... rigningu eða rigningu ? Ég vel rigninguna, alveg hiklaust... aðallega af því að ég get ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að skrúfa fyrir hana
Nú er ég byrjuð að vinna aftur á fullu og það er bara gaman, ég er í startholunum að fá að kynnast helling af nýju fólki, sem er örugglega líka gaman svona þangað til og þá ef, eitthvað annað kemur í ljós. Enda ekki svo erfitt að láta sér þykja gaman að þurfa bara að vinna eina viku og vera þá aftur komin í 4 vikna frí, veikindafrí að þessu sinni. Fer í smá aðgerð á næsta þriðjudag, með áheyrslu á smá, en ég verð svæfð svo þá heitir það aðgerð
Vá hvað ég kynntist frábærri konu í gær... hún er ekkert voðalega gömul ekki alveg orðin sjötug, en ég held að það sé flest að henni sem getur lagst á eina manneskju... nema eitt: "Hún er nú ekki dauð" svo ég vitni beint í hennar eigin orð
Hún hefði alls ekkert getað gert, til að koma í veg fyrir neitt af því sem hefur komið fyrir hana um ævina, en hún talar eins og það hafi allt átt að koma og eins gott að láta þetta bara allt á eina manneskju, frekar en að dreifa því á marga.... Hún er persónugerfingur æðruleysisins þessi kona, svona langar mig að verða þegar ég verð stór...
Ég hef alveg samúð með henni, ekki halda neitt annað en þessi kona er þannig að maður verður örlítið betri manneskja, hvort sem maður vill eða ekki, bara við það að kynnast henni aðeins
Njótið þessa yndislega rigningardags elskurnar mínar allar






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Þetta er óverðskuldað hrós, en ég ætla að eigna mér það samt og þakka þér fyrir að láta þér detta þetta í hug um mig
Þú ert góð manneskja
Jónína Dúadóttir, 22.7.2008 kl. 09:36
Æi heillin mín, þú ert nú alveg einstök líka
Jokka (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 09:50
Ég verð víst að velja rigninguna líka.Þú ferð nú alveg að fá sól
Birna Dúadóttir, 22.7.2008 kl. 10:05
Rigningin er ágæt, þá fær maður ekki samviskubit yfir því að vera ekki úti .. EN ég ætla að stinga af í sólina á laugardag í viku, liggaliggalái .. fann tilboð á netinu sem ég stóðst ekki.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 11:51
Jokka mín: Beint til baka á þig elskið mitt
Birna mín: Sólin er mætt
Hallgerður mín: Satt segir þú mín kæra, þakka þér og hafðu það gott
Jóhanna mín: Flott hjá þér
Hjördís mín: Hm....
Jónína Dúadóttir, 22.7.2008 kl. 19:44
Her er sol!
Erna Evudóttir, 23.7.2008 kl. 06:42
Hér er líka sól, skyldi það vera sú sama ?
Jónína Dúadóttir, 23.7.2008 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.