Núna þegar ég fer á fætur...

... þá fer ég ekkert bara í fötin sem ég ætla að vera í, ég fer líka í líðanina eða kannski má segja að ég fari í karakterinn sem ég ætla að "vera í" yfir daginn. Og ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég hugsa meira um í hvaða karakter ég ætla að vera, en í hvaða fötum.... ég hef aldrei verið mikil áhugamanneskja um föt, nota þau aðallega til að hylja nekt og halda á mér hita. Þau mega gjarnan vera heil samt og hrein og ekki neinum æpandi litum og karakterinn líka... eiginlegaWink  Þetta er fyrir löngu síðan orðið að vana, ég stend ekkert fyrir framan spegil á hverjum morgni og æfi svipi eða setningar eða neitt svoleiðis, ég er ekkert að fara að flytja leikritTounge Þetta er meira þannig að ég ætla að reyna að gera daginn góðan svo ég geti hugsað með ánægju til hans í kvöld þegar ég fer að sofa, muna að ég hef svo margt til að gleðjast yfir, brosa, taka eftir því sem vel er gert og muna að tala um það, ekki bara hugsa það og helst gera góðverk, en ég lendi bara allt of sjaldan í þeirri aðstöðu að geta gert góðverkBlush Þetta snýst auðvitað allt um að mér líði vel, þannig að ég er í rauninni að lýsa því í allt of mörgum orðum hvernig ég er innrætt... eigingjörn og sjálfselskGrin Í dag er ég að fara að vinna, núna er sumarfríið búið og ég verð send út um hvippinn og hvappinn í dagvinnunni alla vikuna, svolítið stressandi að vera bara á nýjum heimilum, en það er samt meira stressandi fyrir fólkið sem ég fer til, að vera alltaf að fá nýjar konur inn á heimilið. Svo er ég líka í kvöldvinnunni, en er svo þrælheppin að tveir af ekkibeinlínisuppáhaldsskjólstæðingunum eru að heiman alla vikuna, þannig að ég geng inn í daginn ferlega ánægð og vona bara að það smitist sem víðastLoL Vona svo að þið öll eigið yndislegan dag og munið að brosa sem mest til þeirra sem eiga það síst skilið, þeir þurfa nefnilega mest á því að haldaSmile   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm góðan daginn

Birna Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm

Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Góðan og blessaðan bara

Erna Evudóttir, 21.7.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Alltaf jafn yndisleg Ninna mín. Ég held bara að þér takist alltaf vel upp við val á karakter. Er að fara í borg óttans, þannig að þegar engar athugasemdir koma frá mér er ég þó ekki búin að gleyma þér. Hafðu það gott heillin mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 21.7.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef þér líður sjálfri vel þá áttu miklu betra með að láta öðrum líða vel. Ég er hrææææðileg þegar mér líður sjálfri illa, er eins og konan í VR auglýsingunni - hvæsi á þá sem ekkert hafa gert mér. Sem betur fer eru þau tilvik hverfandi fá, og sá sem lendir nú helst í því er blásaklaus og elskulegur maki minn sem kvartar aldrei.

Þú ert flott!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Já bara góðan og blessaðan

Sigga mín: Eða segir maður FRÚ Sigríður ? Til hamingju aftur með daginn heillin mín og þakka þér fyrir að gleyma mér ekkiHafið það gott í brúðkaupsferðinni

Jóhanna mín: Ég hvæsi helst ekki, nema þá bara á sjálfa mig og svo stundum á sambýismanninn... fer eftir ýmsu hvort hann hvæsir á mótiSjálf geturðu verið flott

Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg lífsspeki hjá þér.  Ég reyni að tileinka mér þennan hugsanahátt og það er farið að ganga ágætlega (með hléum).

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 14:57

8 identicon

Ninna, þú ert alltaf að gera góðverk, þú bara veist ekkert endilega af því.
Að vera meðvitaður um karakterinn sem maður klæðist dag hvern og setja góðsemina og jákvæðnina á oddinn gerir svo ótrúlega mikið fyrir þann sem þú mætir.  -veit þó ekki um ekkibeinlínisuppáhaldsskjólstæðingana þína.
Sumu fólki er hreinlega ekki viðbjargandi  og þá notar maður til að þroska þolinmæði sína og til að vita hvað maður geti teygt sig langt án þess að missa sig.
Mér finnst þú frábærlega innrætt; eigingjörn og sjálfselsk  bara flott

Hóffa (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:46

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Mér finnst þú flott

Hóffa mín: TakkÞetta var fallegtVerð að útskýra svolítið með ekkibeinlínisuppáhaldsskjólstæðingana sko... ég er náttulega langbest og glaðlegust við þá, af því að þeir eiga það síst skilið, en þurfa mest á því að halda

Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Tiger

  Sko, Dúa .. pokakerling .. ég gruna að þú sért nefnilega einmitt týpan sem gerir góðverkin ósjálfrátt eða ómeðvitað. Þú ert svona "goodtobearoundtýpa" sem fær mann alltaf til að vera hálfglottandi og kátan..

Ég tek mig til líka á morgnanna - en ég hugsa miklu meira um útlitið en skapið - enda þarf ég ekkert að hugsa um skapið - bara að fara réttu megin framúr. Ef ég fer hægra megin framúr þá bíða mín rifin föt og úreld - ásamt leiðindaskapi - en ef ég fer vinstra megin þá eru þar tilbúin töff föt og hrikalega töff skap. Auðvitað fer ég alltaf hægra megin framúr .. not!

Þú ert sannarlega með lífsspekina réttu megin - fallegar hugsanir og fallegar áætlanir, en það er ekkert skrýtið - þetta ert þú!

Knús á þig spögguleringur - reyndu nú að vera í góðu skapi einu sinni!

Tiger, 21.7.2008 kl. 21:27

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Ég er virkilega að reyna að rembast við að vera í góðu skapi, svona til tilbreytingarEigðu ljúft kvöld vitleysingurinn minn

Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Tiger

  Ohmægoodd .. ég hélt að það væru bara rjúpur sem rembast  - en líklega eru það líka Dú-ur... passa sig svo ekki komi bremzuför sko you know - segiekkimeirasko!

Knús á þig skotta ...

Tiger, 22.7.2008 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband