Lauslega útreiknað gæti ég víst grætt einhverja tugi þúsunda, til dæmis bara strax í dag, ef ég hefði nú vit á að drattast á útsölur...
En það hef ég ekki, svo langt nær víst ekki viðskiptavitið mitt og verð ég þar af leiðandi af hellings pening... eða hvað ? Er ég að stórtapa eða... getur verið að ég sé jafnvel að græða aðeins með því að vera bara heima ?
Ef ég fer nú og kaupi mér *eitthvað* sem ég hef bara alls ekkert með að gera, bara vegna þess að það kostaði áður 10 þúsund krónur en kostar núna bara 5 þúsund, hvort er ég þá að græða 5 eða tapa 5 þúsund krónum ? Mitt svar: ég er auðvitað að tapa 5000 krónum og svo langt nær nú viðskiptavitið mitt að mér finnst það ekkert spennandi...
Auðvitað er það gömul rassvasasálfræði sem virkar vel að auglýsa útsölur og ekkert við það að athuga, allir vilja fá sitt, en ég er nú líka bara til í að halda mínu
Ég fer til dæmis ekki og kaupi bara eitthvað, sem ég fatta bara alls ekki hvað er og til hvers á að nota, í snemmverslaðar jólagjafir handa barnabörnunum okkar, af því að það kostaði áður 6.842 krónur en kostar núna bara 1.945
Ég er ekkert alltaf að gefa þessum greyjum eitthvað, svo þegar ég geri það vil ég að það skipti máli og svo vil ég líka hafa einhverja hugmynd um hvað það er sem ég er eiginlega að kaupa ! En ég kaupi ekki bara af því að það er ódýrt og eins gleypi ég ekki allt hrátt, bara af því að það er gefins
Og eftir þennan fræðsluþátt um efnahagsmál sendi ég ykkur góðar kveðjur inn í daginn og munið að rigningin er góð fyrir... ahh... gróðurinn.... hm... það er komið haust... jæja...







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útsölur...hvað er það? Er það e-hvað oná brauð..
finnst nú samt mjög gáfulegt að vera með grilljón útsölur í enda mánaðarins þegar fólk eins og ég á bara ekki krónu til að "spara"
híhí...
Eigðu góðan dag sömuleiðis heillin
Jokka (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:24
Jokka mín: Það er líka partur af rassvasasálfræðinni að hafa þessa tímasetningu, annars yrði keypt svo svakalega
Jónína Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 08:48
Það er ágætt að fara á útsölu ef eitthvað vantar
annars er það enginn sparnaður
ef þú ert að kaupa eitthvað bara af því að það er á útsölu
Dísa (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:59
Búðir setja yfirleitt gamlar vörur sem að þær þurfa að losna við á útsölur í staðinn fyrir að þurfa að geyma þær á lagar og setja svo eitthv að gott með til að draga fólk inn til að kaupa það sem búðin þarf að losna við.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 27.8.2008 kl. 10:30
Dísa mín: Akkúrat
Skattborgari: Rassvasasálfræðin
Jónína Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 12:13
Nákvæmlega Ninna, þess vegna fer ég heldur ekki í verslunarferðir til Boston, Lundúna, Nýju Jórvíkur, Dyflinar eða Reykjavíkur af því ég veit ég er ekki að spara. Fari ég í svona ferðir er það til að skemmta mér og skemmtun er alltaf aðeins dýrari en að vera bara heima
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:45
Sigga mín: Alveg er ég sammála þér með utanlandaverslunarferðirnar
Ég fer líka út bara til að hafa gaman og ég hef aldrei getað sett samasemmerki á milli verslun og gaman
Jónína Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 13:40
Gæti ekki verið meira sammála þér vinkona
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.8.2008 kl. 22:11
Ég er búin að fara í risa mollið þarna í henni Ameríku,það var fínt,ég þurfti ekki í tuskubúð í heilt ár á eftir
Birna Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 22:37
Sigga mín:
Birna mín: Heppnin á þér
Jónína Dúadóttir, 28.8.2008 kl. 10:41
Money, money, money, must be sunny in the rich mans world...ohohohohoh..all the things I could do ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.