... en hitt veit ég... að það er kominn föstudagur
Ekki að það skipti svo miklu máli fyrir mig, ég er ekkert að vinna þessar vikurnar. Eina breytingin er sú, að spúsi verður heima næstu tvo daga, ég ætla ekkert að segja að hann verði í fríi, ég er með langan verkefnalista handa honum
Nei nei bara smá kerlingagrobb, láta ykkur halda að ég stjórni sko á mínu heimili
Ég er búin að dunda mér við að sauma gluggatjöld fyrir fjóra eldhúsglugga og tvo svefnherbergisglugga... samt eru bara tveir gluggar á eldhúsinu og einn í svefnherberginu.... Ég sá nefnilega þegar allt var komið upp að ég vildi hafa þau allt öðruvísi, svo ég tók allt heila glataríið niður aftur og endurhannaði og saumaði upp á nýtt.... og þannig fékk ég út þennan fáránlega gluggafjölda...
Ég komst nokkuð harkalega að því um daginn að ég hafði gleymt að gera skattaskýrsluna fyrir mömmu núna í vor... Allt í einu var hún farin að fá rukkanir frá sýslumanni og alls konar hótunarbréf frá skattinum
Hún átti að borga þetta mikið og hitt átti að lækka svona mikið af því að hún eða öllu heldur ég, hafði ekki skilað skattframtali...
Ég fór af stað, vel á seinna hundraðinu, til að reyna nú að bjarga sem mestu úr brennandi rústum fjárhags gömlu konunnar og gekk alveg hrikalega vel
Komst að því að ellilífeyrisþegar eiga rétt á að starfsfólk skattstofunnar geri fyrir þá skýrsluna og það var gert bara 1,2 og 3 á staðnum. Svo fékk ég nákvæmar leiðbeiningar um hvert ég átti að fara og við hvern var best að tala til að það yrði hætt að draga af henni, af því að auðvitað átti hún ekki að borga neitt, hún átti að fá endurgreitt. Konan sem ég var svo heppin að hitta á, á skattstofunni var svo ljúf og hjálpsöm að ég hef bara sjaldan kynnst öðru eins. Þetta var allt saman bara ekkert mál og það sem meira var, þetta var bara gaman en ég ætla nú samt ekkert að endurtaka þetta ferli að ári..
Njótið þessa frábæra föstudags og finniði bara hvað það er gott að hlakka til... frí næstu tvo daga









Flokkur: Bloggar | 22.8.2008 | 07:36 (breytt kl. 08:28) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki klára kallinn alveg um helgina
en annars..eigið góða helgi bæði tvö 
Jokka (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:41
Jokka mín: Og hvers vegna ætti ég ekki að gera það ?
Sömuleiðis góða helgi þið öll
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 09:21
Þó að þú sért ekki að láta hann hánga aðgerðarlausann heima. Kallar eru vinnudýr mín kæra
og ekkert annað, sagði svona
auðvitað í gríni
.
Þakka innlitið hjá mér, alltaf jafn trú og trygg þínum bloggvinum
sama hvaða della veltur frá manni
kveðjur
Heiður Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 09:39
Heidi mín: Auðvitað eru karlmenn vinnudýr
Minn er til dæmis í vinnunni núna... en ekki ég
Veistu mín kæra, ég á bara bloggvini sem mig langar til að eiga
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 09:48
Það er best að skila skýrslunni í tíma en gott að þetta reddaðist hjá ykkur ekki gaman að fá áætlun.
Rosalega er ég feginn að vera einhleypur eftir að hafa lesið þessa grein að hafa ekki dömu heima sem lítur á mig sem vinnudýr.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 22.8.2008 kl. 10:11
Skattborgari góður: Þetta með vinnudýrið var bara fíflagangur hjá okkur Heidi
Þið erum yndislegir, mis-yndislegir auðvitað en engin vinnudýr
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 11:48
...eruð...
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 11:49
Vinnudýr, gott orð, ég er þá líklega hreindýr af því það lendir langoftast á mér að þrífa hér á heimilinu
. Nei þeir eru sko yndislegir eða misyndislegir eins og þú kemst svo skemmtilega að orði. Hafðu það gott í yfirmannsstarfinu um helgina
Sigríður Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:22
Úps, ég gleymdi slagorðinu mínu þessa dagana, Áfram Ísland!
Sigríður Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:23
Hehe þið konunar eruð líka yndislegar.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 22.8.2008 kl. 19:16
Sigga mín: Þakka þér fyrir þú ljúfa hreindýr
Áfram Ísland
Skattborgari góður: Þá erum við barasta sammála minn kæri
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 19:53
Hvað segir þú kona...ertu með gardínurnar í endurvinnslu ? ..
Dugnaður í þér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 20:43
Góð kona er sending frá himnaríki fyrir karlmann en slæm frá helvíti því miður hef ég bara kynnst konum frá honum í neðra.
Sama skilgreining á við karlmenn góður er sending frá himnaríki en þeir geta líka verið sending frá honum í neðra.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 22.8.2008 kl. 21:36
Jóhanna mín: Sérviska og ekkert nema sérviska
Skattborgari góður: Leiðinlegt ef þú hefur ekki góða reynslu af konum
Eða "dömum" eins og mér þótti svo vænt um að sjá þig skrifa
Það er ein rosalega góð kona/stúlka/dama þarna úti... bara handa þér, þið hafið bara ekki hist ennþá
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 23:57
Eftir mína reynslu hef ég tekið sjálvan mig af markaðnum og hef ekki reynt að verða mér úti um kvenmann í nokkur ár núna þó að ég sé bara 26ára og mörgum finnst það mjög skrítið viðhorf en gengur vel að öðru leiti sem betur fer.
En vonandi hitti ég góða konu einn daginn.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 23.8.2008 kl. 05:13
Jamm það er þetta að hitta á réttu manneskjuna í lífinu.Ef ég er óheppin með það,þá segir það meira um mig en mennina sem ég umgengst
Birna Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 08:19
Skattborgari: Þá fyrst hittir þú nú réttu konuna, þegar þú ert hættur að vera á "markaðnum" eins og þú orðar það
Birna mín: Jamm, það skyldi þó ekki vera...
Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 10:43
Þegar ég meinti að vera hættur á markaðnum þá meitni ég það þannig að ég sæi ekki tilganginn í því að reyna við dömur lengur því að ég fæ ekkert nema vandamál útur því.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 23.8.2008 kl. 17:22
Skattborgari góður: Leiðinlegt ef þú hefur ekki hitt eina einustu ósköp venjulega, góða stúlku... En svo er kannski umhugsunarefni að skipta um aðferð, við að reyna við dömur ?
En hvað veit ég svo sem... 
Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.