Það eru nú ekki alltaf vegirnir...

Það er alltaf í umræðunni af og til, að Reykjanesbrautin eða hlutar af henni séu ekki nógu góðir. Það efast ég ekkert um og alltaf má gera betur. Ég keyri þennan veg að meðaltali þrisvar á ári og þykist góð að þurfa ekki að gera það oftar. Góður vegur, slæmur vegur, mjór vegur, breiður vegur, malbik eða möl, keyrum eftir aðstæðum hverju sinni og þá komumst við mjög trúlega örugg á leiðarendaWink Sumir eru svo veruleikafirrtir að þeir halda að þeir séu mikilvægustu manneskjur í öllum heiminum og allt lífið standi og falli með því að þeir komist 3 mínútum fyrr á leiðarenda...GetLost Eða er það ekki annars þess vegna sem fólk keyrir langt yfir hámarkshraða ? Ef ekki það, hvað þá ?Lífið getur jú oltið á því, oft annarra líf og heilsa, vegna þess að fíflið keyrir of hratt og þá alls ekki eftir aðstæðumAngry Svo eru þeir sem keyra allt of hægt, en það er efni í aðra færslu... Er eitthvað flókið við skiltin sem sýna leyfilegan hámarkshraða á vegum ? Við þurfum að vera læs til að geta tekið bílpróf og mega keyra bíl og þá á nú flestum ekki að verða skotaskuld úr því, að lesa max tvo tölustafi og skilja þá ! Ef það þarf eitthvað að útskýra þessi skilti þá skal ég alveg taka það að mér.... Þegar tölustafirnir 9 og 0 eru saman á skilti þá þýðir það níutíu.. 90 og það er ekki verið að meina að þeir sem eru undir eða yfir 90 kíló, megi eða megi ekki keyra þarna. Það er ekki verið að meina hámarks þyngd og það er ekki heldur bara verið að skreyta útsýnið með þessum skiltumPinch Meiningin með þessum tölustöfum á þessum skiltum er að sýna okkur hraðann sem við eigum að halda okkur á til þess að umferðin gangi sem öruggust fyrir sig ! Það er sem sé ekki flókin áletrun á þessum skiltum, en virðist samt vera verulega flókið fyrir sumt fólk að skilja hana og fara eftir henni... Og það kostar mannslíf hvað eftir annað, sem er hryllilegt....Crying Akið glöð inn í góðan dag og akið varlegaSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm skil ekki fólk sem verður að umferðar-hænsnum um leið og það sest undir stýri

Birna Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 08:45

2 identicon

Ég er svo sammála þér með að aka eftir aðstæðum og að við megum aldrei gleyma því að við erum ekki ein í umferðinni. Sumt fólk á bara að halda sig á bílabrautum með matsboxbílana sína.
Ég mun aka varlega í dag og verð svo glöð í allan dag.
Þú líka mín kæra

Hóffa (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Mikið rétt, umferðarhænsni

Hóffa mín: Góð hugmynd með matsboxbílanaJá vina mín, gerum það og verðum það

Jónína Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 09:14

4 identicon

Man eftir teiknimynd fyrir mörgum árum þar sem Guffi umbreyttist um leið og hann settist undir stýri, varð svona Dr Jekyll Mr Hide..held að asskolli margir umbreytist svona, hef séð góða vinkonu mína sem er hvers manns hugljúfi umbreytast í argandi skrímsli um leið og hún sest undir stýri, orðbragðið slíkt að versti togarasjómaður myndi eldroðna ef hann yrði vitni af þessum munnsöfnuði tíhí...

Eigðu góðan dag sömuleiðis

Jokka (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Já og hún er ekkert ein um þessi hamskipti, þekki nokkra   Sjáumst

Ragna mín: Segi það með þérKnús í Eyjar

Jónína Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég á það til að breytast í umferðarhænsni, reyndar sjaldnar og sjaldnar eftir því sem árin líða. Reyndar hef ég aldrei verið mikið fyrir hraðann í strjálbýli, en á til að keyra aðeins yfir því sem stendur á skiltunum í þéttbýli. Kann alveg gríðarlega vel við mig í æsibíómyndinni í Reykjavík, það er að segja á götunum þar, ekki að öðru leyti. En ég er samt alveg sammála þér, auðvitað eigum við alltaf að keyra eftir aðstæðum og aldrei yfir því sem stendur á skiltunum.

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.8.2008 kl. 17:57

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk mitt kæra umferðarhænsni, fyrir innleggið

Jónína Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.8.2008 kl. 19:22

9 Smámynd: Skattborgari

Umferðin í Reykjavík er alveg yndilseg sérstaklega þegar maður mættir ökumönnum í kappakstri um helgarnætur á vel yfir 100km er svo öruggt og litlar líkur á slysi.

Helsta vandamálið er tilitsleysi og frekja í umerðinni.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 13.8.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband