Komu ekki allir heilir....

... undan helginni ? Það vona ég svo sannarlega ! Sá loksins í gær hjartalaga rauðu ljósin hérna á umferðaljósunum, einföld og sniðug hugmynd og mér finnst að þetta megi bara fá að vera þarna áfram... eins líka grasið á Torginu. Við þurfum ekki bara tilbreytingu í kringum okkur hérna rétt yfir Vessló..... Wink Í gær lenti ég í smá karlrembu v.s. femínistar umræðum og það er alltaf gaman ! Við systurnar vorum kallaðar femínistar og það er í góðu lagi, þó við höllumst nú frekar að almennum mannréttindum en sérstökum kvenréttindum. Heitir það þá húmanismi ? Skiptir svo sem ekki öllu máli hvað það kallast, en orðið femínisti er eins og margir vita, hálfgert blótsyrði hjá sumum af tegundinni karlarTounge Ég held það sé bara fáfræði og margir af tegundinni karlar, virðast tengja femínisma við kynhneigð og í framhaldi af því við lesbíur og ofsalega margir af tegundinni karlar eru kannski ekki beint hræddir við lesbíur en eigum við að segja, mjög óöruggir gagnvart þeimLoL   Kannski spurning um að koma hugsuninni undan sænginni hjá öðru fólki, þá væri miklu auðveldara að sætta sig við langflesta bara eins og þeir eru. Lesbíur nefnilega hata ekkert karlmenn, þær taka bara konur fram yfir þá á vissum sviðumTounge Dóttir mín spurði mig einu sinni, hvort samkynhneigð væri ættgeng. Ég svaraði sem var að ég héldi það nú ekki, en gæti svo sem ekkert fullyrt neitt um það.  Hún náði mér þarna, svarið var nefnilega : Nei, ekki ef hún er stunduð eingönguLoL Njótið dagsins elskurnar mínar allar, allsstaðar og munið að brosið er bara tannasýning, ef það nær ekki til augnanna..... djúúúptSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, það er sitthvað feminismi og feminismi ... það er álíka erfitt og vítt hugtak og trú.

Jú - kem ágætlega undan helgi, er bara á grískum tíma svo ég vaknaði klukkan 5 í morgun (8 á grískum) .. !!.. Kalemera, annars.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.8.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Best að halda áfram með feministaskilgreininguna: Ég tel að feminismi eigi að vera kvenfrelsisstefna, þ.e.a.s. það er verið að stefna að því að leysa konur undan ákveðnum hlutverkum, undirokun og fleira sem þær hafa mátt þola í gegnum tíðina.

Þetta frelsi kvenna á ekki að bitna á frelsi karla á neinn hátt NEMA að hefta "frelsi" þeirra til að drottna yfir konum.

Vandamálið er þegar fram koma ,,feministabeljur" ..   en það eru eflaust þær konur sem telja að þær eigi að drottna yfir körlum.  Hvorugt kynið á að drottna yfir hinu, heldur erum við bara öll jöfn og okkar réttindi á ekki að flokka eftir kynferði okkar, né öðrum álíka smáatriðum svo sem húðlit eða kynhneigð. 

Fyrirgefðu svo ritgerðina hér í morgunsárið Jónína mín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.8.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín : Ég ÞAKKA þér fyrir ritgerðina hér í morgunsáriðAkkurat eins og talað út úr mínu hjarta, kann bara ekki alltaf að koma orðum að því eins vel og þú

Kalamera

Jónína Dúadóttir, 4.8.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

æi... ég meina sko: Kalemera...

Jónína Dúadóttir, 4.8.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir helgina, frábært stuð

Erna Evudóttir, 4.8.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta var mjög gaman,takk fyrir síðast

Birna Dúadóttir, 4.8.2008 kl. 10:46

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Feminisimi er skilgreindur á eftirfarandi máta: Feminism is the nosion that woman are people.  Geta ekki allir skrifað upp á það?

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það ættu nú flestir að geta skrifað upp á það,en...

Birna Dúadóttir, 4.8.2008 kl. 11:36

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Sömuleiðis mín kæra systir og takk fyrir komuna

Birna mín: Sömuleiðis krúttið mitt, gaman að hafa ykkur

Jenný mín: Að sjálfsögðu geta allir skrifað upp á það, mjög einfaltKnús til baka mín kæra

Birna mín: Jú mikið rétt, það er bara þetta stóra en... sem þó er svo lítið á blaði

Jónína Dúadóttir, 4.8.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband