Það er líka hægt að gleðjast....

... yfir alls engu ! Í nokkur ár þurfti ég að fara á 3 mánaða fresti í myndatöku með hausinn á mér. Ekki af því að ég væri ljósmyndafyrirsæta að atvinnu, nei það var alltaf verið að gá hvort ég væri með eitthvað í höfðinu... Tounge Ég fór nefnilega að fá sjóntruflanir þarna á árum áður og það var ákveðið að ég væri með mígreni, en engin þar til gerð lyf vildu samt virka á þessi leiðindi. Þá var farið í að prófa að meðhöndla mig sem flogaveikissjúkling, en það virkaði ekkert heldur af öllu töfludótinu sem ég innbyrti. Mér var farið að líða eins og mús á rannsóknarstofu... alltaf nýjar og nýjar töflur, þangað til ég fékk æluna upp í háls og neitaði að borða fleiri andsk.. töflurPinch Aukaverkanirnar af öllu þessu dóti voru að gera út af við mig, svo ég kaus að hafa frekar sjóntruflanir svona af og tilCrying Þá kom maður í læknaslopp sem vildi meina að ég gæti verið með eins og eitt stykki heilaæxli... kannski af því að ég neitaði að halda áfram að éta töflurGetLost  Jæja, ég fór í myndatökur og skanna og hvað þetta hét allt saman en þeir fundu ekkert æxli, en í hvert skipti sem ég fékk niðurstöðurnar, varð ég ofsalega glöð yfir því að vera með vottorð upp á það, að ég væri bara alls ekki með neitt í höfðinuGrin   Ég hef ekki fundið fyrir þessu í nokkur ár... ekkert síðan móðurlífið var tekið úr mér... þangað til í gær, en ég ætla ekki að segja neinum frá því sem klæðist hvítum læknasloppiJoyful Ég ætla bara að halda áfram að trúa því og í þetta skipti algerlega hjálparlaust, að ég sé alls ekki með neitt í höfðinu og vera bara glöð með þaðLoL Eigið dásamlegan dag þið öll, þarna útiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli við konur horfum með leggöngunum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Æi ég veit það ekki...Mannslíkaminn er svo furðulegur að það gæti vel verið 

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Stress getur líka orsakað sjóntruflanir, veit nokkur dæmi þess. Eigðu góðan dag, hér er farið að kólna, sumrið er farið frá okkur hér í Malmöborg.

Heiður Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Jú svona á seinni árum lét ég mér detta stress í hug, en ég er svo alls ekkert stressuð núnaEigðu góðan dag líka og njóttu haustsins, það getur verið svo yndislegt

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Skattborgari

Margir læknar sjá ekkert sem er fyrir utan sitt sérsvið. Læknar eru misgóðir að greina vandamál veit dæmi um dauðsföll þar sem að læknar hafa ekki getað greint hvað var að þó að þeir ættu að geta það og svo eru aðrir sem geta greint hvað er að langt fyrir utan sitt sérsvið. Vonandi lagast þetta sem fyrst hjá þér.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 26.8.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 11:07

7 identicon

Vona að þetta gangi nú bara yfir heillin mín, eina sem mér dettur í hug er vöðvabólga  því oft geta komið sjóntruflanir þegar svoleiðis er...

Eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:29

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Kannski vöðvabólga... krónísk, segjum það baraEigðu góðan dag elskið mitt

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 12:43

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er nú gott að geta glaðst yfir litlu,eða í þínu tilviki engu amk ekki illu í höfðinu á þér.Ég man reyndar eftir vottorði all flottu,stílað á mig frá þér,um að það væri eitthvað í höfðinu á mér.Ég held þú hafir bara vorkennt mérHmm fyrsta setningin þarna hjá mér gæti misskilist,en á að sjálfsögðu að vera vel meint

Birna Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 17:27

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ég misskil ekkert fyrstu setninguna ég er svo góð með mig að mér dettur ekki í hug að þú sért að neina neitt nema gottHeyrðu og vottorðið sem ég skrifaði uppá handa þér.... smá hint: ég hef aldrei vorkennt þér

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 19:29

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts takk

Birna Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 20:02

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég mundi nú samt láta athuga þetta, meira að segja einhvern í hvítum læknaslopp, heili og hjarta, bara eitt af hvoru svo láttu skoða. Vonandi var dagurinn góður hjá þér ljúfan, minn var erfiður, en þá er líka svo gott að slaka á og manni gæti jabbnvel dottið í hug að maður hafi gert gagn

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.8.2008 kl. 21:25

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ekkert að þakka

Sigga mín: Góðir kennarar gera ekki bara gagn, þeir geta gert kraftaverk og trúðu mér af því ég veit það: þú ert góður kennari

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband