Á ég að hringja... eða ekki ?

Ef ég verð vör við að einhver er að aka undir áhrifum áfengis... á alþýðumáli keyra full/ur... er þá eitthvert vafamál hvort ég á að hringja í lögregluna og kæra ? Ég held ekki að ég þekki neinn sem notar einhver önnur eiturlyf, vinahópur minn er frekar þröngur þannig séð, svo ég læt keyra full/ur dugaWink Það ætti ekkert að þurfa að veltast neitt fyrir mér, en hefur samt gert það og ég er því miður ekkert ein um það. Ég hef sleppt því að kæra ölvunarakstur á árum áður, í alvöru og það af ómerkilegum ástæðum búnum til af mér...Blush Ástæðum sem eru svo miklu ómerkilegri en aðstæðurnar sem gætu skapast vegna þess að einhver er að keyra full/ur. Æi... hann/hún er nú vinur minn, ættingi, faðir barnanna minna, maki, fyrrverandi skal tekið fram og eitthvað svona kjaftæði... Gæti kostað vináttumissi, reiði allra hinna ættingjanna, börnin mundu frétta það, hann gæti skilið við mig... bla bla kjaftæði... Á hinum endanum á ölvunarakstrinum eru nefnilega vinir, ættingjar, barnsfeður og makar einhverra annarra, sem gætu svo orðið fyrir bíl þess sem keyrir full/ur og það með miklu skelfilegri afleiðingum...Crying Ég skammast mín svakalega fyrir þetta, en hef verið svo heppin hingað til að ekkert hefur komið fyrir í þessum tilvikum. Mér hefði fundist það vera mér að kenna og það hefði líka verið það, af því að ég gerði ekki akkúrat það sem ég átti að gera, hringdi ekki í lögregluna og kærði viðkomandi ekkifyrir ölvunarakstur, til þess að reyna þó eitthvað til að afstýra mögulegum hörmungum... En ég get sagt ykkur elskurnar mínar, að það var þá en þetta er núna.... ég tek umsvifalaust upp símann, ef það er það eina sem ég get gert til að koma í veg fyrir að einhver aki undir áhrifum áfengis, s.s. keyri full/ur ! Njótið dagsins í dag, hann kemur ekkert afturSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég myndi hiklaust láta vita af ölvunarakstri í dag,gerði það því miður ekki hérna í den.Þetta er lífshættulegt athæfi

Birna Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 07:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Dittó !

Jónína Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 08:14

3 Smámynd: Skattborgari

Ég hringdi í lögguna fyrir um mánuði síðan útaf ölvunarakstri. Ökumaðurinn gat varla set bílinn í gír og var nærri búinn að keyra útaf 3 áður én ég missti af honum ég hringdi í lögguna aftur til að láta vita hvert hann var kominn þegar ég var að missa af honum.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 19.8.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já og allt of oft hefði kannski mátt koma í veg fyrir slys....

Skattborgari: Þú gerðir alveg nákvæmlega það sem á að gera !

Jónína Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 09:32

5 identicon

Mér er með öllu óskiljanlegt þetta athæfi hjá fólki að setjast ölvað undir stýri  enda myndi ég ekki hika við að taka lyklana af sollis fólki, hringja á lögreglu, kippa kveikjunni úr sambandi..eitthvað bara til að stöðva fólk..

Góður pistill heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þakka þér fyrir heillin mín Og ég mundi heldur ekki hika við að ráðskast með drukkna manneskju ef ég væri á svæðinu, en að öðrum kosti ekki hika við að hringja

Jónína Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 10:12

7 Smámynd: Einar Indriðason

Ekki hika við að hringja á lögguna, og það jafnvel þó þetta sé einhver mjög náinn þér.  Skiptir ekki máli.

Viðkomandi gæti sloppið í 99 skipti af 100.  En það skiptir bara *engu* máli, þegar 100asta skiptið kemur, viðkomandi keyrir niður ljósastaur eða í veg fyrir annan bíl eða eitthvað álíka, og veldur mannskæðu slysi!  Hefði þá ekki verið betra, svona eftir á að hyggja, að stöðva viðkomandi áður en hann lagði af stað í sína (og annarra) hinstu för?

Einar Indriðason, 19.8.2008 kl. 14:23

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Akkúrat, nákvæmlega rétt hjá þér

Jónína Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 14:26

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það er sjálfsagt að hringja í lögguna, áður en að þetta fulla fólk skaðar eða drepur aðra, og jafnvel sig sjálf.

Brennivín, eiturlyf og akstur á ekki saman. Hef aldrei getað skilið fólk sem að sest undir stýri undir áhrifum

Heiður Helgadóttir, 19.8.2008 kl. 16:44

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hringja, ekki spurning, gætir haft mannslíf á samviskunni ef þú gerðir það ekki

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.8.2008 kl. 07:51

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Skil það ekki heldur

Sigga mín: Mikið rétt

Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband