Berin eru súr...

Það er búið að vera brjálæðislega gott veður undanfarna daga og það eina sem ég hef nennt að gera, fyrir utan það að vinna, er að sitja úti í sólinni og prjóna. Að vísu kom það að sjálfu sér, við vorum nefnilega á harmonikkumóti austur á Breiðumýri og ekkert annað að gera.... ekki spila ég á harmonikku og er ekkert voðalega flink við að sitja bara og gera ekkertTounge Valið stóð á milli þess, að sitja úti í sólinni og kafna úr hita eða sitja inni í tjaldvagninum og kafna úr hita. Ég skrapp svo í vinnuna úr útilegunni og var passlega búin að fá nóg af akstri, þegar við komum heim í gær. Við stoppuðum í Fosshóli og fengum okkur að borða og það var besta hugmynd helgarinnar, vegna þess að þar hitti ég tvær góðar vinkonur mínar sem ég hef ekki séð lengi, dýrðarinnar dúllur báðar tværHeart Þó ég vilji hafa sól úti, þá verð ég ekkert endilega að vera úti í sólinni, ég brenn nefnilega undatekningalaust. Verð sjálflýsandi rauð í nokkra daga og svo bara hvít aftur.....GetLost Og er auðvitað búin að snúa því upp í það, að ef mér væri ætlað að vera brún hefði ég þá ekki bara fæðst í Afríku ? Þar kemur hún sterkt inn dæmisagan um súru berin og rebba gamlaGrin Svo núna er ég eldrauð í framan og á bringunni og öðrum handleggnum upp að öxl... ferlega smartBlush Öll systkini mín, ég á ferlega mörg, verða brún eins og skot næstum því bara við að heyra spáð sólskyni í veðurfréttunum, en ekki ég sko..... er ekki bannað að hafa eitt barnið svona útundan..... ?Whistling Njótið sólarinnar elskurnar mínar allar, það ætla ég að gera líka.... inni... í vinnunniSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hallgerður mín: Ég hef alltaf verið svo hrifin af leðursófasettum

Jónína Dúadóttir, 28.7.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú,nú ég hélt að þetta væri berjaskýrsla að norðan.  Iss, mig dauðlangar að heyra af sprettunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Ef ég hitti einhvern annan sem deilir áhuga þínum á berjasprettunni fyrir norðan, þá skal ég láta þig vita

Jónína Dúadóttir, 28.7.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Knús á þig rauðka!

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.7.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Sko fékkstu ekki bara íþróttagenið í staðinn fyrir brúnkugenið?

Erna Evudóttir, 28.7.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Búkolla mín: Takk fyrir kveðjuna og önnur eins í þinn bæ

Sigga mín: Takk og sömuleiðis brúnka

Erna mín: Íþróttagen.... hvað er það... ha ?

Jónína Dúadóttir, 28.7.2008 kl. 12:52

7 identicon

Frábært stoppið á Fosshóli
Það er sko algjörlega ofmetið þetta brúnkudæmi. Sá þátt hjá Ophru í morgun þar sem kom fram að sólbrúnka er beinlínins hættuleg!
Þannig að það getur bara verið gott að vera útundan  allavega hvað varðar sólbrúnku.

Hóffa (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:25

8 identicon

Velkomin heim af hátíðinni, sólin er stórhættuleg það vita það allir

Jokka (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:30

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jæja það eru nú fleiri sem fá sama lit og þú í sólinni, að viðbættum freknum. Njóttu samt sólarinnar Jónína mín það geri ég.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Við vorum að þvæla á Snæfellsnesi á húsbílnum um helgina í algerri steik og þar sem það var spáð rigningu á sunndagskvöldið skutluðumst við bara heim og ætluðum sva aftur að skreppa eitthvað strax á mánudaginn... en nú erum við einfaldlega veðurteppt hérna á Selfossi enda fór hitinn í 26° í forsælu hér í bakgarðinum í dag svo það er allavega óþarfi að elta veðrið.... 

Til hamingju með þökurnar á Ráðshústorginu... Það var sko kominn tími til! Það gilda sömu lögmál hér og annarsstaðar og t.d talaði Karl bretaprins um það að helvítis arkitektarnir hefðu farið verr með London en Þjóðverjarnir í stríðinu og allavega hefur arkitektunum tekist vel upp í eyðileggingunni í miðbænum á Akureyri... og reyndar víðar um bæinn

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 30.7.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband