Stóra langa jeppanum var lagt á ská inn á bílastæðið með afturendann út yfir gangstéttina fyrir framan bílastæðið. Mér var svo sem sama um það... svoleiðis, en mér var ekki sama um það sem gerðist í kjölfarið. Eldri maður kom gangandi, með blindrahund og hundurinn stoppaði auðvitað, hann gat ekki eins og hann var þjálfaður til, leitt eiganda sinn eftir gangstéttinni, vegna bílsins. Bíleigandinn var úti hjá bílnum og það upphófust þónokkuð háværar samræður án þess þó að ég greindi orðaskil, milli hans og blinda mannsins, sem enduðu með því að bíleigandinn við annan mann, tók sér stöðu úti á götu og hundurinn varð að leiða manninn á götunni, til að komast aftur fyrir bílinn... Ég skipti mér ekkert af þessu þar sem ég sat úti á sólpallinum mínum í góða veðrinu, mér datt ekkert annað í hug en að bíllinn væri bilaður og eigandinn hefði neyðst til að leggja honum svona. En nei ekki nú aldeilis, það var ekkert að helv... bílnum, það var greinilega eitthvað að helv... manninum sem var á honumNokkrum mínútum eftir að blindi maðurinn var farinn með hundinn sinn, fór eigandinn inn í bílinn setti hann í gang, mjög auðveldlega og færði hann út á götuna... þá fyrst
Skömmu seinna keyrði hann í burtu ! Ég var svo græn í gegn að mér datt bara alls ekki í hug að samræðurnar þarna hefðu gengið út á það að helv... jeppaeigandinn hefði verið að neita að færa bílinn fyrir blindan mann ! Þá vildi ég nú frekar vera blind á augunum eins og maðurinn með hundinn, heldur en að vera svona gjörsamlega og algerlega siðferðisstaurblind eins og þessi litli kall á sínum stóra jeppa
Þetta fannst mér ljótt... Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið tillitssemina, hún kostar okkur ekkert en við getum grætt svo óendalega mikið á henni
Flokkur: Bloggar | 5.9.2008 | 07:27 (breytt kl. 08:47) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ert´ekki að grínast?
hvusslags andvítans fáráður var þetta eiginlega?! Urrr.... að svona fólk skuli vera til, þvílikt tillitsleysi
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:12
þetta hefur verið heilalaus hálfviti og þetta hálfa vit hefur hann geymt í pungnum
Dísa (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:20
Ragna mín: Jamm, ótrúlegt
Knús til þín líka mín kæra
Jokka mín: Bévítans fáráðurinn já, vonandi verður hann einhvertímann í svipuðum sporum og maðurinn með hundinn...
Ljótt að segja svona
Eigðu bestan dag elskið mitt
Dísa mín: Flott orðað hjá þér
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 08:33
Hringja í lögguna, og láta þá draga helv. bíldrusluna í burtu!
Og tala VEL og RÆKILEGA við argans aumingjann, sem er svona hortugur!
ARGH!!!!!
Einar Indriðason, 5.9.2008 kl. 08:45
Einar minn: Alveg rétt hjá þér, ég bara fattaði þetta ekki
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 08:51
Ekki málið :-)
En... svona ... rugl bara fer í pirrurnar á mér. Eins þeir sem leggja í "fötluð" stæði, og rífa svo bara kjaft þegar þeim er bent á þetta.
Það á ekki að HIKA við að hringja á lögguna og kvarta!
Annars... eigðu góðan dag, og .. hvað ertu komin langt með að ná "sængurverinu" mínu? :-)
Einar Indriðason, 5.9.2008 kl. 08:55
Einar minn: Hefði sko ekki hikað
Sko sængurverið.... það er verkefni sem gengur vel.... en góðir hlutir gerast hægt...
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 09:00
Flottur bíl eða jeppi sama sem lítið typpi. Það er útaf svona aðilum sem þetta er sagt og það fyndna er að þetta er í mörgum tilvikum satt.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 5.9.2008 kl. 09:15
Jónína mín, þú áttir að taka númerið á bílnum, og setja það inn á netið með frásögn þinni, svei attan, svona lúsapésar
Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 10:46
Skattborgari: Svo sammála
Heidi mín: Auðvitað átti ég að gera það, ég bara fattaði ekki fyrr en of seint hvað var í gangi...
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 11:54
Hæ hæ. Takk fyrir öll innlitin
Júlíus Garðar Júlíusson, 5.9.2008 kl. 13:11
Hæ hæ bara gaman
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 14:44
Argasta frekja og ótrúleg siðblinda að koma svona fram. Held ég verði bara að vera sammála þér með að frekar vildi ég vera blind í augunum en haldin siðblindu jeppaeigandans
.
Hafðu það annars gott um helgina dúllan mín!
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 21:03
Ja hérna skattborgari, þá eru óvenju margir menn með lítil typpi á Íslandi
. Vissir þú þetta Jónína
Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 21:22
Ég átti fyrir um ári síðan Hyundai og það var einn aðili á Hummer sem kallaði mig aumingja útaf bílnum sem ég var á ég benti honum á á móti að Hummer hefði þann vafasama heiður að vera sá bíll sem bilaði mest í Bandaríkjunum. Ég eyðilagði alveg fyrir honum daginn.
Margir ungir karlmenn sem eiga flotta bíla nota þá til að þykjast vera eitthvað mikið en eru oft á tíðum algjörir lúserar og eiga ekkert nema bílinn og bullandi skuldir.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 5.9.2008 kl. 21:49
Sigga mín: ...af tvennu illu...
Hafðu það líka gott mín kæra
Heidi mín: Já ég vissi þetta, hef séð það alltof oft
Skattborgari: Alvöru konur falla ekki fyrir bílum...
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 22:50
Enda á ég ekki fallegan sportbíll því að það eru oft 3flokks dömur sem eru að leita þá uppi sem eru að leita að manni til að lifa af.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 5.9.2008 kl. 22:54
Skattborgari góður: Þú ert með þetta á hreinu
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.