... um eitthvað sem mér finnst óþarfi, datt fleira í hug í þeim dúr núna í morgunsárið. Endalaust svona "smápikk" í samskiptum fólks, finnst mér til dæmis vera alger óþarfi og það er það ! Í besta falli alger óþarfi, í versta falli skemmandi og særandi fyrir þann sem verður fyrir því. Sá/sú sem stundar "pikkið" gerir sér sjálfsagt ekkert endilega grein fyrir því og oft hef ég heyrt setninguna: "Maður segir nú bara svona..." Afsakaðu en, nei það gerir maður nú bara ekki ! Ég held að þetta megi kallast andlegteineltisofbeldi... svakalega fínt orð er það ekki ? Það er nefnilega þannig að töluð orð verða ekkert aftur tekin og það er svo óhemju auðvelt að hugsa áður en maður talar... Mér finnst þetta vera skelfilegur leiðinda ósiður og ekki sæmandi nokkuð eðlilegu fullorðnu fólki ! Punktur og bastaAð öðru, ég fann ekki túbuna með augnkremdropunum mínum í morgun... fór að leita og fann hana auðvitað á síðasta staðnum sem ég leitaði á.... Eeeee nema hvað ? Liggur í hlutarins eðli að ég held ekki áfram að leita eftir að ég er búin að finna það sem var tínt og þar af leiðandi hlýtur hluturinn alltaf að vera á síðasta staðnum sem ég leita á.... ég og minn ofurheili....
Og þar með líkur röflinu héðan í morgunsárið.... eigið góðan dag og njótið sólargeislanna, þeim fer óðum fækkandi
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Jónína! Ertu búin að athuga hvort að þetta leiðindakrem er til í fljótandi formi.
Já það er til fjöldinn allur af fólki, sem að elskar að gera særandi athugasemdir, það er eitthvað sadista eðli í sumum, oft gleymir þetta fólk að líta í eigin barm, aðgát skal höfð í nærveru sálar, og er rétt að hafa það í huga, í samvistum við annað fólk. Óska þér góðs og gleðilegs sunnudags


Heiður Helgadóttir, 10.8.2008 kl. 08:49
Það er alveg merkilegt að maður nái því aldrei að byrja að leita á síðasta staðnum, ég er alltaf að lenda í þessu,

-Sumt fólk á bara ekkert líf og kann ekkert að vera í samskiptum við annað fólk. Að "pikka" og "bögga" og endalausar útásetningar er þeirra samskiptaform. Þetta er óþroskað, óhamingjusamt fólk sem er bara vorkunn en því miður nær það að eitra útfrá sér og særandi athugasemdir ná að verka.
-Það er þetta með flísina í auga náungans en svo helv. skógurinn í manns eigin.....
Eigðu góðan dag kæra vinkona og gangi þér vel með augnkremdropana
Hóffa (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 09:20
Hmm ég var svo heppin!!að kynnast manni sem var og er sjálfsagt enn,margfaldur Íslandsmeistari(flott skal það vera)í svona framkomu
Hann kom,sá og tapaði
Ég hafði til allrar lukku vit á að losa mig við ruslið,,,manninn.Það var reyndar auðveldara í að komast,en úr að fara.En,ég var svo heppin

Birna Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 09:51
Já sumir eru bara illa uppaldir? og koma frá slæmu heimili
Erna Evudóttir, 10.8.2008 kl. 11:27
...já og sumir eru bara illa innrættir
! Allt til í þessum leiðindum, en eins og Birna segir „Hann kom, sá og tapaði“. Það er nefnilega málið að einelti kemur á stundum og að lokum verst niður á þeim sem það ástundar.
Hafðu það gott í dag mín kæra!
Sigríður Jóhannsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:31
Heidi mín: Ég ætla að athuga það á morgun, mér gengur ekkert vel með þessa fj... túbu, en sem betur fer er hún að verða búin
Takk ljúfan mín, ég átti góðan dag og vona að þú hafir átt einn líka
Hóffa mín: Vel orðað hjá þér, eins og við var að búast frá þér
Sjáumst fljótlega aftur
Birna mín: ... og vit til að greina þar á milli.... Gott þú hafðir það
Svona menn eiga að tapa
Erna mín: Dettur það stundum í hug líka... heimskt, illa upp alið og frá vondu heimili
Sigga mín: Já sem betur fer bítur sök oft sekan... sem er gott
Ég vona þú hafir líka haft það gott í dag og ennþá betur á morgun
Jónína Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 23:09
Ok, ég nennti ekki að "pikk"a þetta all svo ég bara copy/pastaði þessu á þig og hér með hefur þú verið PIKKUÐ í hakk...
Annars er ég sammála þér - like always!
Mínar sólarstundir eru að fara að fjölga sér - er hugsanlega á leiðinni á Spánarstrendur í vikunni - og kem ekki til baka fyrr en um jólin... *ulla* ...
Luv ya sweety pie ...
Tiger, 10.8.2008 kl. 23:37
Hvar væru þeir góðu án þeirra vondu? Og svo smá pikk, afsakið!
Himmalingur, 11.8.2008 kl. 00:18
Er það ekki bara fínt þegar veturinn kemur aftur mikill snjór og gaman að moka bílinn uppúr sköflum. Smá djók.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.8.2008 kl. 00:22
Högni minn: Iss ég þoli alveg þetta "pikk"
Ég öfunda þig ekkert þó þú farir til Spánar...
Hefurðu ekki tölvuna með annars ?
Fer sjálf eftir jólin, vil ekki missa af íslenska jólaundirbúningnum
Hilmar minn: Rétt hjá þér og pikk sjálfur
Skattborgari dear: Oj nei, það er ekkert fínt við það....
Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.