Held það sé komið haust... 3 stiga hiti úti þegar ég fór á fætur og fólkið sem labbar hérna upp og niður götuna er með vettlinga...
Ég hef alltaf elskað haustið og mundi elska það jafnvel enn meira ef það kæmi ekki vetur á eftir því, hlýt að hafa fæðst í vitlausu landi...
Ég er haldin valkvíða... ég get ekki ákveðið hvernig gardínur ég á að setja fyrir eldhúsgluggana... Verð að fara að skella einhverju fyrir þá, þó ekki sé nema vegna gömlu konunnar í næsta húsi, svefnherbergisglugginn hennar er beint á móti stærri eldhúsglugganum og eins og ég þekki gamlar konur, þá vill hún fara að sjá þó ekki væri nema einhverjar druslur, hangandi fyrir glugganum...
Ég var líka að hafa áhyggjur af því að ég skyldi vera með áhyggjur af því, að það gæti kannski vantað tvo kubba í púslið mitt...
Vá, slík og þvílík áhyggjuefni gætu nú bara sligað fólk.... ha ?
Mér fannst vanta stóra mynd á vegginn fyrir ofan rúmið okkar svo ég fór auðvitað í Húsasmiðjuna... mér hefði að vísu ekki dottið sú verslun í hug nema vegna þess að besta vinkona mín sem er líka minn viskubrunnur, sagði mér að þar fengjust einhverjar stórar myndir
Sú sem ég keypti er svo stór og litrík að það verður sjálfsagt ekki svefnfriður
Nú hætti ég þessu bulli og fer á stigvélina mína.... ég hef greinilega allt of lítið að gera, enda heima í veikindafríi og finnst ég ekkert vera veik... en ég verð samt að hreyfa mig eitthvað en má ekki vera úti í vindi, ekki í kulda, ekki í hita, ekki í sól... sem sagt má þá bara ekkert vera úti
Eigið góðan og vonandi áhyggjulausan dag og njótið þess að vera úti









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173167
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn heillin. Mér datt svona í hug hvort að þú hefðir ekki getað málað sjálf einhverja þrumugóða mynd. Og ef að þú vilt ekki vera með eldhúsgardínur, þá skiptir litlu máli hvað kellunni í næsta húsi finnst. Enda mikið léttara fyrir hana að fylgjast með ykkur án gardína. Ég bara seigi svona

Heiður Helgadóttir, 12.8.2008 kl. 07:46
Heidi mín: Góðan dag handa þér líka mín kæra
Ég get alveg málað mynd, hef aðeins verið að sullast við það, veit samt ekki hversu góð hún yrði
Sú gamla vill kannski fá að fylgjast með... var ekki búin að hugsa út í það
Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 08:00
Góðan daginn Ninna mín! En hvað er þetta með kerlur og gardínur?
Hafðu það gott í dag! Áfram Ísland!

Sigríður Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 08:02
Sigga mín: Eldhúsgardínur skipta máli... þær eru það fyrsta sem ég sé þegar ég kem fram á morgnana og þær verða að hæfa... æi get ekki bullað meira um þær
Hafðu það líka gott elskuleg
Áfram Ísland ? Ok
Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 08:06
Ef það myndi vanta i púslið hjá mér,þá færi ég einfaldlega á hælið
Var ég nokkuð að týna þessu fyrir þér

Birna Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 08:06
Ég las þetta vitlaust fyrst.... las þetta sem svo að það væri *þinn* svefnherbergisgluggi sem snéri að eldhúsglugganum *hennar*. Ef svo hefði verið, þá hefði ég nú bara stungið upp á því að búa til sýningu fyrir hana... þið fáið ykkur myndvarpa, og spólur.... og svona....
En, svo las ég þetta aftur, til að vera viss um að hafa kommentið mitt rétt, og þá kom þetta í ljós.
Svo... ég þarf þá bara að kommenta um púslið í staðinn. Stórt púsl, kallað WASGIJ, mæli með því. Mér er tjáð að það veiti endalausa gleði að púsla það. (Þar sem myndin framan á kassanum er ekki sú mynd sem endar á púslinu....)
Einar Indriðason, 12.8.2008 kl. 08:33
Blessuð gakktu ekki fram af þér á stigvélinni hafðu það annars gott
Dísa (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 08:49
Birna mín: Auðvitað týndir þú ekki neinu
Keypti mér tvö ný púsl að sjálfsögðu
Einar minn: Þú átt alltaf svo mikið af flottum hugmyndum
Búin að heyra um WASGIJ, en ekki búin að láta mér detta þetta í hug með myndvarpann
Dísa mín: Takk mín kæra, það er engin hætta á að ég gangi fram af mér við neitt... nema kannski leti og ómennsku
Hafðu það gott líka
Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 09:30
Gerðu nú það fyrir gömlu konuna að setja upp gardínur
Erna Evudóttir, 12.8.2008 kl. 09:40
Erna mín: Ég er alvarlega að hugsa um það
Er meira að segja held ég búin að finna efni... sem ég vona auðvitað að henni líki.
Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 11:17
Já þegar ég hugsa um það.Það er nú ekki hægt að hafa gömlu konuna gardínulausa

Birna Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 12:25
Birna mín: Um hvaða gömlu konu ertu þá að tala ?
Ég hef það sko eftir einum af mínum bestu vinum, honum þarna Sigurmundi hjóreiðakappa, að ég er miklu yngri en þið.... bara aðeins að minna þig á það ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 13:28
Takk fyrir komuna í morgun heillin mín
Það er kominn nýr naggrís á heimilið og núna slást þær út og suður
en dóttirin er glöð, það er það sem máli skiptir tíhí..
Jokka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:48
Jokka mín: Takk fyrir mig
Gott að hún er búin að taka gleði sína á ný blessunin litla
Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 19:36
Láttu þér nú batna sem fyrst Jónína.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.8.2008 kl. 19:55
Þakka þér fyrir Skattborgari
Jónína Dúadóttir, 12.8.2008 kl. 22:21
Ég hefði nú haldið að svona Pokakerlingar ættu nú nóg af lörfum til að negla fyrir gluggana sína - nú eða einhverjar vinkonur sem eru svoddan druslur að hægt sé að berja þær fastar fyrir gluggan líka... en kannski er ég ekki alveg með hlutina á hreinu og tæru sko - gruna ég allavega...
Þá gæti sú gamla á móti glott þegar hún lítur úr bólinu yfir til þín - og hugsað með sér "Nú, Jónína hefur hengt Gullu vinkonu sína fyrir gluggann - drusluna að tarna" ... gott að einhver drusla sé fyrir glugganum - en kannski eru líka einhverjar karldruslur í kringum þig líka sem má negla fyrir gluggann (svona til að róa Jenný niður, ef hún skildi detta hingað inn) ...
Annars ég er líka hrifinn af haustinu - fíla líka veturinn mun betur en bjartar sumarnætur. Fíla skammdegið nefnilega ótrúlega vel og er hvað glaðastur þegar myrkur er úti. En, fjandinn hafið það að ég myndi frekar frjósa í hel en setja upp vettlinga eða húfu ... *birrr*.
Nú, þar sem þú þarft að eyða lunga innivið - er eins gott að hafa það glaðlegt og litaglatt sem þú hengir á veggi. Betra að vera með eitthvað bjart og líflegt fyrir augunum en auða veggi eða something boring.
Allavega - í tilefni síðasta laugardags - sendi ég þér fulltaf regnbogalituðum knúsum sem mér þykir hin fallegustu og yndislegustu ever. Regnbogalitað knús er raunverulegt og svo heilbrigt og fallegt - dýrmætt og óendanlega ómetanlegt. En fyrst það ert þú - sendi ég sem sagt helling af þeim over the heiðar and into your druslulausa eldhúsglugga ... KNÚS!
Tiger, 13.8.2008 kl. 04:01
Högni minn: Innilega sammála með regnbogalituðu knúsin, þau eru æðislegust
Sendi þér nokkur svoleiðis til baka, þú alveg hreint ágæta karldrusla
Jónína Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.