Í alfaraleið...

Minnst áhugaverða fyrirsögnin í vefmiðlum í dag : 28 klappstýrur festust í lyftu.....Sleeping Eina fréttin sem ég las, var um manninn í Sandgerði sem er að mótmæla kvótakerfinu með því að fara út á bátnum sínum og veiða, kvótalaus. Ég stend með honum og það gerir greinilega þingmaðurinn líka, sá sem hjálpaði honum að landa aflanumWink Mér finnst kvótakerfið ferlega vandræðalegt og alveg með eindæmum að tiltölulega fáir aðilar geti "átt" fiskinn í sjónum. Það á bara að úthluta veiðileyfum og skammta hverjum og einum eitthvað smotterí. "Ok væni, þú ert með svona stóran bát, þú þarft að veiða þetta mikið til að eiga svona nokkurn veginn fyrir olíu og reka bátinn, þú færð svona lítið af kvóta og svo verður bara að koma í ljós hvort þú getur lifað af þessu" ! Datt nefnilega í hug hvort það væri ekki fín hugmynd að nota sama kerfið og notað er handa öryrkjum og ellilífeyrisþegumHalo   Annars er ég góð svona í morgunsárið, nokkuð sátt við lífið og tilveruna... að vísu með einni smá undantekningu, það þarf að slá lóðina og það má ég alls ekki gera þessa daganaFrown Og að biðja einhvern annan að gera mín verk, er ekki mín sterkasta hlið og hefur aldrei verið... alla tíð verið arfaslakur verkstjóriWink Fiskidagurinn mikli á Dalvík er á laugardaginn, alveg brilliant uppátæki og mér finnst alltaf gaman að fara. Í þessum aragrúa af fólki sem kemur hvaðanæva að, er mórallinn svo skemmtilegur, allir glaðir og vingjarnlegir og ótrúlegt en satt, það er enginn troðningurLoL Ég veit ekki hvort ég er nokkuð spennt fyrir því að fara með tjaldvagninn og gista eins og í fyrra, en það er samkomulagsatriðiJoyful Gangið glöð inn í góðan dag og munið að nota stefnuljósin í umferðinni, það er þarna stöngin vinstra megin við stýriðSmile Ég meinti auðvitað hægra meginW00t En meina samt vinstra meginLoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn sjálf.  Er að hugsa um að leggja mig aftur, það er eitthvað svo kallt og hráslagalegt núna.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 07:15

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sá gamli er alveg búinn að leyfa þeim að finna fyrir sér á þessum veiðum.Spurning hvað verður um þetta ef hann heldur áframÉg ætla að hafa fiskidag,milli sex og sjö í kvöld

Birna Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 07:21

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Góðan daginn Ninna mín! Sniðugt að úthluta kvóta á sama hátt og bótum. Hins vegar held ég að stöngin sé hægra megin, tíhíí!

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 07:26

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Eigðu góðan lúr og enn betri dag

Birna mín: Njóttu fiskidagsins... voff voff

Sigga mín: Góðan daginn mín kæra, auðvitað er hún hægra meginÉg vil taka það skýrt fram að þessi áttavilla mín lýsir í engu pólitískim skoðunum mínum.... bara smá sauðshætti í morgunsárið

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 07:37

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 08:00

6 identicon

góðan dag auðvitað skellir þú þér á Dallas ef þú ert eins hræðileg og þú heldur þá færðu nóg plásssé þig kannski

Dísa (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 Dirt BikeAuðvitað ferðu á hátíðina, hef eftir ábyggilegum heimildum, að hátíðin í ár verði óvenju skemmtileg 





Heiður Helgadóttir, 7.8.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Ég fer á Dallas ekki spurning, bara spurning hvort ég nenni að gistaVið sjáumst vonandiÉg verð þessi með stóru sólgleraugun í rigningunni.... hef ekkert séð spána samt

Heidi mín: Ég fer, sleppi því ekki sko... ekki meðan eitthvað smá líf er eftir í mér

Ragna mín: Æi já, alltaf einhver ósammála mér....Ljúfur dagur á leiðinni til þín

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 10:43

9 identicon

Takk fyrir mig í gær heillin  alltaf gott að koma til þín í te og spjall, við sjáumst nú á Fiskideginum, þú verður með sólgleraugun og ég verð þessi með stafinn hahahaha...

Jokka (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Sömuleiðis takkVið verðum eins og klipptar út úr spakmæli : Haltur leiðir blindan

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 11:37

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

HAhahahaha, Ninna mín, ég var úti að aka áðan og stefnuljósastöngin er sko vinstra megin. Nú held ég kjafti það sem eftir er, leiðréttu þetta aftur

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:39

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þetta er ástæðan fyrir því að stefnuljósin blikka aldrei hjá mér heldur fara þurrkurnar allaf af stað þegar ég beygi

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:48

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan fiskidaginn esskan 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.8.2008 kl. 11:56

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín : Þú ert yndisleg

Jóhanna mín: Takk fyrir það dúllan mín

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 12:49

15 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Held að ég hafi verið rugluð í morgunsárið ekki þú. Þú ert yndi líka, knús inn í daginn

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:53

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Gaman að rekast á þig áðan

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 15:30

17 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sömuleiðis ljúfan, þú hefur komist heim án þess að rúðuþurrkurnar pirruðu þig um of

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 18:31

18 identicon

Ef ég kem á Dallas þá ætla ég að elta þig því það verður greið leiðha ha

Dísa (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:23

19 Smámynd: Tiger

 Hóhó .. í sjávarútvegsráðuneytið með kerlinguna! Þú ættir að verða ráðherra fiskanna - ekki spurning. Auðvitað ætti að úthluta hverjum og einum eftir bátastærð og þörf - svo hver og einn geti lifað vel af. Endalaus þvæla að úthluta bara kvóta á fáa aðila og sumir svelta. Skömm að því ..

Ég var einmitt að pæla í því eins og Sigríður - afhverju þurrkurnar fóru alltaf af stað þegar ég beygði og fór eftir þínum leiðbeiningum... *'hux*.

Hafðu ljúfa nótt gullið mitt og farðu vel með þig ... ekki æsa þig upp svona mikið og reyndu að hemja brjálað skapið af og til. Vittu til - þér myndi líða mun betur ef þú brostir aðeins meira!

Fullt af uppsöfnuðum knúsum og kremjum - og smá kelerí með - yfir til þín hugumstóra og hjartafallega mær.

Tiger, 8.8.2008 kl. 01:17

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Hvað gerir mar ekki fyrir vini sína ?

Högni minn:

Sigga mín: Það bjargaði mér líklega að tengdadóttir mín var að keyra

Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband