Það er er svona varla að ég geti hugsað þetta upphátt, en ég læt vaða...
Ég er farin að hafa gaman af því að elda og stússast hérna á heimilinu og ég hélt ég ætti aldrei eftir upplifa það. Hef nefnilega aðeins farið að finna fyrir þeirri tilfinningu síðan ég flutti í þetta hús, en vildi lengi vel ekki trúa því...
Ég sem hef aldrei verið húsmóðir, ég hef alltaf verið ráðskona í sjálfboðavinnu og er enn. Aðal og reyndar algerlega eina ástæðan fyrir því að ég fór út í þessa sj.b.vinnu var sú, að ég eignaðist börnin mín og varð að sjá um að þau hefðu það gott í uppvextinum
Eina ástæðan fyrir því að ég er svo ennþá í þessari sj.b.vinnu, þó að börnin mín séu löngu farin að heiman er sú, að enginn annar hefur tekið það að sér að sjá um að ég fái að borða, hafi sæmilega snyrtilegt í kringum mig og að ég hafi hrein föt...
Ég er fínn kokkur og get líka alveg bakað hvað sem er og er alveg þokkalega fær í þessari sj.b.vinnu, þó ég segi sjálf frá og vanda mig, eins og við allt sem ég geri... sérstaklega þó það sem mér finnst frekar leiðinlegt
Ég hef alltaf dáðst að fyrirmyndarhúsmæðrum og geri enn, en hef aldrei haft snefil af löngun til að fylla þeirra hóp og geri aldrei. Alveg eins og ég verð aldrei kosin nein fyrirmyndarmóðir, nóg fyrir mig að börnin mín sögðu svo oft við mig, að ég væri besta mamman þeirra í öllum heiminum
Ég hef aldrei farið fram á neitt af börnunum mínum, annað en að þau séu góðar og heiðarlegar manneskjur og þeim líði vel. Sagði þeim alltaf í uppvextinum að ég mundi styðja þau í öllu því sem þau vildu gera í lífinu, nema ef þau ætluðu að verða rónar þá mundi ég ekki sjá þeim fyrir brennivíni... þau fóru ekkert í það heldur
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og sleppið ykkur nú ekki alveg yfir boltanum, það er ekki gott fyrir blóðþrýstinginn svona snemma á sunnudagsmorgni
Áfram Ísland









Flokkur: Bloggar | 24.8.2008 | 07:01 (breytt kl. 08:53) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í þessum skrifuðu orðum er staðan 12-6 fyrir frökkum
hef ekki taugar í þetta!!
Vona að strákarnir okkar detti í gang og massi þetta "krossleggfingurogtær"
Jokka (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 08:12
Þú ert yndisleg!
Júdas, 24.8.2008 kl. 08:22
Taugarnar eru alveg að gefa sig, en þetta kemur í seinni hálfleik
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 08:28
Jokka mín: Jói er að horfa líka... annað slagið
Júdas minn: Vá... takk minn kæri
Sigga mín: Passaðu blóðþrýstinginn ljúfan mín....
"NIÐURLÆGING" kallar Jói innan úr stofu
Áfram Ísland
Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 08:41
Hættum að borða franskar ... TIL HAMINGJU MEÐ SILFRIÐ ...
Þú ert fyrirmyndarbloggari! .. og örugglega MJÖG GÓÐ MAMMA
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.8.2008 kl. 09:29
Jóhanna mín: Þakka þér fyrir...
Og sömuleiðis til hamingju með silfrið, ég hef sjálf alltaf verið hrifnari af silfri en gulli
Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 09:42
Sko,fyrirmyndarhúsmóður nafngiftina getur þú bara ekki skafið af þér mín kæra
Ég get sagt hér sögur af laufabrauðum í hundraðatali,sperlagerð ofl og enn fleira
Það er gaman að stússast í þessu,svona yfirleitt
Hvernig skrifar maður annars sperlar
Birna Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 10:21
Við redduðum okkur út úr niðurlægingunni, munaði þó ekki miklu þar
.
Ég held þetta séu sperðlar, Birna
, en mín vegna mega þeir heita sperlar
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:27
Fékk svona húsmóðurgleði eftir að ég kom úr meðferð fyrir tæpum tveimur árum.
Fram að þeim tíma neitaði ég að baka og hafa gaman að þessu brölti.
Neitaði að vera hamingjusöm eldhúsmella.
En svo er þetta gaman og ég er farin að baka og hef gaman af.
Ætli þetta sé aldurinn?
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 13:43
Er það bara ekki ágætt að vera heimavinnandi húsmóðir margt verra til.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 24.8.2008 kl. 14:40
Birna mín: Æi fyrmyndarhús... hvað, ekki bölva svona
Og ég held það séu sperðlar eða þá bara villimannakynfæri
Sigga mín: Silfrur á ÓL er frábær árangur og sko engin niðurlæging fólgin í því, sérstaklega ekki fyrir svona fámenna þjóð
Jenný mín: Þú hamingjusama eldhúsmella, kannski er það aldurinn
Skattborgari: Ótalmargt verra til, en það hefur aldrei heillað mig neitt þó alveg án þess að ég sé að reyna að gera lítið úr því mikilvæga hlutverki
Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.