Eru ekki allir í stuði ?

Ég er það allavega, komin heim aftur úr hringferð um landið, búin að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina eða þannig og nú skal haldið áfram með lífið þar sem frá var horfiðJoyful Hélt ég hefði skrifað hérna pistil áður en ég fór um fyrirhugaða... en auðvitað núna þá afstaðna ferð, en ég finn hann bara ekki Birna mínWoundering Jæja, en ég skrifaði þar um muninn á ferðalagi og útilegu, við vorum sem sé á ferðalagi og gistum hjá sonum spúsa míns, hér og þar um landið og fengum yndislegar móttökur að sjálfsögðu. Kíktum til Ernu systur á Fáskrúðsfirði, flottur bær, frábært hús og gott að finna hvað þau eru öll ánægð að vera þarna. Takk fyrir síðast Erna mín og þið öll, ég á eftir að koma aftur og stoppa lengur... þetta er samt bara loforð, ekki hótunGrin Það er þetta dásamlegt veður hérna Steini minn og það er engin hætta á að það slái að mér hérna núnaLoL En það passar auðvitað til, á morgun er sko sumarfríið mitt búið og þá fyrst kemur góða veðrið, kannski ég geri fólki bara þann greiða að sleppa sumarfríinu á næsta ári svo það haldist gott veðurGetLost Sjensinn, það verður ekki í þessu lífiTounge Sá að hún Jóhanna M&V mín góða bloggvinkona er loksins komin í langþráð sumarfrí, til hamingju með það heillin góðKissing Ég var eins og hann Högni minn hrekkvísi, föst úti á landi og bloggaði ekkert, nennti ekki að hafa fartölvuna með til að reyna að stelast inn á þráðlaust einhversstaðar eða fá að troðast í tölvu hjá einhverjum, svo ég ákvað bara að geyma blogg þangað til akkúrat núnaHappy Í dag liggur fyrir að slá lóðina hérna, spúsi bað "einhvern" að sjá um það á meðan við værum í burtu , en sá sami "einhver" hlýtur að hafa gleymt því, en það skiptir ekki máli við höfum gert það áður og getum alveg örugglega gert það afturCool Nú ætla ég að fá mér meira kaffi og fara svo að púsla smástund og óska ykkur öllum yndislegs dags svona í leiðinniSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bara velkomin heim. jónína mín

Segðu mér samt eitt...  

Hvað sástu margar rollur sem þú taldir vera síbirni ?

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brylli minn: Þakka þér fyrirVeistu bara hvað... mér datt ekki einu sinni í hug orðið "ísbjörn" allan tímann

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það grunaði mig reyndar  

Alltaf þegar ég labba út við hússins dyr.. .þá sé ég bara stórar rottur- miðbæjarottur .. þær eru kannski með jafn stóra hramma og bjarndýrin en án efa jafn mannskæð

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Velkomin heim

Birna Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir innlitið, núna er húsið fullt af kössum, það er eitthvað gott við það, man bara ekki hvað

Erna Evudóttir, 20.7.2008 kl. 11:43

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Velkomin heim Ninna mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.7.2008 kl. 11:56

7 identicon

Velkomin heim elskurnar, vona að land og þjóð hafi farið vel með ykkur á þessum þeytingi  við erum líka komin heim! og svei mér þá..verðum bara heima...allavega þessa vikuna

Ávallt heitt á könnuni á þessum bæ!

Jokka (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 13:05

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Takk fyrir það ljúfan mín

Búkolla mín: Sömuleiðis takk

Erna mín: Takk fyrir síðast og gangi þér vel með kassaflóðið

Sigga mín: Þakka þér fyrir mín kæra

Jokka mín: Takk sæta, sjáumst

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 15:06

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hallgerður mín: Sömuleiðis, velkomin heim

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 18:22

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Velkomin heim Jónína mín . Þú sást víst enga ísbirni, en kannski hefurðu séð einhver hreindýr. Það er nú með ólíkindum hvað fólk er orðið gleymið nú til dags. Þið verðið örugglega að slá sjálf í þetta sinn. Hafðu það gott vinan.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.7.2008 kl. 18:36

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts, takk fyrir kveðjuna! Ég er ekkert smá glöð að vera í sumarfríi, hjartað farið að slá reglulega og orðin mátulega brennd á bringunni! .. Þetta hefur verið fjörug hringferð hjá ykkur! Velkomin heim!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.7.2008 kl. 19:46

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þakka þér fyrir, það er alltaf svo gott að koma heim aftur  Lóðarslættinum lauk um kaffileitið í dag, stundum er betra að gera bara hlutina sjálfurHafðu það gott líka mín kæra

Jóhanna mín: Takk heillin mínÞað er gott að þú ert að komast niður í normal ástand

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 20:10

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Veiddirðu ekki svo sem eins og eitt "hreindýr"þú hefðir getað notað það sem heimilishjálp og látið það slá lóðina

Birna Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 21:30

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já, ég er ferlega misheppnuð í þessu .... er það ekki ?

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 21:39

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skellir þér bara annan hring,snögg að því

Birna Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fer í það í einum grænum, að veiða hreindýr og skoða ísbirni.... eða einhverja hvíta bletti allavegana

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 22:11

17 Smámynd: Tiger

  Okok ... ég er allavega ánægður með að það er allt í lagi með þig addna!

Var bara að spá í því hvers vegna þú bloggaðir ekkert - en hringinn myndi ég varla nenna nú orðið - enda okki orðinn nógu gamall ... hahaha! Face!

Knús á þig hringormurinn þinn .... sweetypie!

Tiger, 21.7.2008 kl. 21:14

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högninn minn: Þú ert baaaara yndislegur

Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband