Á ég að trúa þessu....

Mér finnst rökrétt að álykta að allir trúi á eitthvað, hvað sem það svo er... einhvern guð/guði eða á náttúruna, kannski mátt sinn og megin eða bara trúa ekki að það sé til guð/guðir... það er náttulega líka trúWink Ég trúi líka einhverju, en ætla ekkert að útlista það hér og dytti aldrei í hug að reyna að fá aðra til að trúa því sama og ég. Að vísu er mín trú líklega í friðvænlegri kantinum, þannig að ég mundi gjarnan vilja að allir hefðu þá sömu trú, en ég læt sko ekki ná mér dauðri við neinskonar trúboðCool Mér finnst ferlega sorglegt þegar fólk er að gera allrahandanna vitleysur og fremja jafnvel glæpi og fela sig á bak við það að einhver guð/guðir hverju nafni sem það nú nefnist, vilji hafa það svoleiðis. Það sýnist mér vera raunveruleikaflótti á hæsta stigi og raunveruleikaflótti leiðir held ég aldrei til neins góðs. Eftir því sem ég best veit, þá lifi ég bara einu sinni og finnst bara verulega sniðugt að reyna að vanda mig þá aðeins, af því að fyrir mér er þetta ekki æfing, þetta er frumsýningin og um leið eina sýningin...Joyful Endurtek, legg áheyrslu á og undistrika að þetta er eftir því sem ég best veit, kemur svo líklega síðar í ljós, hvort ég hef rétt fyrir mér í því eða ekkiGrin Það er kominn mánudagur og ný vinnuvika hjá þeim, sem nenna að vinna það er að segja og það er ekki hægt að telja mig með í þeim hópi... að vísu er ég í veikindafríi og má ekki vinna en það er önnur saga...Tounge Ég ætla samt að tæpa á tvennu sem ég trúi og læt mér í léttu rúmi liggja hvort einhverjir fleiri trúi því, en ég trúi því að dagurinn í dag verði góður og ég trúi því líka að ég klári að sauma eldhúsgluggatjöldin mín í dagLoL Brosum og verum góð hvort við annað og trúið mér þegar ég segi, að ég óska öllum alls góðs inn í daginnSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Takk fyrir

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég trúi líka á þetta með eldhúsgluggatjöldin þín og minn æðri mátt

Erna Evudóttir, 18.8.2008 kl. 10:31

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Já er það ekki bara ?

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Í stuði með Guði og tvisti með Kristi,það er málið

Birna Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 12:17

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Og það er bara hið besta mál

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég trúi helst á þetta með eldhúsgluggatjöldin þín ljúfan mín...reyndar var dagurinn líka góður! Eru gluggatjöldin til? Bara tékka hvort svona hjátrú sé kannske eitthvað til að treysta á

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þessi hjátrú er gulls ígildi ! Tjöldin eru til og komin fyrir gluggana

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 17:10

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Tíhí, ég er orðin hjátrúarfull!. Til hamingju með tjöldin!

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.8.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband