Jæja þá er Verslunarmannahelgin að bresta á, eins gott að taka það sérstaklega fram ef það skyldi nú hafa farið fram hjá einhverjumÞað eru barasta allir velkomnir til Akureyrar núna, við virðumst ætla að dusta rykið af gamalli gestrisni og nota hana eins og á að gera....
Og yfirbragð þessarar helgar á að vera ljúft og allt mælt í brosum, örugglega hið besta mál og gengur vonandi eftir og allir kátir og góðir og glaðir
Og góðglaðir líka, sem er bara hið besta mál hjá langflestum, það eru auðvitað alltaf einhverjir innanum og samanvið sem skemma fyrir, ég held það hljóti að teljast óhjákvæmilegt þar sem svo margir koma saman í einu.... því miður
"Frídagur verslunarmanna" er líklega ein mest villandi setningin á dagatalinu mínu.... Flestir aðrir en fólk í verslunum á frí þennan dag, en samt hef ég aðeins orðið vör við að fólk í þessum geira fær einn dag frí út á þennan dag, sumar búðir loka einhvern annan dag í staðinn. Við á þessu heimili ætlum ekki á neina útihátíð, nema ef vera skyldi úti á okkar eigin sólpalli og verðum góð og glöð, en ekki líklegt að við verðum góðglöð. Á morgun er ég að vona að sem flestir af ættingjum mínum sem staddir eru hér norðlendis, komi í kaffi og pönnukökur, sem Birna systir ætlar að baka... skyldi hún vita það ? Jæja, hún hlýtur að komast að því
Ég er ennþá að leika sjúkling nefnilega og held því áfram eitthvað fram yfir helgina. Njótið dagsins með þeim sem ykkur þykir vænt um, í yndislegu veðri og ég vona innilega að allir komi alheilir undan helginni
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frídagur..aha..hef nú ekki orðið vör við hann..allavega ekki hjá verslunarfólki...fnusss...en það er samt æðislegt að fá allt þetta fólk í bæinn, vona bara að allir hagi sér vel!
allavega ætla ég að brosa alla helgina tíhí...
Eigu góða helgi heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:01
Þetta verður frábær helgi, allir velkomnir
. Ég ætla líka að halda mína útihátíð hér á pallinum, verð örugglega glöð. Hafðu það gott um helgina ljúfan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.8.2008 kl. 13:29
Kem kvöld
Erna Evudóttir, 1.8.2008 kl. 15:04
Ég er viss um að við erum skyld í 7-15 ættlið en ég verð því miður ekki á Norðulandinu á morgun... en þér er velkomið að senda mér bara eina pönnsu upprúllaða með sykri... adressan er Fossheiði 5
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 1.8.2008 kl. 16:29
ég kæmi í kaffi og pönnsur ef ég gæti en það á að skýra Tómas Rafn á morgun austur í Aðaldal svo ég fæ bara pönnsur þar og fleira góðgæti skilaðu kveðju til allra

Dísa (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:55
Ragna mín: Rétt hjá þér, svo verðum við jú bara að vona að fólk komi ekki óorði á svínin
Hátíðarkveðjur út í Eyjar
Jokka mín: Takk fyrir komuna í gær, sjáumst brosandi... eins og alltaf

Sigga mín: Sömuleiðis mín kæra

Erna mín: Þú ert komin
Steini minn: Ef þú færð ekki pönnsuna, þá er það bara vegna þess að pósthesturinn hefur stolist í hana á leiðinni... upp á heiðinni..
Bestu kveðjur, Ninna frænka
Dísa mín: Ævinlega innilega velkomin
Til hamingju með litla Tomma, kysstu þá báða frá mér
Jónína Dúadóttir, 2.8.2008 kl. 07:11
Dásamlegt að hittast í gær, og ekki verra að hitta Birnu líka

-Sé þó að ég hef verið of snemma á ferðinni hvað varðar pönnukökurnar....
Ég óska þér góðrar helgar með fólkinu þínu og góðan bata elsku vinkona
Hóffa (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 10:15
Ég er líka að hugsa um að njóta helgarinnar á sólpallinum mínum.Pönnukökur eru nú alltaf í uppáhaldi hjá mér. Kannski ég slái í nokkrar handa okkur hérna. Eigðu góða helgi ljúfan.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.8.2008 kl. 16:22
Ég get vel hugsað mér að koma í kaffi og pönnsur.Getur þú ekki bakað ástarpúnga líka. Vona að þú sért að ná þér í andlitinu, annars finns mér bolabítar vera svo sætir. Kveðja frá Þýskalandi
Heiður Helgadóttir, 3.8.2008 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.