Mér finnst haustið yndislegur tími...Kannski vegna þess að ég er fædd að hausti, sem eitt og sér dugar jú auðvitað til að gera þessa árstíð mun merkilegri en aðrar
Við renndum í gegnum Dalvík í gær og þar sá ég fallega sjón... Við lítið hús í útjaðri bæjarins standa hlið við hlið tvö tré, að mér sýndist af sömu tegund og alveg eins, nema annað þeirra er í haustlitunum en hitt er iðagrænt. Ég veit ekki hvort þetta er gjörningur frá náttúrunnar hendi eða af mannavöldum, en mér fannst þetta skringilega fallegt
Náttúran er nú líka alltaf langbesti listamaðurinn, alveg sama hversu við mannfólkið reynum að rembast, við komumst aldrei með tærnar þar sem hún hefur hælana í listsköpun. Þegar við keyptum húsið okkar hérna, græddum við með því fjögur stór tré, ferlega fallegt birkitré sem ég held að heiti hengibjörk og er alveg út við gangstéttina, reynitré sem er aðeins innar á lóðinni, eitthvað furugrey sem er mjög há en er að missa allar greinarnar og verður felld við tækifæri og svo skartgripinn okkar, risaösp sem stendur við hliðina á húsinu. Öspin er auðvitað algert skaðræði svona inn á lóð við hús og sjálfsagt eru það ræturnar hennar sem eru að reyna að komast upp í gegnum kjallaragólfið okkar, en hún er svo stór og falleg að við tímum alls ekki að láta fjarlægja hana. Bolurinn er svo sver að við náum ekki utan um hann og blöðin svo stór að það stærsta sem ég hef séð er á stært við góðan matardisk, hún gnæfir líka langt upp fyrir húsið okkar og hef ekki hugmynd um hversu margir metrar það eru, en þeir eru nokkrir
Ég hlakka til að fá að fylgjast með þegar allur trjágróðurinn hér í kring fer í haustlitina og þegar það er búið, hlakka ég til að fara að huga að jólunum
Þið megið alls ekki segja neinum það, en ég er búin að kaupa fimm jólagjafir
Eigið góðan dag elskurnar og farið varlega
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að margir sem þú þekkir viti af bloggsíðunni og lesi þetta með gjafinar þannig að þetta er ekki besti staðurinn til að láta þetta útur sér nema þú viljir að það fréttist. Ég byrja að huga að jólunum í Desember.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.9.2008 kl. 09:24
O það er svo flott þegar haustlitirnir færast yfir trén
það voru tvö tré inn í gerðum annað var grænt þegar hitt var orðið gult og rautt þetta var æðislega flott
mannstu ekki eftir þeim?

Dísa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:35
Það eru 118 dagar til jóla. Hver er að telja? Ekki ég. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 10:06
Ragna mín: Sömuleiðis mín kæra

Skattborgari: You think ?
Dísa mín: Þar kom það, þess vegna fannst mér þetta svo kunnuglegt
Jenný mín: Ha ? Telja hvað ?

Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 10:44
Þegar líður að lokum hverrar árstíðar fyrir sig, hlakka ég til næstu árstíðar
þannig haustið er yndislegt, hlakka til jólanna og allt á uppleið 
Síjúsún
Jokka (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:02
Jokka mín: Sem betur fer erum við fær um að hugsa svona... hlakka til... vera hissa... gleðjast yfir litlu...
Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 13:46
Allar árstíðir hafa sjarma, meira að segja vorið með sína ýldufýlu sem gýs upp úr jörðinni allt í kringum mann
. Ég er löngu farin að hlakka til jólanna, enda mikið jólabarn, en ég er þó ekki farin að kaupa gjafir
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:43
Sigga mín: Já meira að segja ýldufýlan
Ég er sko líka jólabarn
Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 20:36
Hausti er yndislegt, rómantíkin allsstaðar og frábært að vera til. Kær kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:46
Mér finnst haustið líka yndislegur tími. Ég er samt fædd um háveturinn en man bara ekkert eftir því....þó sá atburður sé áreiðanlega til að gera þá árstíð merkilega fyrir einhverja

Jólagjafir já. Auðvitað er gott að hafa tímann fyrir sér. Passaðu þig bara að gleyma þeim ekki upp í skáp og finna þær í vorhreingerningunni......
Hóffa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:04
Ásdís mín: Alveg sammála, kær kveðja til þín líka
Hóffa mín: Hvernig vissir þú þetta um jólagjafirnar í vorhreingerningafárinu ?
Farðu nú að láta sjá þig aftur mín kæra
Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.