Æi...

Ég er búin að týna bloggvinalistanum af forsíðunni og hann kemur ekkert inn hvað sem ég reyni... Enda er ég nú ekki beinlínis beittasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að stillingum í tölvumGrin Ég kann að kveikja á henni og er flink á lyklaborðið og hef látið það duga, svona í aðalatriðum, hef aldrei gefið mér tíma til að fikta mig áframWhistling Ég hef líka litla sem enga þolinmæði þessa dagana.... skömm frá því að segjaBlush Augun eru bólgin og klesst saman, speglar eru ekki í uppáhaldi og lítil börn verða hrædd þegar þau sjá framan í mig og ég skil það afskaplega vel...Tounge Annars er ég á fullu að láta mér batna og hlakka til Verslunarmannahelgarinnar, þá koma Erna systir mín og fjölskylda austan af landi og Róbert bróðir minn og fjölskylda frá Danmörku og Birna systir er hér líka þessa dagana, í fyrsta skipti í mörg ár verðum við svona mörg samankomin á einum staðInLove Svo á ég stefnumót við ungan myndarlegan mann, í stóru tómu húsi klukkan tíu á sunnudagsmorguninnHalo   Hljómar kannski pínu rómó en er það samt ekki við nánari athugun... þetta er bara læknirinn sem ætlar að taka saumana úr andlitinu á mér. Fyrst ég er svona svöl að vilja fara í svona aðgerð rétt fyrir Verslunarmannahelgina, hans eigin orð, þá fæ ég alveg sérstaka þjónustu og þarf ekkert að bíða fram á þriðjudag til að láta taka þessi pyntingatæki úr andlitinu á mérTounge Lífið er ljúft, ég fæ fullt af yndislegum gestum á hverjum degi og á von á fleirum fram að helgi, það er stjanað við mig á allan hátt, það er ekki hægt að hafa það betraHeart Njótið dagsins elskurnar mínar allar, í yndislegu veðriSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hérna er link inn á færslu um hvað þú átt að gera.

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/602808/

Heidi Strand, 31.7.2008 kl. 06:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi Strand: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 31.7.2008 kl. 07:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var/er einfalt mál.  Fylgið þessu:

- Fara í stjórnborð

- Stillingar

- Útlit

- Síðueiningar

  Þið dragið bara tónspilarann,  bloggvinalistann og það allt úr hólfinu sem er lengst til vinstri á síðunni í hólfið hægra megin við það. 

  Muna svo að smella á "Vista breytingar".

Sé að Heidi er búin að linka á Jens.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 08:32

4 identicon

Ekki ætla ég að reina að kenna þér neitt um tölvu því ég kann bara að kveikja og slökkvaEn það verður líklega stuð þegar  þið systkinin hittist ég bið að heilsa þeim öllum

Dísa (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Sjáumst Ninna mín, etum drekkum og verum bara jolly saman, alltof langt síðan

Erna Evudóttir, 31.7.2008 kl. 09:11

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Kerlan mín, bólgin og blá. Láttu þér batna og ég er alveg viss um að þú finnur bloggvinina

Sigríður Jóhannsdóttir, 31.7.2008 kl. 10:10

7 identicon

Þú ert ekki svo skelfileg elskan mín  hef séð marga verri sem voru þá bara nývaknaðir hahahahaha...takk fyrir okkur í gær, kem bráðlega aftur

Jokka (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:14

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Þakka þér fyrir, en þetta er ég margbúin að gera en það gerist samt ekkert

Dísa mín: Já það verður fjör, ég skal með ánægju skila kveðjum frá þér

Erna mín: Et, drekk ok ver gladr... það var meiningin

Ragna mín: Þakka þér fyrir mín kæra, það vona ég líka

Sigga mín: Ekki sjón að sjá mig skoBlogvinalistinn hlýtur að birtast einhvern daginn, en ég hef samt meira gaman af því að sjá bloggvini mína "læf"

Jokka mín: Þú ert yndisleg, þakka þér fyrirSjáumst

Hallgerður mín: Mér finnst þetta frábært

Jónína Dúadóttir, 31.7.2008 kl. 18:37

9 identicon

fékkstu flotta smsfrá mér Ninna mín. þar sem ég kann nákvæmlega ekker tað senda úr þessum flotta gullsíma mínum ,  allavega er ég hér í hinni dásamlegu Svíþjóð í 30 stiga hita alla daga og golf, og  hvaðeina. Vona að þér batni fljótt og verðir slétt og fín í framan mín kæra systir he he Bið að heila hinum systkinunum,

hug och kram

Auja´sys í Örebro kemur heim 11. ágúst

Auja sys (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:07

10 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ef þú finnur ekki bloggvinalistann þá vildi ég bara fullvissa þig um að ég var sko á listanum

Vonandi gekk andlistlyftingin vel fyrir sig... já já þessir einkalýtalæknar þeir taka nottla á móti svona skvísum á öllum tímum sólarhrings

Góðan bata stelpa og góða og gleðilega verlunarmannahelgi með öllu undir

Kv. í heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 1.8.2008 kl. 02:38

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auja mín: Jú takk elskan, ég fékk alveg mega flott sms frá þérSkila kveðjum frá þér og sjáumst

Steini minn: Þú þarft sko ekkert að minna mig á að þú ert á mínum bloggvinalistaÞakka þér fyrir minn kæri, bæði fyrir góðar óskir og þetta með skvísuna

Jónína Dúadóttir, 1.8.2008 kl. 06:12

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef þú þarft hjálp, ekki hika við að hafa samband...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband