Minningarathöfnin um Ólympíugullið....

Varð vör við það með öðru auga og eyra í sjónvarpinu í gærkvöldi, að það voru sýnd valin atriði úr  leikjum handboltaliðsins íslenska á ÓL. Mér brá bara... þetta var eins og sorgleg minningarathöfn og það þegar allir ættu að vera bara og eingöngu glaðir og stoltir, yfir því hvað þessir drengir eru búnir að standa sig ofsalega vel ! Þetta lið er samsafn af bestu handboltamönnum 300 þúsund manna smáþjóðar, á agnarlitlu eyjarkríli lengst úti í ballarhafi og þeir eru að sigra lið sem eru valin úr sjálfsagt jafnmörgum handboltamönnum og við erum mörg í allt, hérna á skerinu okkar. Það er eiginlega gegn flestum lögmálum að þessir hrikalega duglegu strákar skyldu komast í úrslit yfir höfuð, hvað þá að þeir skyldu vinna til silfurverðlauna ! En að vera bara að einblína á það að þeir skyldu ekki ná gullinu og væla yfir því, finnst mér ömurlegt vanþakklæti og frekja og með því verið að gera lítið úr þessum stórkostlega árangri þeirra. Ég hef ekki baun gaman af því að horfa á íþróttir yfir höfuð, en það kemur upp í mér alveg risarembingur ef einhverjir frá okkar litlu þjóð, gera miklu betur en stórþjóðir, sem hafa úr miklu fleira fólki að velja. Og þessir strákar náðu miklu betri árangri en nokkurtímann var hægt að gera ráð fyrir og/eða fara fram á af þeim og við eigum bara að vera þakklát, stolt og glöð yfir því að þeir skuli koma heim með SILFURVERÐLAUN af ÓL ! Getum við hin gert eitthvað betur ? Mér þætti gaman að sjá það ! Að öðru leiti er ég góð og brosi hringinn í rigningunni og vona að þið gerið það líka ! Farin út að ná í þvottinn....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjah..mér fannst þetta ekki vera minningarathöfn..frekar svona..þjóðarstoltsmyndir...myndi ég segja allavega  þeir voru sýndir í svona "Slowmotin" hreyfingum, sigrar og sorgir, og þeir grétu,og omg hvað ég grét með þeim! tíhí...ég allavega sat yfir þessum fréttatíma með titrandi stolt í hjarta og grét líka (algjör kelling haha) og fannst þetta æðislegt, ég er kannski bara svona skrýtin  sem ég er auðvitað hahahaha...

Eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 08:44

2 identicon

áfram 'Island til hamingju með silfrið ég er mjög stolt og ánægð með STR'AKANA OKKAR

Dísa (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þú ert kélling...

Dísa mín: Ég líka

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Einar Indriðason

Þú ert vonandi bara með prentvillu, þegar þú segir að íslendingar séu um 200.000 manns, allt í allt.  Við vorum um 312.000 síðasta desember.

En, já... Þeir eru flottir að fá silfrið!

Einar Indriðason, 25.8.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Þetta átti auðvitað að vera 300 þúsund, þakka þér fyrir ég leiðrétti þetta strax

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þetta var frábær leikur, þeir stóðu sig ótrúlega vel, silfur er ÓTRÚLEGT!!!  Tengda-amma mín og afi, sem eru svíar, hringdu í mig í gærkvöld til að óska mér til hamingju með hvað þeir hefðu spilað rosalega vel strákarnir okkar! Þetta er MEIRIHÁTTAR árangur!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 25.8.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm cool

Birna Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 13:30

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Vér Íslendingar biðjum fyrir bestu kveðjur til tengdaömmu þinnar og afa

Birna mín: Jamm svo kúl

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 13:56

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Frábær árangur og ég er að rifna úr stolti þó svo ég eigi ekkert í þessum glæsta árangri, er bara Íslendingur eins og þeir. Glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar.

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 16:36

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hallgerður mín: Ójá, vissulega

Sigga mín: Þú átt þetta líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 18:48

11 identicon

Stórkostlegur árangur hjá "strákunum okkar"
Datt einhverjum í hug að frakkarnir kæmu óundirbúnir til leiks? Lið sem valið er úr þúsundum manna. Enda voru þeir einfaldlega betri.  Okkar menn, góðir engu að síður.
Ninna, ég ætlaði að segja í gær; þú ert frábær mamma

Hóffa (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 19:40

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Þakka þér fyrir elsku vina og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 20:03

13 Smámynd: Skattborgari

Ég vona bara að þú hafir haft gaman af leiknum og sért sátt við úrslitin Jónína.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 25.8.2008 kl. 20:04

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Gleymdi ég að taka það fram að ég horfði bara ekki á einn einasta leikNenni því bara ekki, ég er alveg jafnsátt við þessi úrslit og öll önnur og er svoooolítið fegin að þetta er búið og kannski er þá hægt að fara að fá fréttir af einhverju öðru til tilbreytingar

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 20:09

15 Smámynd: Skattborgari

Þar er ég 100% sammál feginn að þetta er búið.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 25.8.2008 kl. 20:17

16 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:04

17 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég hef engan áhuga fyrir þessu olympiuleikabrölti, en fannst soldið gaman hvað Ísland stóð sig vel. Have A Nice Day 





Heiður Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 08:24

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Silfur, silfur, gaman, gaman, en nú er þetta búið.  Normalt líf tekur við og hér blæs ágætlega think you very much.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband