Það er búið að vera svo mikið að gera í skemmtanalífinu hjá mér síðan á föstudag að ég hef ekki einu sinni haft tíma fyrir bloggið... Fór í uppáhaldsbúðina mína, RL auðvitað og keypti spegil í borðstofuna, nýbúin að lýsa því yfir í þúsundasta skipti bæði hátt og í hljóði, að nú væri ég svo gjörsamlega steinhætt að versla inn í þetta hús... iss ekki orð að marka
Svo þurfti auðvitað að setja hann upp og spúsi minn fór létt með það, svona þegar ég var loksins búin að ákveða hvar átti að hengja upp fíneríið. Hlýt að fara að setja inn nýjar myndir... gerið það bara núna á eftir
Fórum svo með fleirum í draugagönguna frá Minjasafninu út að Leikhúsi á föstudagskvöldið... langminnst draugalegi labbitúr sem ég hef farið í, en ljúft í góðu veðri í skemmtilegum félagsskap. Laugardagurinn fór allur í að passa yngsta barnabarnið og allt kvöldið í að hvíla sig eftir það
Skil ekki hvernig ég fór að því að vera með þrjú í einu, þarna fyrir margtlöngusíðan og gera samt líka allt hitt sem ég gerði
Í dag ætlum við spúsi bara að njóta þess að vera saman og gerum annað hvort eitthvað eða þá ekki neitt, kemur í ljós. Í kvöld er ég svo að fara að passa áðurnefnt barnabarn, núna vegna þess að foreldrar hennar eiga brúðkaupsafmæli og þá fara þau alltaf út að borða og ég passa... til hvers haldið þið að ömmur séu annars
Líklega mundu nú ekki allir kalla þetta skemmtanalíf, en mér finnst þetta skemmtilegt líf
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara að verða eins draugalega fjörugt og hjá mér
En það lagast reyndar,alveg að koma Ljósanótt
Birna Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 09:30
Ömmur, já. Alveg nauðsynlegar þessar kellur


Draugaganga, humm, eru nokkuð til draugar nema þarna í alþingishúsinu. Þessir sem láta þingmennina okkar bulla?
Eigðu góðan dag með spúsa þínum
Hóffa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:12
Birna mín: Draugalega fjörugt, passar alveg
Hóffa mín: Góð, það eru líklega einu draugarnir, allavega hef ég ekki hitt neina sjálf
Takk mín kæra og eigðu góðan dag sjálf
Jónína Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 10:58
Ragna mín: Ó jahá ömmur eru langbestar
Knús inn í þinn dag líka amma litla
Jónína Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 11:10
Ég missti nú af þessari draugagöngu en í staðinn horfði ég á fljúgandi fugl í gærkvöldi er verpti svo eggi í hreiður á nýja menningarhúsinu hehe...
Ömmur eru englar í dulargerfi
Eigið góðan dag saman þið spúsi
Jokka (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:29
Mundirðu eftir því að biðija um koddaver og sængurver með löngu orðunum, sem ég sýndi þér um daginn?
Einar Indriðason, 31.8.2008 kl. 12:09
Ömmur eru svo sannarlega langbestar
, ekki spurning. Hafðu það gott í dag Ninna mín og njóttu samvistanna við barnabarnið í kvöld, ohhh, ég öfunda þig pínuponsulítið af ömmuhlutverkinu
Sigríður Jóhannsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:11
Mitt skemmtanalíf er af svipuðum toga og ég elska það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 12:40
Jónína mín. Það koma stundum þeir tímar að ekki er pláss fyrir bloggið. Og svo þetta með spegilinn. Ég segi nú bara eins og Tóta litla tindilfætt
" Maður getur alltaf á sig blómum bætt"
Njóttu svo ömmuhlutverksins vel mín kæra.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 15:53
Jokka mín: Flott lýsing á ömmum
Einar minn: Sko ég er ekki nógu sannfærandi með blaðið í höndunum og flissandi eins og fífl... hef aðeins verið að æfa mig... fyrir framan spegil
Sigga mín: Ég er öfundsverð, ég samþykki það og þetta var yndislegt kvöld með henni Lindu minni
Jenný mín: Skil þig
Ólöf mín: Þakka þér fyrir
Jónína Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 22:57
Draugalegar kveðjur úr mínu rúmi og alla leið norður til þín. Er að kela við lítinn voffa, voða notalegt.


Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:31
Gott að helgin var fín hjá þér. Eigðu góða viku framundan.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.9.2008 kl. 00:57
Ásdís mín: Þakka þér fyrir, greinilega notalegt hjá þér
Skattborgari: Takk fyrir og eigðu sömuleiðis góða viku
Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.