Sko nú er andlitið á blogginu mínu komið í lag og andlitið á mér að verða þannig að lítil börn eru hætt að bresta í háan grát þegar þau sjá mig
Það er kalt úti bara 9 stiga hiti og ég fæ gæsahúð þegar ég sé fólkið hérna út um gluggann, labbandi heim af næturbröltinu.... þetta unga fólk er varla í fötum.... argaði amma gamla hneyksluð
Það er búinn að vera yndislega mikill gestagangur hérna undanfarna daga, fólk á öllum aldri bæði kærir vinir og ættingjar og sex manna fjölskylda í gistingu, bara frábært
Ég er ennþá bara með fartölvuna til að skrifa á og það tekur ótrúlega langan tíma að fá hana í gang á morgnana, Windows er alltaf að finna sér ný "update" til að "installa" og "configurera"... kann ekki öll íslensku nýyrðin.....svoooolítið þreytandi verð ég nú að segja
En ég fæ hina á þriðjudaginn, ég er búin að ákveða það alveg sjálf og þá má þessi fara á verkstæðið í staðinn
Núna klukkan tíu á ég stefnumót við ungan myndarlegan lækni... við verðum bara tvö ein á allri læknastöðinni..... kannski hefði mér einhvertímann í fyrndinni fundist það eitthvað spennandi eða líklega öllu heldur skondið... en núna er ég bara ofsalega ánægð... að losna við saumana úr andlitinu á mér
Verslunarmannahelgarlætin ógurlegu hafa algerlega farið fram hjá okkar húsi, en það er mikil umferð leigubíla og lögreglubíla hérna um götuna og eins og svo oft áður er ég að fara á fætur um sama leiti og partýljónin eru að fara heim
Ég rekst svo illa í hópi, ég er ekkert endilega tilbúin til að fara að skemmta mér á einhverjum svona ákveðnum dögum og bara af því að flestir aðrir eru að því... mig gæti alveg langað til að fara að dansa klukkan 8 á þriðjudagsmorgni eða eitthvað álíka... en þá eru engin böll
Vona bara að við öll eigum góðan dag og prófum að gefa meira af okkur en við ætlumst til að fá sjálf









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bý í sveit,
hef ekki orðið vör við nein læti, enda held ég að allir hafi skemmt sér án árása og láta, blindfullir auðvitað en með góða skapið í farteskinu að þessu sinni
. Ætli það séu hjörtun í umferðarljósunum sem hefur þessi áhrif eða kannske bara jákvætt hugarfar bæjarbúa?
Knús á þig dúllan mín
!
Sigríður Jóhannsdóttir, 3.8.2008 kl. 11:30
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 12:21
Vona að heimsóknin hjá unga lækninum hafi gengið vel og þú sért laus við alla sauma
þú hefðir nú getað boðið aumingjans köldu partýljónunum heitt kaffi svona til að forða þeim frá lungnabólgu hahahaha
sjáumst kannski í kvellen!
Jokka (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:42
Sigga mín: ...með sauðfé á beit....
Já ég held þetta sé bara ferlega fínt alltsaman
Knús til baka til þín mín kæra vina
Ragna mín: Hér er líka glatt á hjalla
Akureyrskt knús á þig Eyjapæja
Jenný mín: Og líka
til þín
Jokka mín: Gekk allt vel mín elskuleg, var vont en batnaði
Litlu köldu greyin voru flest svo ung að þau voru örugglega ekki byrjuð að drekka kaffi
Ég treysti mér ekkert út í kvöld, stend uppi óbrotin, en talsvert bogin samt
Sjáumst sem fyrst
Jónína Dúadóttir, 3.8.2008 kl. 16:52
Til hamingju með saumaleysið og gestaganginn... Við höfum verið heima um helgina og það er alveg frábært, enda fáir á ferli og afslappað andrúmsloft...
Það stendur svo til að kíkja á Fiskidaginn um næstu helgi svo það er ágætt að slappa af aðeins á milli ferða. Láttu þér svo batna stelpa!
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 17:25
Steini minn: Þakka þér fyrir
Er að velta fyrir mér að fara á Fiskidaginn mikla, kannski hitti ég ykkur krúsidúllurnar
Læt mér sko batna, nenni ekki að vera svona mikið lengur
Jónína Dúadóttir, 3.8.2008 kl. 17:30
"Kalemeras".. = góðir dagar ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.8.2008 kl. 18:16
Alltaf gaman að fá gesti. Ég fékk tvö ungmenni í heimsókn í dag, sem ekki þýddi að bjóða kaffi, en undanrennu og appelsín var þegið ásamt muffins og kexi. Ég þekki nú fáa unglinga sem drekka kaffi nú til dags. Hafðu það gott Jónína mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.8.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.