... eins og mennirnir eru margir... og sem betur ferÉg á auðvelt með að umgangast fólk, allskonar fólk bæði í vinnunni minni, þar sem er sannarlega fjölbreytt flóra og svo bara líka í einkalífinu. Auðvelt þarf samt ekkert alltaf að vera gaman, ég er ekkert að segja það en fjölbreytnin er skemmtileg. Ég man ekki eftir því að ég hafi nokkurtímann kynnst manneskju sem ég þoli alls ekki... að vísu er ég nú snillingur í að gleyma viljandi öllu því sem er leiðinlegt og eða vont... nenni ekki að dragnast með það með mér í gegnum lífið
En ein kona sem ég þekki smávegis og hef unnið með, kemst svona næst því að vera manneskja sem ég þoli ekki. Ég held samt að það hljóti að vera sjálfri mér að kenna, hvernig ég lít hana...
Það gerist til dæmis alltaf eitthvað furðulegt með mig þegar þessi kona opnar munninn og fer að tala... ég tek fyrst andköf og svo fer ég að flissa eins og fífl og fljótlega breytist flissið í hlátur og ég fæ undantekningarlaust sársaukafull olnbogaskot frá sessunautum mínum... það er svolítið sárt að hlusta á hana
En þessi kona er sko enginn grínisti og er aldrei að reyna að segja brandara, aldrei ! Hún var ekki yfirmaður, en hún vildi samt stjórna, hún hafði unnið sömu vinnu í borginni og fannst hún langt yfir okkur sveitavargana hafin og svo kenndi hún okkur að þvo baðker : "Þegar þú þværð baðker Jónína, átt þú að krjúpa ofan í því annars ferð þú svo illa með bakið á þér" ! Þá vildi ég auðvitað fá að vita, hvort þær hefðu haft blautbúninga í vinnunni þarna í stórborginni, en það eina sem ég hafði uppúr því var olnbogaskot
Svo kom að því að henni var ráðlagt að fá sér vinnu þar sem mannleg samskipti eru ekki aðalatriðið... af hverju ætli það hafi verið ?
Þá breyttust starfsmannafundirnir okkar aftur í það svefnlyf, sem þeir höfðu verið fyrir mig og nú fæ ég bara olnbogaskot þegar ég er farin að dotta
Eigið ljúfan og góðan dag
Flokkur: Bloggar | 20.8.2008 | 08:04 (breytt kl. 08:05) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173168
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 08:53
Þú líka
Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 09:02
Þú meinar að þú farir ennþá ekki ofaní baðkör þegar þú ert að þrífa þau?
Ertu ekki slæm í bakinu?
Erna Evudóttir, 20.8.2008 kl. 09:31
Hahahaha þú ert snillingur
Jokka (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:35
Erna mín: Ég er stundum frekar slæm í bakinu sko... var bara ekki búin að átta mig á samhenginu
Jokka mín: Æi... ekki veit ég það nú svo gjörla....
Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 09:54
Þarna sérðu, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt
Erna Evudóttir, 20.8.2008 kl. 10:53
Alltaf er nú gaman að læra eitthvað nýtt, ég hefði nú haldið að það væri óttalegt brölt að fara uppi baðkör til þess að skrúbba þau hrein. Þarna eru ekki allar hænurnar heima.
En svona manneskjur eru allstaðar, mér verður nú hugsað til yfirmannsins míns, sem að vantar margar blaðsíður, og hvernig þeim litla skít tókst að komast í þá stöðu, get ég ekki skilið.
Heiður Helgadóttir, 20.8.2008 kl. 11:16
Erna mín: Besta mál sko
Heidi mín: Jamm eintóm heimska
Veistu, litlir skítar eiga einmitt svo auðvelt með að smokra sér þangað sem þeir vilja fara
Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 11:38
Hva meinaru,skríða ekki allir upp í baðkarið þegar þeir eru að þrífa það
Ég þarf greinilega að hugsa þetta eitthvað nánar
Annars er ég bara með sturtu
Birna Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 13:50
Birna mín: Æts... náði hún þér líka ?
Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 14:03
Annars á maður bara að nota geitungaeitur á svona litla skíta
Birna Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 14:21
Alveg spes ráð fyrir Heidi
Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 17:46
Þú ert yndi Ninna mín, en ekki reyna að kenna þér um þó þú hittir af og til fólk sem þér leiðist
. Æi, hvað það er sætt að sofa á fundum, hefur aðeins einu sinni komið fyrir mig og komst upp um mig af því ég get ekki einu sinni verið hljóðlát þegar ég sef
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:31
Sigga mín: Sem betur fer gerist það ekki oft að ég hitti fólk sem ég get ekki með einhverju móti lint við
Af hverju þarftu endilega að vera hljóðlát ?
Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.