafa "vit" á þessu, gaf bara spúsa mínum þetta í afmælisgjöf af því að þetta "vantaði" svo mikið í stofunaÞað hjálpar að þetta eru smekklega hannaðir hátalarar

Eigðu ljúfan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Nú er það ekki ?

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 09:52

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég bókstaflega þoli bara alls ekki snúrufarganið sem liggur frá tölvunni,prentaranum,sjónvarpinu og hvað þetta nú heitir allt samanEf ég fengi að ráða,myndi ég klippa það allt í burtu

Birna Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 10:06

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Vá, ótæknilega kynslóðin hvað?  Ef maður á svona mann eins og ég þá eru snúrurnar ekkert vandamál, hann dundar sér svo við að koma þeim vel fyrir svo að þær séu ekki fyrir  Og þetta með heimabíó er alveg snilld, hef verið með það einu sinni og elskaði það!

Jóhanna Pálmadóttir, 13.7.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Jóka þú ert svona tækni(h)undur, held að við hinar systur þínar höfum alveg misst af þessu

Erna Evudóttir, 13.7.2008 kl. 11:41

10 identicon

Aldrei meira af snúrum nema þegar þetta dót á að vera "þráðlaust"  kannast alveg við þetta á mínu heimili...snúrur-snúrur-snúrur..útum allt, upp um allt og í gegnum allt

Eigðu góðan dag heillin

Jokka (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 12:18

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er alveg þrælánægð ef ég kann á þvottavélina,sem segir að það er gott að geta glaðst yfir litlu.Það er nú kostur

Birna Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 12:43

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Afmæli? Á maðurinn afmæli núna eða á næstunni eða nýbúinn? Hvernig sem þetta snýr óska ég þér til hamingju með manninn!

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.7.2008 kl. 15:01

13 Smámynd: Tiger

 Ég er einmitt svona þenkjandi líka, nenni ekki snúrustaurum um allt hús og vil helst engar snúrur sjá nein staðar. Ef snúrur fylgja einhverju sem ég kaupi - þá kem ég snúrunum þannig fyrir að ég hreinlega sé þær ekki á dalybasis. Ég set pínulitla króka í sama lit og veggur, mála snúruna ef hún er í vitlausum lit og set svo snúruna í krókana - wúlla, sé engar snúrur yfirhöfuð.

En, það er virkilega satt hjá þér og undarlegt nokk - að þegar auglýst er þráðlaust - fylgja oftast með sirka ein og hálf milljón snúra sem alltaf flækjast fyrir manni.

 Sendi þér hér með nokkur þráðlaus knús í tilefni pistilsins - lofa því að "no strings will be attached" - kíktu bara í loftið - you will see them pass by if you don´t grab them ...

Tiger, 13.7.2008 kl. 15:33

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ekki klippa á snúrurnar... ég endurtek ekki klippa !

Jóka mín tækni(h)undur: Ég viðurkenni vanmátt minn....

Erna mín: Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja

Jokka mín: Takk fyrir kaffið

Birna mín: Ég er stolt af þér litla systir

Sigga mín: Takk fyrir, jú hann spúsi minn á afmæli í dag, en er helst alltaf að heiman þessi elska

Högni minn: Náði þeim... knúsunum ekki snúrunum

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 16:26

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er sammála um þetta snúruvesen

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.7.2008 kl. 16:58

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

Kveðjur til Jóa

Birna Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 18:17

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Skil það

Birna mín: Takk fyrir það, ég skila því

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband