Flottar þökur og sködduð andlit ;-)

Það má segja að það sé sama ástand á mér og moggablogginu í dag, andlitin ekki alveg eins og þau eiga að vera. Ég fór í smá aðgerð í gærmorgun til að láta laga aðeins eftir sýkingu sem ég fékk í fyrrahaust og lít út eins og gamall úrillur bolabítur núna...Tounge En það lagast og það gerir  örugglega andlitið á bloggsíðunni minni líkaWinkÉg var sjálf búin að fara með fartölvuna á verkstæði fyrir helgi og þegar ég kom heim í gær, var spúsi búinn að fara með borðtölvuna og ráterinn, það eina sem minnti á tölvur í þessu húsi var líflaus skjár á skrifborðinu. Fartölvan kom svo í gær og ráterinn og þá ætlaði legusjúklingurinn í stofunni, það er sko ég, að fara á netið en komst að þvi að það er bara hægt að fara þráðlaust á netið í fartölvu við hliðina á ráternum, en alls ekki annars staðar í húsinu, til hvers þá að hafa þráðlaust net ?Frown Of mikið fyrir mig að kyngja, sérstaklega í gær...WhistlingÉg fékk lyfseðil fyrir þessum svakalega fínu többbblummmm sem láta mér líða allt of vel, meira að segja núna í þokunni hérna í morgunsárið, en ég ætla ekki að nota þær nema eitthvað takmarkað.... vil hafa þetta allt saman í alvöru frekarGrinEn líklega mundi ég nú ekkert vera að ergja mig yfir neinu af þessu þó ég væri ekki að hakka í mig þessum többblummmLoL Langflottasta fréttin sem ég sá í gær var að einhverjir megasnillingar höfðu lagt þökur og plantað blómum á Ráðhústorgið !!!! Það lítur æðislega vel út og af myndunum að dæma er þetta það sem fólk vill hafa þarna, ekki bara þessar steindauðu gráu hellurSleepingÞetta er frábært framtak og ég veit að flestallir bæjarbúar vilja hafa þetta svona áfram !!!Loksins komið líf á torgið okkar aftur !WizardÉg vona að þið eigið öll jafngóðan dag og minn ætlar að verða, ég ætla að fara að borða többblurrrr og leika ofdekraða prinsessu í stofusófanumSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér batna. Sólarkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 09:27

2 identicon

Ég var ekkert smá ánægð að heyra af og sjá þessar þökur í gær  ég mótmælti mikið ásamt fullt af öðru fólki þegar grasið var tekið af torginu á sínum tíma en bæjaryfirvöld hlustuðu ekki á það fnussss...vona bara að bæjaryfirvöld sjái að sér og láti almennilegt gras þarna strax í vor vííí..

Gaktu hægt um gleðinnar dyr í sambandi við töflurnar hehe...

Jokka (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ég heyrði í fréttunum í gær, viðtal við hana... hvað heitir hún, bæjarstjórinn ykkar?  "Jú, þær verða hér fram yfir verslunarmannahelgi" .... Þó hún segði það ekki beint út, á annan hvorn veginn, þá svona mátti skilja það með því að lesa milli lína á því sem hún sagði... að torfurnar yrðu teknar tiltölulega fljótlega eftir verslunarmannahelgina....

(annars er þetta bara innlitskvitt, með kommenti....)

Einar Indriðason, 30.7.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Engin hætta á öðru, búin að sjá allt of mikið af töflurugli í kring um mig, svo ég passa mig mjög vel ! Takk fyrir umhyggjuna

Jenný mín: Þakka þér fyrir, auðvelt að láta sér batna í þessu yndislega veðri sem við höfum hérna 

Hallgerður mín: Já bara flottSólarkveðjur héðan líka

Jokka mín: Ójá æðislegtGeng hægt um többlunnar dyr og forðast spegla af miklum móðSjáumst

Einar minn: Já ég skil ekki hvaða bull þetta er í bæjarstjóranum okkar, sem heitir SigrúnÞað er mikill meirihluti bæjarbúa sem vill hafa þetta svona og ekki bara yfir eina helgi ! Takk fyrir innlitið, með kommenti

Jónína Dúadóttir, 30.7.2008 kl. 11:07

5 identicon

Æ greyið mittláttu þér batna fljótt og velég var ánægð með þökulagningamanninnn þetta er miklu betra með grænt torgen þetta bæjarstjóra kvendi ykkar kemur frá gráum suðurnesjum og veit ekki að allt er vænt sem vel er grænt en ekki blátt

Dísa (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: GóðLæt mér batna, þakka þér fyrir mín kæra

Jónína Dúadóttir, 30.7.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Æi, Ninna mín, láttu þér batna ljúfan. Alveg er ég sammála þér með grasið á Ráðhústorginu, grjótið dregur fólk ekki beinlínis að sér. Flottir kauðar sem gerðu þetta, svona á að láta skoðun sína í ljósi af því það er ekkert hlustað á orð, hvorki töluð né skrifuð, alla vega ekki hér í þessu bæjarfélagi.

Enn og aftur láttu þér batna heillin mín og vonandi hefur þú það gott í dag með eða án tabblna

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:37

8 identicon

Ég hef aldrei séð bolabít, hvorki úrillan né gamlan. Tókstu nokkuð mynd?
Láttu þér líða vel prinsessa í góða veðrinu sem er bæði hjá þér og mér í dag

Hóffa (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þakka þér fyrir elskulegSterku töflurnar eru komnar ofaní skúffu, ég þarf þær ekkert lengur

Hóffa mín: Bolabítar eru ekkert mjög andlitsfallegirÞakka þér fyrir mín kæra, ég vinn í batanum á fullu

Hjördís mín: Ég er ekki alveg viss..... var nefnilega eins og tölvulaus hæna...

Jónína Dúadóttir, 31.7.2008 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband