Svolítið að velta fyrir mér...

... hvernig ég leit eiginlega út áður en ég fór í þessa aðgerð sem mér finnst persónulega þessa dagana, afskræma á mér andlitið...Woundering En það á nú auðvitað eftir að lagast ! Neðri augnlokin, (held þau heiti það, þar sem neðri augnhárin eru), lafa niður á kinnar og eru staðsett mitt í bólgnum marblettum sem svo aftur ná niður fyrir nef... Þetta verður til þess að ytri augnkrókarnir vísa niður á við og ég fæ nettan hroll niður bakið við að horfa á sjálfa mig í spegli...Whistling Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er nefnilega sú, að það keppast allir sem sjá mig við að segja mér, að ég líti bara svo  vel útShocking Ef ég virði nú aðeins fyrir mér vina og ættingjahópinn.... hm.... enginn af þeim sem ég umgengst sem mest er blindur... enginn hefur fengið Óskarinn fyrir leiksigra og ekki veit ég til þess að uppistaðan í þessum hópi sé sjúklegir lygarar... en það mundi sjálfsagt enginn segja mér ef hann væri þaðGrin Góð vinkona mín sagðist nú hafa séð miklu ljótari andlit og það bara á nývöknuðu fólki... úbbsLoL Ég fór með sonardóttur mína á leikskólann í gærmorgun, daginn eftir Vessló með risastór sólgleraugu á andlitinu, í þokunniCool Mér er sama hvað foreldrarnir héldu um þessa sukklegu ömmu þarna, en ég útskýrði málið fyrir leikskólakennurunum... Gat ekki hugsað mér að litla dúllan mín hefði það með sér inní daginn að amma hennar hefði skutlað henni þangað, grúttimbruð... eða eitthvað þaðan af verraCrying Fólk er svo fljótt að dæma.... ég var að hlægja að því með sjálfri mér að það væri sjálfsagt búið að stimpla mig einhvern megasukkaraWink En svo er sjálfsagt til fleira svona hugmyndasnautt fólk eins og ég, sem annað hvort pælir ekkert í því af hverju einhver er með sólgleraugu í þoku og ef ég nú átta mig á að kannski sé eitthvað skrítið við það, er eins víst að ég fatti ekki hvað það er...Tounge Gangið glöð og bjartsýn inn í daginn elskurnar mínar allarSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þú ert frábær Ninna mín! Verð að viðurkenna að ég skellti uppúr þegar ég las sjálfslýsinguna. Skammast mín fyrir það, ljótt að hlæja að veiku fólki, eða fólki yfirleitt. Elskan mín, vonandi fer þetta bara að lagast hjá þér, ég er viss um að þú lítur ekki svona skelfilega út

Knús inn í daginn!

Sigríður Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þakka þér fyrir vina mín, komdu bara og sjáðu sjálf.... ókeypis inn, eina skilyrðið að fólk þyggi kaffi eða teOg það er ekkert ljótt að hlægja að þessu, ég geri þaðKnús til þín líka

Ragna mín: Þakka þér fyrir mín kæra, þú greinilega sérð mig ekkiKnús alla leið yfir landið til þín Eyjapæja

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Kannski lítur þú bara ljómandi vel út, svona miðað við aðstæður Baseball Head 





Heiður Helgadóttir, 6.8.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Jú líklega og vonandi er það þannigÞakka þér fyrir mín kæra og hafðu það best í fríinu þínu

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 12:07

5 identicon

Öss eftir 2 vikur áttu eftir að vera föst við spegilinn þú verður svo sátt með þig kona  auðvitað tekur þetta tíma, en eins og ég segi, ég hef séð marga verri og það bara eftir nætursvefninn hahahaha...

Jokka (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Neðri augnlokin.  Ég dey úr hlátri krúttið þitt.

Þau eru ekki til þú ert að meina augnhvarmana? Hahahaha dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Segi eing og Jenný... mér finnst "neðri augnalokin" flott nafn og eitthvað svo "þú"

Það er ágætt að hugsa til þess þegar "nojan" kíkir í heimsókn að flest fólk pælir slétt ekkert í lífinu og tilverunni og "who give's a flying fuck" með restina svo bara gangi þér allt í haginn Frankenstína mín!

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 6.8.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér fannst þú flottust fyrst á eftir,eitthvað svo lík einhverri hetjulegri,en rólindislegri persónu úr einhverri teiknimynd,sem ég sá endur fyrir langa löngu(anda)

Birna Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Hlakka til eftir 2 vikurTakk fyrir "huggið"

Jenný mín: Æi já ég mundi ekkert hvað þetta hétTakk fyrir að leiðrétta mig mín kæra

Steini minn: Takk væni minn... held ég..Rétt hjá þér, gefa bara flæing fokk í nojuna og hafa gamanBestu kveðjur, Frankenstína frænka

Birna mín: Þú hefur ekkert séð mig síðan þú fluttir af brekkunni um daginn, sem var synd... þú nefnilega venst mjög velHvaða teiknimyndapersóna er það ?

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband