Alveg furðulegur andsk....

... þessi uppfinning, peningar....Woundering Ég er alveg hætt að þekkja þá sundur, ég þekki alveg þúsundkall frá krónu og svoleiðis, en svo eru þeir eitthvað meira merktir, án þess þó að ég fatti hvernig. Sko, það eru til peningar merktir flugmiðum handa ráðamönnum þessa ofsalega hamingjusama, svakalega ríka lands okkar, til Kína til að horfa á boltaleik... það eru líka til peningar merktir einhverjum ómerkilegum húskofum, sem koma að litlum notum í okkar ofsalega hamingjusama,  svakalega ríka landi... það eru líka til peningar merktir kauphækkun til hæstlaunuðu forstjóranna sem þó gera yfirleitt minna gang en þeir ættu að þurfa að gera og svona má lengi telja. Það er nefnilega ekki sama hverjum þeir eru merktir og það finnast til dæmis ekki neinir peningar merktir kauphækkun handa ljósmæðrum, svo þær haldi áfram að taka á móti börnum þessa ofsalega hamingjusama, svakalega ríka lands... það finnast heldur ekki neinir peningar merktir húsnæði fyrir útigangsfólk þessa ofsalega hamingjusama, svakalega ríka lands og svona má líka lengi telja. Þetta er hundleiðinlegt umræðuefni, af því að það þarf alltaf að vera að endurtaka það... það nefnilega breytist ekkert...Shocking Hvernig á venjuleg manneskja að læra að þekkja í sundur peninga, sem eru merktir með einhverju ósýnilegu bleki og virðast oftar en ekki vera notaðir til þess að moka undir þá sem eiga alveg nóga peninga fyrir, en ekki handa þeim sem mest þurfa á þeim að halda ? Svari mér sá sem veit..... Eigið góðan dag elskurnar, það er að segja þið ykkar sem virkilega nenntuð að lesa alveg hingað niður...Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!! og góðan dag til þín líka

Jokka (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:29

2 identicon

Góðan daginn ég get nú ekki svarað þessari spurningu EN það er sama RASSGATIÐ undir öllum þessum pólitíkusum sama hvar þeir eru í flokki þetta mokar allt undir sig og sína það virðist vera bara hver á stærstu skófluna og hana nú

Dísa (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:29

3 Smámynd: Einar Indriðason

Daginn sjálf, og takk sömuleiðis góðan dag. 

Alveg stórmerkilegt að það virðist ekkert mál að vippa fram pening hér og þar, svo lengi sem hann fer í "rétta" hluti.  (Aukaferð til Kína, eða flug hingað og þangað fyrir stjórnvöld.)

Meðan svona bráðnauðsynlegar stéttir eins og ljósmæður og lögreglan eru að gefast upp á þessum "svakalegu okurlaunum" (eða þannig) sem þau hafa!

Svei attan!

Einar Indriðason, 2.9.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Sömuleiðis

Dísa mín: Góðan dag mín kæra, þú setur í eina setningu allt sem ég vildi sagt hafa

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Jú þessar stéttir eru nefnilega bráðnauðsynlegar og líka bráðnauðsynlegt að borga þeim vel !

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Skattborgari

Vald spillir. Ef við viljum fá þessa politíkusa til að vinna fyrir okkur þá þurfum við að skipta um flokka sem við kjósum reglulega því að það sem politíkusar elska mest af öllu eru atkvæðin því að þeir þurfa þau til að halda áfram í politík.

Einginn flokkur hefur gott á að vera við völd of lengi því að aðilar þreytast á völdum og verða samdauna valdinu.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.9.2008 kl. 10:26

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Takk fyrir gott innlegg

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 12:39

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eniga Meniga .. súkkatí púkkatí .. takk fyrir aðstoðina og hjálpina sæta!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 15:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær færsla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 17:04

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Sjálfþakkað

Jenný mín: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 17:56

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sástu nokkuð aura merkta mér einhvers staðar

Birna Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 18:38

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Því miður... þá væri ég sko búin að benda þér á þá

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 19:25

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Flott færsla og eins og talað úr mínum munni. Ríkasta þjóð í heimi, trónir á toppi lífskjaralista SÞ, á sama tíma koma menn fram í sjónvarpi og gráta vegna þess að þeir hafa hvergi höfði að halla, ljósmæður á leið í verkfall og svo lengi mætti telja. Mennirnir sem þökkuðu sér góðærið breytast í huldumenn, hreint og klárt hverfa þegar dæmið snýst við. Skammarlegt allt saman af því kakan er alveg nógu stór fyrir okkur öll, það er bara vitlaust gefið.

Sigríður Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 19:27

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Nákvæmlega, sneiðarnar af kökunni eru mjög misstórar og ekki nóg með það, sumir diskarnir alveg tómir...

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 19:31

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð stelpa,  skrítið hvernig þeir eru oft með svona eyrnarmerkta peninga hér og þar, svo virðast þeir bara geta eitt þeim í hluti sem þeim hugnast en ekki það sem að mínu mati er nauðsynlegt. Kær kveðja Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 21:28

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Æi takk, langt síðan einhver hefur kalla mig góða stelpu, mér líkar það vel

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband