Að standa fyrir framan spegilinn á baðinu, með gleraugun á nefinu, litla túbu með einhverju sýklasullkremi í annarri hendinni og reyna að sprauta því í augun á sjálfri mér, er ekki alveg það gáfulegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur um ævina...
Og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum....
Vitið var rétt nóg til þess, að ég prófaði þó bara tvisvar....
Í fyrra skiptið er ég ekki alveg viss hvort það fór eitthvað upp í augun eða hvort þessi óþægindi voru bara vegna þess að ég rak helv... túbuna inn í augun á mér....
Í seinna skiptið fór eitthvað inn í augun, en megnið eiginlega bara allsstaðar þar í kring.... ég hef lúmskan grun um að ég hafi steindrepið alla sýkla sem létu sér detta í hug að koma einhversstaðar á andlitið á mér
Hver fær líka þá hugmynd að búa til krem til að setja í augun ? Hvað varð um ósköp venjulega augndropa, mér er spurn ?
Og svo stendur á umbúðunum að það eigi að setja 2-3 dropa af þessu í augun, krem er ekki mælt í dropum !
Til að kóróna nú alla vitleysuna, þá á ég að endurtaka þessar æfingar 6 sinnum á dag ! Ég verð orðin blind eftir tvo daga með sama áframhaldi, ennþá með sýkingu í augunum....
En örugglega samt engar sýkingar annars staðar í andlitinu... sem er gott... held ég
En til að halda nú bæði sjón og sönsum, hef ég ákveðið að láta bara spúsa minn um þetta
Göngum glöð inn í góðan dag og brosum hringinn











Flokkur: Bloggar | 9.8.2008 | 07:35 (breytt kl. 07:40) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn heillin, nú vona ég að þú getir lesið þetta, þrátt fyrir mikið krem í augunum. Er ekki Dalvík framundan hjá þér í dag, ég hefði sko vel getað hugsað mér að fara þángað í fískrétti, og samkvæmt mínum áreiðanlegu fréttum miklu fjöri. Eigðu frábæran dag(ertu viss um að þetta krem þitt sé ekki til í dropum)

Heiður Helgadóttir, 9.8.2008 kl. 08:10
Gott ,,húsráð" við augnsýkingu er að setja kamillutepoka (auðvitað notaða - kalda) á augun. Þú getur að vísu ekki bloggað mikið á meðan! .. og góðan daginn væna.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2008 kl. 08:56
Láttu karlinn hjálpa þér frekar en að gera sjálfa þig blinda
það getur verið gott að lofa þeim að finna að þeirra sé nú stundum þörf
hafðu það svo gott ljúfan
Dísa (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 09:57
Heidi mín: Bara fjör framundan
Eigðu líka góðan dag með eða án fiskiréttanna
Jóhanna mín: Þakka þér fyrir, þar sem ég er alltaf svo hrifin af húsráðum, ætla ég að prófa þetta
Dísa mín: Alveg rétt hjá þér
Hafðu það líka gott mín kæra
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 10:30
Jói rúllar þessu upp
Birna Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 11:11
Er ekki bara pensill málið með svona krem?
nei nei smá grín tíhí..
Gangi ykkur vel með þetta í dag, spurning hvort marr sjái ykkur á fiskideginum mikla
Jokka (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:59
Birna mín: Segðu...
Jokka mín: já eða bara rúlla
Vonandi sjáumst við
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 12:09
Spúsinn er málið ljúfan! Eins og Dísa segir er nauðsynlegt að láta þessar elskur halda að þeirra sé þörf, opna krukkur þó við höfum alveg ráð þegar kraftar duga ekki þar, setja dropa í augun eða krem er líka alveg brilljant
Sigríður Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 14:22
Sigga mín: Jamm, minn er sko ómissandi þessa dagana
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 14:26
Ég á svona töfratæki til að opna með krukkur.Hef síðan ekki þurft á manni að halda í mínu lífi
Birna Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 15:12
Birna mín: Get ég þá bara skilað Jóa ef ég fæ mér svona tæki ?
...þegar mér er batnað í augunum
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 15:50
Þetta gæti verið verra þú gætir þurft að fara í aðgerð. Vonandi lagast þetta hjá þér.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 9.8.2008 kl. 15:51
Skattborgari: Var í aðgerð fyrir 2 vikum, þess vegna er þetta svona núna
Þakka þér fyrir "lagast"kveðjuna
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 15:59
Ég sting hníf undir lokið ef það er fast, bara hleypa lofti svo þú þarft ekki einu sinn svona tæki, bara hníf!
Hef samt haldið manninum bara svo ef.....
Sigríður Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:32
Ég hélt að þessi færsla væri um köngulóa- og geitingadráp. Það er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar einhver skrifar drepa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2008 kl. 17:43
Alltaf leiðinlegt þegar maður þarf að fara í aðgerð en það er oftast betra en að gera ekki neitt.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 9.8.2008 kl. 19:02
Sigga mín: Haltu honum bara, ég held hann sé alveg þess virði
Jenný mín: Líka sýklana
Skattborgari: Jú stundum neyðist maður, en allt er gott sem endar vel
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 19:40
Blessuð Ninna ég fann þig ekki á Dallas í dag en það kom ekki að sök því það var óvenju rúmt um mann miðað við í fyrra
Dísa (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:06
Dísa mín: Ég fann þig ekki heldur, við verðum að reyna aftur... kannski á Akureyri ?
Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 22:05
Ég lenti í því um daginn að setja óvart eyrnardropa í augun,ekki beint þægilegt.Fjárans túpurnar voru svo sláandi líkar í útliti.
Númi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:23
Birna Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 00:42
Æts, Númi greyið..... ég heppin að eiga enga eyrnadropa
Jónína Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.