Ef ég hef ekki sagt það áður...

... þá ætla ég að segja það núna: Það er bannað að berja börn ! Ofbeldi er aldrei lausn á neinu, bætir aldrei neitt og gerir engan góðan, þvert á móti ! Það eru til miklu meira en milljón aðferðir til þess að tjónka við börn, en ofbeldi er ekki ein þeirra leiða og á ekki að líðast... aldrei... hvergi... Faðir barnanna minna ætlaði einu sinni að flengja eldri son okkar sem þá var 4 ára, fyrir það að koma ekki á réttum tíma inn í kvöldmat... Hann var fjögurra ára, hafði álpast upp á tún með hinum krökkunum og kunni ekki á klukku ! Getiði bara hvort hann komst upp með að berja barnið ! Ekki séns í helvítiDevil Og hann ætlaði bara að skella einu sinni í rassinn á drengnum, en nei takk, aldrei með mínu samþykki. Við ræddum þetta... eða ég öllu heldur hélt heljarinnar ræðu... og vildi til dæmis fá að vita hvaða gagn hann héldi að það gerði, hvort drengurinn yrði þá allt í einu fullnuma á klukku ef hann yrði barinnGetLost Hann hélt það nú ekki, en þetta var bara alltaf notað á hann og systkini hans í gamla daga ef þau gerðu ekki það sem ætlast var til af þeim... Hann fékk svo sannarlega að vita að það væri búið að innleiða nýjar uppeldisaðferðir og ef hann ætlaði að fara að berja barnið, þá væri ég farin og barnið að sjálfsögðu líkaAngry Ég held hann hafi aldrei svo mikið sem hugsað það aftur að nota þetta úrræðiWhistling Börnin okkar eiga að hafa skjól hjá okkur foreldrunum, ef þau hafa það ekki hjá okkur, hvar eiga þau þá að finna það ? Þau eiga auðvitað alls ekki að komast upp með allan fjandann sem þeim dettur í hug, en það er löngu búið að finna upp talmálið til dæmis og langflest börn sem betur fer, skilja mælt mál og þá notar maður það óspartWhistling Það verður enginn að betri manneskju við að vera barinn... Eigið góðan dag öll sem eitt og munið, að aðgát skal höfð í nærveru sálarSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Gæti ekki verið meira sammála!

Erna Evudóttir, 17.8.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Grunaði það nú

Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 08:46

3 identicon

Flengingar og líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum er uppgjöf hins fullorðna gagnvart barninu eða leti.  Að nenna ekki að ala barnið sitt upp eða beita viturlegri aðferðum sem kannski taka lengri tíma eins og að tala við barnið.  Og standa svo við uppeldisaðferðir sínar.

Í sumum tilfellum því miður hefur sá fullorðni ekki stjórn á skapi sínu. 

Bryndís (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 08:59

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bryndís: Innilega sammála þér þarna.

Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 09:01

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Algerlega sammála þér.Verð þó að viðurkenna að ég hef löðrungað syni mína.Þeir voru 17 og 19 ára.Báðir orðnir stærri en égÞeir slógust,ekki í góðu og ég var bara ekki með vatn í fötuþeir urðu svo hissa á mömmunni að þeir gerðu það ekki aftur

Birna Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 09:58

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ég held að þessir löðrungar teljist ekki með í umræðu um ofbeldi gagnvart "litlum" börnumVatnsskortur getur sko greinilega komið sér verulega illa stundum

Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 10:42

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sammála þér Ninna mín, ofbeldi er ekki rétta uppeldisleiðin, hvorki líkamlegt né andlegt.

Sigríður Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 11:13

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Akkúrat nákvæmlega !

Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 13:03

10 Smámynd: Skattborgari

Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt nema í sjálfsvörn eða þegar ekkert annað virkar þá sem allra síðasta úræði.

Það er fullt af vanhæfum foreldrum sem eru með börn í dag.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 17.8.2008 kl. 13:44

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari góður: Sjálfsvörn er stundum bráðnauðsynleg, ég hef þurft að nota hana sjálf... sem síðasta úrræði... En aldrei gagnvart börnum, aldrei að níðast á minni máttar.

Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 14:32

12 identicon

Heyr heyr! Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi, það sem barnið lærir það notar það, en því miður er allt of mikið um vanhæfa foreldra  fólk þarf að fara í skóla til að læra á bíl, vera leikskólakennari, þarf á ná vissum aldri til að kjósa og fara á böll, en má drita niður börnum hægri vinstri án þess að nokkur segi við því...fnussss...

En takk fyrir góðan pistil

Jokka (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 18:08

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Tek undir "fnussss"ið þitt !

Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband