Hebbði ég haldið´ða...

Við keyptum okkur sjónvarp fyrir um það bil ári síðan... fyrirgefið þetta er ekki bara sjónvarp, þetta er fjárfesting... GetLost Á verðmiðanum stóð 227 þúsund... og við gerðum ekki eins og Páll Óskar, þessi yndislega dúlla segir í bankaauglýsingunni, keyptum það ekki þegar við vorum búin að safna fyrir því... við settum það á raðgreiðslur. Á nýjasta mánaðarlega skuldarablaðinu voru eftirstöðvar lánsins komnar í töluvert hærri upphæð en fjárfestingin kostaði í upphafi. Mætti halda að þeir hafi kannski eitthvað ruglast hjá bankanum, þeir hafi óvart bætt við, því sem við borguðum en ekki dregið það af... Lítur þannig út allavega... Shocking Ok í gær tókum við okkur til og borguðum upp þetta lán, bara svona allt í einu, af því að við komumst yfir peninga til þess og viti menn, upphæðin sem við þurftum að borga var þá bara talsvert lægri en það sem fjárfestingin kostaði í upphafi...W00t Gott mál fyrir skuldarann, verra fyrir skuldareigandann... Enda erum við ekkert voðalega vinsæl þegar við gerum svona... Devil Bara besta mál og núna eigum við þá þessa fjárfestingu skuldlaust og ég get með góðri samvisku sofið fyrir framan hana, vitandi það að ég er ekki að borga þessi ósköp tvisvar... Wink Það er sko miklu betri svefn, að sofa fyrir framan sjónvarp, sem kostar bæði augun úr, en að sofa fyrir framan eitthvað ódýrt túbudót, sem sem kostaði þó ekki nema annað augað úr og var auk þess borgað út í hönd... ha... eða er þaggi annars ?Whistling Eigið góðan dag elskurnar og gangi ykkur allt vel sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Góðan daginn vinkona, ég er nú bara með gamla 28 tomma imbann minn, og sef alltaf svo ljómandi vel fyrir framan hann

Heiður Helgadóttir, 4.9.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Góðan daginn mín kæra Við áttum nú líka þannig og ég var mjög sátt

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 08:20

3 identicon

góðan dag heillin ég á nú bara gamla imbann minn enn þá en ég sef ekki fyrir framan hann heldur í rúminu mínu

Dísa (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Ég á líka fínt rúm sem ég fer svo í þegar ég er búin að sofa aðeins yfir mínum imba... sjónvarp hefur alltaf haft svo svæfandi áhrif á migOg trúðu mér mín kæra, lífsgæði mín hafa ekkert aukist þó *bíííp* imbakassinn sé stærri og dýrari

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 09:46

5 identicon

Flott hjá ykkur, óþolandi lánastarfssemin á þessu blessaða landi okkar núna fnusss..

En að öðru leyti eigðu góðan dag tíhí..

Jokka (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Thí hí... fnuss

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 11:44

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já Jónína mín. Það hefur alltaf verið dýrt að kaupa og borga síðan. Ég reyni að kaupa ekki hluti nema ég eigi fyrir þeim. Með því spara ég heilmikið. Ætla ekki að kaupa mér nýtt sjónvarp fyrr en það gamla gefur upp öndina.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.9.2008 kl. 14:08

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þú ert yndi

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:58

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Rétt hjá þér, ég ætlaði nú að hafa þetta svona líka... en eftir því sem mér skyldist mundi spúsi minn kannski gefa upp öndina ef hann fengi ekki risaskjáinn sinn

Sigga mín: Eigi veit ég það svo gjörla... en hitt veit ég að það er ofsalega fallegt af þér að segja það

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Skattborgari

Ég á ennþá 29tommu túbusjónvarp skuldlaust og það virkar fínt.

Kaupi aldrei neitt nema eiga fyrir því og reyni að eiga alltaf yfir 500þús í banka. Ef ég á minna þá kaupi ég einga stóra hluti. Er að safna fyrir hjóli sem mun sennilega kosta á bilinu 1300-1800þús og ætla að staðgreiða það mun sennilega ná því á næsta ári.

Ps ef þú getur borgað afborganir af lánum þá geturðu lagt reglulega fyrir í staðinn og látið bankann borga þér vexsti í staðin fyrir að þú borgir honum vexsti.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.9.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari góður: Flott hjá þér, svona á að gera þetta

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 20:38

12 Smámynd: Skattborgari

Ef þú leggur 40þúsund fyrir á mánuði þá áttu yfir 500þúund eftir eitt ár þegar vextir eru teknir með ef þeir eru alltaf lagðir inn á hávaxtabók og ekki hreyfðir þar. Þetta er ótrúlega fljótt að koma því meira sem er lagt inn á bankabókina því hraðar vex hún.

Það er líka virkilega gott að eiga alltaf yfir 500þús ef maður lendir í einhverju eins og að bílinn bili eða það þurfi allt í einu að laga eitthvað í húsinu hjá manni.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.9.2008 kl. 21:00

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Ég mundi náttulega aldrei leggja fyrir 40 þúsund á mánuði, ég þarf að nota megnið af peningunum mínum jafnóðum10 er miklu nær lagi í mínu tilviki

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband