Þetta sem kallað er að "fara í fýlu" er ein birtingarleið andlegs ofbeldis, þá er ég að tala um þegar fullorðið fólk fer í fýlu. Börn fara stundum í fýlu ef þau mega ekki/fá ekki eitthvað, en það eru bara börn...
Einhver "spekingur" sagði mér þegar ég fullyrti að einungis börnin hefðu leyfi til að fara í fýlu, að þetta væri nú merki um að fólk væri ekki búið að gleyma barninu í sér...
Ég var svo ofsalega mikið að vona að þetta ætti að vera einhverskonar brandari, frekar lélegur að vísu, en því miður var það ekki...
Ég blæs á svona bull skal ég segja ykkur ! Þegar barn fer í fýlu, er það merki þess að þar fer lítil manneskja, sem er ekki búin að ná meiri tilfinningaþroska en það...
Þegar fullorðin manneskja fer í fýlu, er hún eða hann eingöngu og viljandi, að beita andlegu ofbeldi, punktur
Ég þekki fólk í mínu nærumhverfi, sem notar þetta fyrirbæri óspart og ég hef allt of oft leyft því að nota það á mig, með þeim afleiðingum auðvitað að mér líður illa og geri þá oftar en ekki eins og viðkomandi vill eða ætlast til
Ég er samt alltaf í ströngum æfingabúðum hjá mér, til að minna mig á að hætta að gefa út þetta asnalega leyfi á sjálfa mig, með misjöfnum árangri þó... en það gengur nú yfirleitt vel samt og alltaf betur og betur
Eitt er ég algerlega komin með á hreint: Sá eða sú sem fer í fýlu, gerir það algerlega á eigin ábyrgð og það getur aldrei verið mér eða einhverjum öðrum að kenna á nokkurn hátt. Að fara í fýlu er meðvituð ákvörðun hvers og eins og eingöngu notuð til að ná sínu fram með góðu eða illu. Ég nota þetta ekki sjálf og samþykki ekki að það sé notað á mig, spila ekki með og hafiði það
Þá er tilgangurinn enginn með fýlunni og það eina sem gerist er að viðkomandi líður illa og er einmana í því og bara svona svolítið leiðinleg/ur
Og vertu svo bara í fýlu greyið mitt, mér er alveg sama
Æfingabúðalífið virkar
Eigið dásamlegan föstudag í roki og rigningu og munið að tala um hlutina, miklu betra að leyfa að rjúka aðeins heldur en að fara í fýlu












Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sko ekkert í fýlu þó það sé brjálað rok og enn brjálaðri rigning hérna í fámenninu
Erna Evudóttir, 29.8.2008 kl. 08:02
Erna mín: Ég veit fyrir víst að þú ferð aldrei í fýlu
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 08:10
Enga fýlu takk
Svo á víst að koma fínt veður seinnipartinn í dag
Dísa (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:30
Dísa mín: Nei sko engin ástæða til að vera í fýlu, mér finnst þetta fínt veður en það er ekki verra ef það skánar
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 08:35
Hressilegt að hafa smá rok og sonna altso í veðrinu
en fýla í fólki er bara eitt það leiðinlegasta sem til er svei mér þá!! 
Eigðu góðan dag í rokinu, og sendu fýlupokunum langt nef
Jokka (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:48
Jokka mín: Laaaaaaaaaaangt nef
Mér finnst þetta veður líka svo hressandi og það einhvernveginn hreinsar til...
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 09:00
Fólk sem er alltaf í fýlu er leiðinlegt og svo græða þeir sem eru alltaf í fýlu ekkert nema leiðindi til lengri tíma litið.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 29.8.2008 kl. 10:12
Skattborgari: Það er líka kallað að vera sjálfum sér verstur
Ég er svo sammála þér, hundleiðinlegt lið
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 10:25
Ég er á þeirri skoðun að fýla sé öflugt tæki til valdbeitingar. Algjörlega óíðandi og ég læt ekki stjórnast af svoleiðis. Ekki lengur, en gerði það lengi vel.
Arg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 11:45
Ragna mín: Gaman að "skjá" þig mín kæra
Ég sakna þín stelpa og sendi þér öll mín knús


Jenný mín: Jamm akkúrat eins og skrifað út úr mínum heila
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 12:07
Ég er skapgóð að eðlisfari held ég, en ég missi mig örsjaldan í smápínulitlatilgerðarfýlu við valda aðila
, verð bara að viðurkenna það
.
Sigríður Jóhannsdóttir, 29.8.2008 kl. 15:30
Sigga mín: Þú er æði
Smápínulitlatilgerðarfýlan þín er sannarlega ekkert til að hafa áhyggjur af
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 19:08
Skil bara ekki afhverju við erum ekki bloggvinkonur, sé svo oft komment frá þér viltu vera memm?? Fýla er hræðilegt stjórntæki, þekki dæmi.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 01:42
Það hefur sjaldnast unnist eitthvað með fýlu
Birna Dúadóttir, 30.8.2008 kl. 10:04
Ásdís min: Já auðvitað vil ég vera memm
Birna mín: Ekkert nema þá leiðindi
Hallgerður mín: Þakka þér fyrir
Og nákvæmlega rétt þetta með andsk... meðvirknina
Jónína Dúadóttir, 30.8.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.