Í fyrradag þurfti ég að hringja í þjónustunúmer símafyrirtækisins míns vegna þess að ég komst ekki þráðlaust á netið í fartölvunni. Þegar ég hef hringt í þetta númer hingað til, hef ég alltaf lent á hressu lifandi fólki, en ekki núna sko... Drengurinn sem svaraði talaði svo lágt að ég heyrði ekki nema annað hvert orð sem hann sagði, kannski var það þess vegna sem honum tókst ekkert að hjálpa mérAnnað hvort var hann svona svakalega syfjaður eða honum fannst ég bara svona afspyrnu leiðinleg... iss örugglega bara syfjaður
Hann þagði svo lengi inn á milli setninga að ég hélt alltaf að hann væri sofnaður... Góðan daginn, þetta er hérna á Akureyri, Jónína heiti ég, ég kemst ekki inn á netið í fartölvunni minni. Þögn... Hvernig tölvu ertu með ? Fartölvu. Þögn.... Já hvernig er hún ? Eeee hvernig.... hvað meinarðu ? Þögn... Hvað heitir hún ? Já, hún heitir Acer. Þögn...Hvernig er hún ? Hvað meinarðu hvernig er hún.... hún er flöt, grá... hvað viltu fá að vita ? Þögn...Ekkert.... er kveikt á henni ? Já, þannig veit ég að ég kemst ekki á netið. Þögn... Kanntu að fara inn á netið ? Já ég kann það ! Þögn... Hvernig ? Gegnum Internet Explorer. Þögn... Slökktu á ráternum ! Ok, búin að því... 10 sekúndur... 20... 30... 40... 50... Halló ertu þarna ennþá ? Þögn... Ég er búin að slökkva á ráternum. Þögn... Kveiktu á ráternum og farðu inn á netið ! Neibb, virkar ekki. Þögn... Þú verður að koma með hana hingað á verkstæðið til okkar í Nafnágötuíborginni. Ég á heima á Akureyri. Þögn... Nú... Eruð þið ekki með verkstæði hérna ? Þögn... Á ég að fara bara með hana í verslunina á Glerártorgi ? Þögn... Ha, hvar er það ? Á Akureyri væni minn ! Heyrðu farðu nú bara í langa, góða pásu og ég skal redda þessu
Þögn... svo lagði hann bara pent á, enda ekki talandi við svona leiðinda kellingu úti á landi sem heldur vöku fyrir fólki í vinnunni
Njótið dagsins elskurnar mínar allar, það ætla ég að reyna að gera líka
Flokkur: Bloggar | 25.7.2008 | 07:22 (breytt 26.7.2008 kl. 17:05) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 173163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það lá við að ég frussaði teinu mínu yfir lyklaborðið kona góð
en það er alveg ótrúlegt sumt starfsfólk "hristahaus" eins og það nenni engan veginn að vinna vinnuna sína, og hvað þá tala við fólk!
Eigðu góðan dag heillin
Jokka (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:09
ha ha ha, ég vona að þetta hafi verið hjá "vondu" köllunum en ekki mínu fyrirtæki
Birgir Eiríksson, 25.7.2008 kl. 09:15
Heiður Helgadóttir, 25.7.2008 kl. 09:57
Búkolla mín: Já hann var ótrúlegur þessi elska, vona bara að dagurinn í dag verði honum betri
Jokka min: Hvað er ég oft búin að segja þér að vera ekki með mat og drykk við tölvuna
Birgir Eiríksson: Ef þú ert sá Birgir sem ég vona að þú sért, já þá var þetta hjá vondu köllunum
Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 10:00
Heidi mín: Jú manni blöskrar stundum, en ég er alltaf að treyna að minnast þess hvernig mér leið á unglingsaldrinum.... einhvertímann í fyrradag ca
Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 10:02
En... Virkar tölvan?
(Ef þú ætlar að henda tölvunni.... láttu mig vita, ég skal búa henni áhyggjulaust ævikvöld... skal meira segja senda þér myndir af henni við og við í góðu atlæti... t.d. sitjandi fyrir framan arininn, vafin inn í teppi, og svona....)
(Þetta er meira segja mjög ódýr þjónusta, þó ég segi sjálfur frá........ af því að þú ert þú, very special price today, for you my friend)
Einar Indriðason, 25.7.2008 kl. 11:22
Góð Ninna
Sumt fólk á bara ekki að vera í vinnu sem krefst samskipta hvort sem er í gegnum síma, tölvu eða í kjötheimum
. Sjáumst heillin!
Sigríður Jóhannsdóttir, 25.7.2008 kl. 11:31
Einar minn: Það verður ekki á þig logið, þú ert góðmennskan uppmáluð
Fór með tölvuna í verslunina, hún verður þar þangað til á mánudag, læt þig vita hvernig henni reiðir af
Sigga mín: Hárrétt hjá þér mín kæra
Hlakka til að sjá þig aftur frú mín góð
Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 11:52
Sæl vertu!
Það er góð regla að skanna alltaf harða diskinn reglulega með því að hægri smella á C-drif í My computer og velja Properties... Velja síðan Tools flipann... Smella á Check now... hnappinn undir Error Checking... og haka síðan við Automatically fix file system errors og smella á Start
Þá skýst upp gluggi sem þú hakar við YES og síðan endurræsir þú vélina. Hún skannar þá harða diskinn áður en hún ræsist upp og tekur til og lagar system skrár og lagfærir í leiðinni allskyns villur sem safnast upp í stýrikerfinu.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 12:11
Váts .. ha hvað segiru er eikka a tölunni inni ..
...
Hey, ég er búin að gera þetta sem Þorsteinn mælir með hér. Knús og krams inn í alla næstu viku, því ég býst ekki við að blogga úr sólstólnum á Ródos og kallinn orðinn abbó út í tölvuna.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.7.2008 kl. 12:59
Steini minn: Þú ert einfaldlega sniiiiillllingur
Ef ég hitti þig einhvertímann ætla ég að knúsa þig fast og lengi fyrir þetta og Helgu bara líka
Jóhanna mín: Jamm eikkað að....
Njóttu Rhodos í botn elsku ljúfan, þú þarft sko enga tölvu þar
Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 15:40
Erna Evudóttir, 26.7.2008 kl. 10:05
Ég hef líka lent í því að hitta á mjög leiðinlega óhjálpfúst fólk sem þarf svo að hlusta á mig þegar ég skamma það - en ég hef líka lent á ótrúlega góðu starfsfólki sem kann sko að taka á málunum!
Oft hef ég endað svona símtöl á því að segja þeim að hafa góðan dag - ég reddi þessu bara sjálfur.
Held líka að oft sé það heillavænlegast að fikta bara nógu mikið sjálfur - slíkt hefur oftast reynst mér vel.
Fulltaf uppsöfnuðum knúsum og kreistum á þig Kerfisvillan mín - og vonandi hafa tölvumál þín lagast..
Tiger, 26.7.2008 kl. 15:37
Erna mín: Merci....
Högni minn: Ég vil þakka þér falleg orð í minn garð en taka það jafnframt skýrt fram að þetta mikla hól er fullkomlega óverðskuldað.....
Kjaftæði, mér finnst ég frábær
Iss hef ekki áhyggjur af tölvunni þegar ég fæ svona mörg knús frá þér kisukrúttið mitt

Jónína Dúadóttir, 26.7.2008 kl. 16:26
Stórt Knús og kram!
Tiger, 27.7.2008 kl. 01:00
Högni minn: Þeir/þær fiska sem veiða
Jónína Dúadóttir, 27.7.2008 kl. 21:05
hahaha þetta er snilld
Lilja Kjerúlf, 28.7.2008 kl. 10:33
Gott að þetta gekk hjá þér stelpa... og ég hef verið í brúnu(vs: rauðu) deildinni í gegnum tíðina en undanfarið hef ég orðið svona sjálflýsandi líka þrátt fyrir að vera orðin "alveg heltanaður" eins og ormarnir kalla það.... það... er bara svo mikil sól útí eitt... og svo hef ég jú verið að safna enni undanfarin ár líka
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 30.7.2008 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.