Ég er að farast úr leiðindum og veit ekkert hvað ég á að gera í því... Það kemur alls enginn til að skemmta mér og það gerist aldrei neitt af sjálfu sér.... Og ég skil það bara alls ekki, ég sem sit alltaf á sama stað, hreyfi mig ekki neitt til öryggis, svo skemmtilegheitin finni mig nú... Smá öfugmæli eiginlega
Mér leiðist aldrei, ég er helst með 3 - 4 verkefni í höndunum í einu, sauma, slappa af, prjóna, taka því rólega, púsla, leggja mig og svona má lengi telja
Smá galli á minni annars fullkomnu persónu og svo er alltaf einhver að detta inn úr dyrunum á hverjum degi. Og ef mér finnst það ekki nóg þá á ég góðan bíl sem nýtist vel í að fara eitthvað í heimsókn eða versla kannski aðeins...
Engan óþarfa samt, þó það sé nú samt alveg undantekning að ég sjáist fara inn í matvöruverslun.... keypti efni í eldhúsgardínur og stengur líka og púsl handa mér og dúkkuföt handa Lindu og myndir á veggina í svefnherberginu... eins og sést þá er ekkert verið að versla neinn óþarfa á þessu heimili
Og svo mér til ómældrar ánægju er ég nú loksins búin að komast að því hvað rúmið heitir sem við fengum okkur um daginn. Ég vissi aldrei hvað ég átti að segja þegar ég var spurð hvernig rúm við hefðum fengið okkur, en nú veit ég það ! Ég var alltaf með einhverjar svona vandræðalegar langlokur um sko... svona dýna sem Nasa hannaði, svampur sem leggst að líkamanum... bla bla...Nú er þetta komið á hreint og þessi ákveðna tegund af rúmi, heitir því stutta og snaggaralega þjála nafni: Þrýstingsjöfnunarsvampdýnurúm ! Óþarfi að vera að velta því meira fyrir sér
Eigið yndislegan dag elskurnar mínar allar, mér sýnist ætla að verða dásamlegt veður handa ykkur






Flokkur: Bloggar | 14.8.2008 | 07:33 (breytt kl. 13:54) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Auðvitað verður dagurinn góður þrátt fyrir þetta tap, næst er að hlakka til leiksins við við dönsku óróana
Sendi þér eitt stórt róandi knús út í Eyjarnar mín kæra

Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 07:56
Gott að vita hvað rúmið heitir Ninna mín, er samt ekki bara betra að kalla það bara NASA? Hitt er svo mikil langloka
. Verðum bara glöð og kát þrátt fyrir tap, þurfum líka að taka því. Danskir óróar? Ekkert mál
!
Hafðu það gott ljúfan!
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.8.2008 kl. 08:04
Sigga mín: Mér finnst NASA fínt orð yfir rúmið
Heyrði þessa langloku í auglýsingu í útvarpinu
Hafðu það líka gott mín kæra og kannski ég ætti líka að senda þér róandi knús

Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 08:07
Sko, ef þér leiðist... þá er tilvalið að flakka á milli búða, hvort sem þú keyrir, eða þrammar, eða hjólar, eða... hjólaskautar, eða...
Alla veganna. Þegar þú ert komin í búðina, þá er alveg tilvalið að spyrja grey afgreiðslustúlkuna:
"Áttu höfuðhvíluutamumsetjanlegahlíf og fiðurfylltahitahaldandiábreiðuappartasutanumhlíf fyrir þrýstingsjöfnunarsvampdýnurúmið mitt?"
(Koddaver) (Sængurver) (rúm)
Ef þér leiðist enn, taktu þá myndavélar með þér, og taktu viðbrögðin upp. Sendu okkur svo myndirnar.
Einar Indriðason, 14.8.2008 kl. 09:52
Einar minn: Ég er að reyna að segja þetta upphátt en ég get það ekki fyrir hlátri


Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 10:01
Ertu búin að ná þessu núna?
Einar Indriðason, 14.8.2008 kl. 10:28
Ekki alveg, ég fer alltaf að hlægja þegar ég er svona um það bil hálfnuð
Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 10:32
Hvernig getur þér leiðst þegar þú hefur mig bloggandi eins og brjálæðing elskan?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 11:09
Það er bannað að láta sér leiðast
Púslaðu Lestu Fáðu þér góða mynd Farðu í bíltúr Skoðaðu í búðir Komdu í heimsókn
Dísa (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:33
Eða liggðu bara í Nasa í allan dag og hugsaðu um hvað þú gætir verið að gera
Ég verð stundum alveg uppgefin á að hugsa það bara

Birna Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 11:58
Asskoti held ég sé gott að liggja bara í Nasa allan daginn
! Mér veitti ekki af róandi knúsi um hádegi á laugardag
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.8.2008 kl. 12:04
Jenný mín: Mér leiðist einmitt ekki !!! Lesa aftur
Og næsta færsla mín, átti auðvitað að vera um það ef þú værir ekki að blogga þá væri líf mitt ferlega fátæklegt

Dísa mín: Mér leiðist einmitt ekki !!! Þetta var svona öfugmælaörsaga
Ertu annars heima á daginn ?
Birna mín: Mér leiðist einmitt ekki... ég má gera bara það sem mér finnst gaman og nýt þess
En mér mundi örugglega leiðast að liggja í NASA allan daginn, þó það se besta rúm sem ég hef legið í
Sigga mín: Ég á fullt af róandi knúsum og skal senda þér þau í búnkum um hádegi á laugardag

Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 12:18
Öss þér getur ekki leiðst ein með sjálfri þér eins skemmtileg og þú ert
annars er ég yfirleitt heima, á ætíð til kaffisopa og gæti jafnvel verið skemmtileg...ef þú ert heppin
Komdu sem oftast
Jokka (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:17
Jokka mín: Mér leiðist nefnilega aldrei með sjálfri mér af því að mér finnst ég vera skemmtileg
Og ég hef þá sem sagt alltaf verið heppin þegar ég kem í heimsókn til þín
Takk elskið mitt, geri það
Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 13:42
Ninna mín ég er oft heima eftir hádegi það þarf víst að skafa skítinn undan minkunum og ég geri það fyrir hádegi
Dísa (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:42
Dísa mín: Það er flott, ég renni eftir hádegi einhvern daginn í næstu viku
Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 15:45
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.8.2008 kl. 21:15
Jóhanna mín: Þakka þér fyrir, það er aldrei of mikið af þeim
Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.