Ein.....

Við hjónaleysin eigum samtals 12 barnabörn og þó spúsi minn hafi komið með megnið af þeim inn í sambúðina s.s. 11/12 hluta þá kalla þau mig langflest ömmu. Meira að segja stúlkur sem komu með mæðrum sínum inn í sambúðir með sonum hans, þær kalla mig líka ömmu og ég er sannarlega amma þeirraHeart Mér finnst það vera upphefð að þeim skuli þykja nógu vænt um mig til að kalla mig ömmu og miklu meiri heiður heldur en að fá öll heimsins heiðursmerki eða eitthvað þessháttar hjóm...GetLost Yngsta barnabarnið er úr minni framleiðslu og ég fékk hana aðeins lánaða í gær, hún er alveg að verða þriggja ára, að flýta sér að verða sextán held ég stundum...Tounge Mamma hennar tengdadóttir mín, er svissnesk og pabbinn sonur minn, þá þar af leiðandi íslenskur og dúllan talar þrjú tungumál... Wink Sko íslenskuna, Svissþýskuna og svo eitthvað sem ég gæti trúað að væri sanskrít eða esperantó eða eitthvað... allavega er það eitthvað tungumál sem ég skil ekki...Grin Hún notar það að vísu minna eftir því sem hún eldist, en það gat oft valdið verulegum erfiðleikum í samskiptum okkar áður fyrr, af því að amman var bara alls ekki nógu fróð um akkúrat þetta tungumálWhistling Mér finnst ungabörn æðisleg og dásamleg og falleg og allt það, en ég hef miklu meira gaman að börnunum þegar þau eru farin að tjá sig með fleiri aðferðum en argi, gráti, öskrum og þessu þarna þriðja tungumálinu...InLove Gangið glöð inn í góðan dag og... já, læt það bara duga núnaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 09:05

3 identicon

Ninna mín mikið ertu R'IK.ég á fimm ömmu börn 4+1þetta er bara dásamlegt

Dísa (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Já, satt segirðu þetta dásamlegt, við erum ríkar, ríkari, ríkastar

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 10:18

5 identicon

Mikið er blessað barnalánið

Jokka (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

það er svo góður ballans hjá mínum 5  barnabörnum.Þau vilja ekkert alltaf vera hjá mér eða tala við mig.Byrja á því svona um sjö ára aldurinn sum.Mér finnst það kúl

Birna Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 12:55

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ó, ég hlakka svo til að verða amma, það er eina ástæðan fyrir því að ég varð mamma. Veistu, sagt er að börn tali hundrað tungumál en að við tökum frá þeim níutíu og níu!

Sigríður Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:35

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Til að fyrirbyggja misskilning þá bólar hvorki á tengdadóttur né barnabarni

Sigríður Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:36

9 Smámynd: Skattborgari

Ég á ekkert barn né barnabarn og verð að segja að ég sé feginn því að það er ekki fyrir alla að vera inann um börn. En sem betur fer hafa margir gaman að börnum.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 21.8.2008 kl. 18:37

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Já þú ert líka milli á barnamælikvarða

Sigga mín: Þú varst sem sagt búin að plana þetta allt svona langt fram í tímann... GÓÐ !Það er æðislegt að vera amma og það kemur að þér mín kæra og þú verður frábær amma 

Skattborgari: Það er engin skylda að eiga börnÞað ætti samt eiginlega að vera skylda að þurfa að hafa ánægju af börnum, til þess að fá að eignast þau

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 19:01

11 Smámynd: Skattborgari

Það er fullt af vanhæfum foreldrum í dag því miður.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 21.8.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband