Hér er ró og hér er friður....

... hér er gott að setjast niður.... og púslaGrin Nú er það loksins að verða nokkuð greinanlegt að ég er í sumarfríi, ég settist niður snemma í gærmorgun, við hreint borðstofuborð og fór að púsla og það geri ég bara þegar ég hef lítið sem ekkert að gera. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég hef setið og púslað eða ráðið krossgátur.... Það er óhætt að telja í árum, en það að ég skuli gefa mér tíma í það sýnir bara að ég er farin að haga mér eins og manneskja með fullu... ja sko eða allavega einhverju viti og hætt að vinna eins og ég hafi fyrir 12 manna fjölskyldu að sjá.... sem ég hef ekki, við erum samtals alveg tvö í heimili og vinnum bæði útiGetLost Það var töluverður gestagangur hér í gær, spúsi minn átti afmæli og yngist með hverju árinuWink Honum finnst aldrei vera stórafmæli nema það telji sléttan tug, en ég held því hins vegar fram að öll afmæli séu merkisafmæli, alveg sama hvaða tala er til umræðu og gef mig bara alls ekkert með það. Enda eiga langflestir bara afmæli einu sinni á ári og bara gaman að halda aðeins upp á það, en til þess að það fari nú enginn að vera með ranghugmyndir þá bakaði ég ekkiGrin Það er ekki alveg komið að því ennþá, en það gerist... á þessu ári meira að segjaLoL Mín ósk inn í daginn til ykkar allra þarna úti, er að ykkur líði yndislega og gangi vel í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Að púsla er eitt það skemmtilegasta sem ég geri

Birna Dúadóttir, 14.7.2008 kl. 07:27

2 identicon

Góðan dag hafðu það gott í fríinuég ætla að skreppatil barcelona um næstu helgi í 4nætur með Dóru systir

Dísa (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Loksins komin í frí og farin að púsla. Hafðu það gott mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.7.2008 kl. 10:37

4 identicon

Takk fyrir komuna í gær alltaf gaman að sjá ykkur  við kíkjum svo fljótlega fyrst við náðum ekki að komast í gærkvöldi

Jokka (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sem betur fer eru afmæli bara einu sinni á ári

Heiður Helgadóttir, 14.7.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með manninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með manninn og gangi þér vel að púsla brotunum saman. Það er svo gaman.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:21

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Jamm segjum tvær

Dísa mín: Hafðu það svakalega gott og skemmtið ykkur vel

Sigga mín: Já kominn tími á smá afslöppun, haf þú það sem best ljúfan mín

Jokka mín: Erum líklega að fara austur á morgun.....að þræða heimili sona hans Jóa..... ekkert hálendi í augsýn skilst mérEn sjáumst sem fyrst

Heidi mín: Jamm værum kannski yngri ef þau væru sjaldnar

Jenný mín: Þakka þér fyrir

Ólöf mín: Þakka þér fyrir, já það er nefnilega gaman

Jónína Dúadóttir, 14.7.2008 kl. 22:16

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm nýja bloggfærslan þín er óvirk

Birna Dúadóttir, 15.7.2008 kl. 12:22

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fyrsti virki dagur í sumarfríi hjá mér, ég er enn á yfirsnúning en vonandi kemur þetta með kalda vatninu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 13:17

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir síðast  í gær, flott hús, flott fólk og flottur köttur

Erna Evudóttir, 16.7.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Til hamingju með manninn

Jóhanna Pálmadóttir, 17.7.2008 kl. 21:12

13 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæl stutta og til hamingju með manninn! - Ég brosti þega ég las "Hér er ró og ..." því ég var "veðurtepptur" þarna í Heiðardalnum frá síðasta sunnudegi til miðvikudagsmorguns og kuldabolinn var slíkur að það var varla kjaftur á ferli

15+ innlitskvitt... og kveðja í Heiðardalinn

ps. Láttu ekki slá að þér stelpa

Þorsteinn Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 01:42

14 Smámynd: Tiger

Hæjæ jæ  .. minns fastur á austurlandi án stöðugs netsambands - sem skýrir lítið og lélegt blogg ... hver er þín afsökun?

Hvar er Dúa litla núna? Where are the new færzlur ..?

Annars til hamingju með karlinn - eruð þið kannski ennþá að halda uppá daginn? Just like the konungsfólkið - halda uppá ammæli í marga daga í senn??? Kohmmma sooo ... don´t hide yor self - we need your daylí bloggss...

Engin knús fyrr en ný færsla kemur ...

Tiger, 19.7.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband