Mér finnst...

... æðislegt hvað "við" erum dugleg í handboltanum á ÓL, en ég held samt alveg vatni yfir þvíWink Ég hneykslaði fullt af fólki í gær þegar ég aðspurð, sagðist ekki hafa horft á leikinn... en úrslitin gátu ekki á nokkurn hátt farið fram hjá mér samtTounge "Nú varstu að vinna ?" Ég nei, ég er heima... í veikindafríi... "Sko alveg sama þó maður hafi ekki áhuga eða gaman af handbolta þá eru allir íslendingar skyldugir til að horfa á svona leiki" var ein yfirhalningin, sem ég fékk, vó...Grin Ég er kannski bara svona fúllyndur gleðispillir á skemmtanabremsunni, en ég var að sauma og saumavélin er bara ekki fyrir framan sjónvarpið og ég var búin að steingleyma þessuLoL Svo þegar vinkona mín sendi mér sms um að við hefðum unnið, þá fattaði ég að leikurinn hlaut að vera búinn. En það kom nú ekki að sök, það var ekkert nema handbolti í fréttunum og öllum mögulegum og ómögulegum fréttatengdum þáttum, á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi, svo ég missti ekki af neinu. Ég heyrði eitthvert fyrirmennið segja í gærkvöldi, að þetta væri líklega einn stærsti atburður í menningarsögu okkar. Er það ?Joyful Ok, þá ætla ég að vera obbosslega menningarleg og horfa á sjónvarpið klukkan 8 í fyrramálið, ég kemst sjálfsagt ekki upp með að gleyma því í þetta skiptið,  spúsi minn æsir sig 100% öruggt á fætur þáLoL Njótið dagsins með eða án handbolta og auðvitað læt ég fljóta með í leiðinn í anda frú Sigríðar vinkonu minnar í Stafholtinu: Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög gott að horfa á handboltann annaslagið sérstaklega þegar maður lifir sig algerlega inn í leikinn eins og ég geri maður æsir sig gjörsamlega fáráðlega upp og slakar svo vel á eftir það er svo  gott að pústa út annaslagið

Dísa (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst lang skemmtilegast að heyra hvernig fólk bregst mismunandi yfir því að við séum komin í úrslit.. Sumir eru sallarólegir eins og þú ert eða fólk er gjörsamlega að tapa sér.

Brynjar Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Skattborgari

Ég hef ekki horft á neinn af þessum leikjum og er hættur að horfa á fréttir til að losna við að hlusta á þetta. Ef ég hefði vitað þetta rugl sem tengist þessu núna þá hefði ég farið úr landi.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 23.8.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hvaða, hvaða, eru ekki allir skyldugir til að horfa? Ég hebbði haldið það. Áfram Íslaaand!

Hafðu það gott Ninna mín og ef þú hefur ekkert horft, vertu þá ekkert að því á morgun heldur, það gæti orðið til þess að við töpum (ég er nebbnilega ógisslega hjátrúarfull).

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:46

5 identicon

Ég er vissulega stolt af þessum afbragðsdrengjum sem fylla þetta handboltalið okkar íslendinga en ég sá ekki þennan frábæra leik og mun ekki vakna í fyrramálið til að horfa.  -Ég vil alls ekki stuðla að tapi og svo hef ég ekki taugar til að horfa á svona leiki, sendi samt baráttukveðjur til "strákanna okkar" í fyrramálið og segi Áfram Ísland

Hóffa (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Góða skemmtunÁfram Ísland

Brynjar minn: Jamm mér finnst ferlega fyndið að sjá hvernig þeir æstustu bregðast við þessu, en bara gaman samtÁfram Ísland

Skattborgari góður: Gerðu bara eins og ég, fáðu þér góða bók eða leigðu góða myndÞetta gengur yfir

Sigga mín: Áfram ÍslandKannski þeim gangi svona vel af því að ég hef ekkert horftVeit þú ert hjá trúarfull nebblilega

Hóffa mín: Ég er auðvitað líka stolt, þeir eru jú íslenskir, en væri trúlega ennþá stoltari ef  ég hefði gaman af boltaleikjumOg ég segi það enn einu sinni og stend við það : 'AFRAM ÍSLAND

Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 13:16

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ubbs,ég er ein af þessum sem fylgist ekki með.Af öllum þeim fjölda sem vinnur hjá mínu fyrirtæki,vorum við bara tvær sem ekki vorum með sjónvarp og pizzu í hádeginu í gær.Reyndar af því að það var brjálað að gera.Ég pantaði mat,en við höfðum ekki tíma til að borða hann.Leikurinn hefur örugglega verið góður.það kom einhver inn í búðina blár í framan af æsingi,við unnum!!! ööö jibbíSvo héldum við áfram að vinna.En,áfram Ísland

Birna Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 14:01

8 identicon

Ég verð vakandi klukkan 7.30 í fyrramálið ójá ásamt 90% af þjóðinni held ég tíhí...eigið góðan dag

Jokka (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:16

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Hvar eru íþróttaálfagenin okkar ? Fóru þau öll í börnin hennar Ernu og Inga Stefán.... Áfram Ísland

Jokka mín: Ég verð nú alveg örugglega vöknuð þá og fylgist trúlega með þessum menningarviðburðiGóðan dag handa þér líka mín kæraÁfram Ísland

Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 16:46

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Takk fyrir að kíkja hingað inn, ég sakna þín

Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband