... að ég er búin að sækja borðtölvuna mína, hún er svona þvegin og skrúbbuð og straujuð og ný uppsett... ekki hárið samt, svo mikið veit ég þó um tölvur
Ég var að láta það fara pínu í pirrurnar á mér í gær, þegar verið er að flokka hin og þessi verk í karlmannsverk og kvenmannsverk...
Ég á það sem sé til að flokka ýmislegt undir óþarfa og ég nenni ekki og skil ekki óþarfa.... og mér finnst þessi málvani eða kannski málóvani til dæmis óþarfi...
Ég sé það þannig að það er bara tvennt sem kona getur gert en karl ekki, það er að ganga með börn og hafa þau á brjósti... upptalningunni lokið ! Einhver mundi segja núna að karlinn geti pissað standandi en konan ekki, en það er ekki rétt, kona getur alveg pissað standandi, það er bara sóðalegra en þegar karl gerir það, takandi tillit til mismunandi útbúnaðar ! Allir sem eru með hendur og augu og einhverja heilastarfsemi, geta unnið öll verk burtséð frá kyni hvers og eins og þar er ég ekkert að finna upp hjólið ! Ég lenti fyrir nokkrum árum í rökræðum við karlmann, sem hélt því fram að það væru einhverjar líffræðilegar ástæður fyrir því að kona gæti ekki unnið á veghefli...
Ég get ekki munað rökin, enda sjálfsagt ekki gáfuleg, en var náttulega ekki sammála og þegar ég spurði í restina hvar takkinn væri þá sem þyrfti að stjórna með typpinu, þá gafst hann alveg upp
Hann bara gat ekki fengið þessa konu til að samþykkja það sem hann taldi að væru eðlileg rök, fyrir þessum takmörkunum kvenkynsins. En þá segi ég, að ef það er ekki verk sem unnið er með typpinu og ég veit ekki hvað það ætti svo sem að vera, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að verk megi ekki bara kallast verk og þessi gamla flokkun þá löngu úrelt og líka alger óþarfi. Málið er bara að hver geri það sem hann/hún getur og ræður við, þetta hefur ekkert með skort eða umframboð af útlimum að gera
Svo bið ég ykkur að fyrirgefa mér þennan óþarfa pistil og bíð ykkur góðan dag







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 07:35
Flott Ninna!
Sigríður Jóhannsdóttir, 8.8.2008 kl. 07:45
Jenný mín: Heyr heyr já
Sigga mín: Takk mín kæra
Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 07:57
Góður pistill Jónína, mikið rétt hjá þér, stundum væri hægt að halda að kallarnir hafi heilann í þessum(oftast) litla útlim, svo mikill munur er gerður á m0nnum og konum enn þann dag í dag.
Heiður Helgadóttir, 8.8.2008 kl. 09:10
Heidi mín: Takk fyrir það
Já heillin mín, það verður enginn sjálfkrafa betri fyrir það eitt að vera með fleiri útlimi
Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 09:16
Sko....eða nei annars
Góð
Birna Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 09:18
Birna mín: Sko... eða þakka þér fyrir
Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 09:23
Það var bara þetta með að pissa standandi

Birna Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 10:01
Birna mín: Sko... við getum það alveg... en ég sagði aldrei að við vildum gera að svoleiðis
Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 10:30
Sko það er búið að finna upp svona græju sem gera konum kleyft að pissa standandi þannig það er ekkert vandamál lengur. Og svo skilst mér reyndar að e-hver kall útí heimi gangi með barn, en...hann var kona áður þannig það er ekki að marka tíhí...flottur pistill og þetta er alveg hárrétt þér heillin mín
Sjáumst vonandi fljótlega
Jokka (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:42
Jokka mín: Takk dúllan mín, alltaf gaman að fá hól
þó það sé þá ekki nema fyrir að setja á blað nokkrar þekktar staðreyndir úr Almennri skynsemi 101
Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 13:56
Ninna mín
Nú er ekkert eftir sem tippið getur bara gert
við þurfum ekki karl lengur til að geta börn
nú við látum bara klóna okkur
punktur og basta
við konur getum allt
sem við viljum

Dísa (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:33
ps.er þetta nokkuð kerlingagrobb
Dísa (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:34
Dísa mín: Nei mín kæra, þetta er ekkert grobb, þetta er bara upptalning á staðreyndum
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.