...af "partýljónsku" minni eru mjög örðum auknar, ef ekki bara haugalygi
Manneskja sem getur ekki einu sinni haldið sér vakandi til tíu á föstudagskvöldi, verðskuldar ekki titilinn partýljón... Ekki það að ég hafi nokkuð verið að sækjast eftir því, að vinna mér inn þann titil...
Ég hrökk upp við símhringingu inni í sófa í gærkvöldi, klukkan ekki einu sinni orðin tíu og á línunni var vinkona mín. "Halló" svaraði ég rámri röddu... Hún: "Æi fyrirgefðu var ég að vekja þig ?" Ég: "Heyrðu, já það er allt í lagi, hvernig átti þér að detta í hug að ég væri sofandi, núna..." Hún: "Hm... hverjar eru líkurnar... föstudagskvöld, sjónvarp, þú... jú ég mátti vita það"... Ég hef svoooolítið á tilfinningunni að hún hafi verið að gera grín að mér... neeee... haldið að það geti nokkuð verið ?
Svo er ég auðvitað líka komin á fætur fyrir allar aldir eins og einhver klikkhaus, hvort sem það er helgi eða ekki. En mér líður vel með þessu og hef alltaf verið svona og ekkert við þessu að gera nema þá að skjóta mig og það tímir enginn að gera... heimurinn má ekki við því að missa mig strax
Ég bloggaði ekki um leið og ég kom á fætur, af því að ég vildi ekki vera að vekja ykkur, þarna svefnpurkurnar ykkar
Bara rétt að kíkja hingað inn til að óska ykkur öllum góðs dags og góðrar helgar
Prentvillupúkinn hérna vill ekki viðurkenna orðið "klikkhaus", vill samt alveg "klinkhaus" og "blikkhaus"







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HA ertu ekki partýljón
ég ekki heldur
vill helst fara að sofa fyrir kl 23 á kvöldin
en ég þarf að vaka um næstu helgi þá ætlar 58 árgangurinn að hittast og hafa gaman
hafðu það gott í dag
það eru réttir hér ef þú hefur áhuga á

Dísa (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 10:12
Dísa mín: Þóttist vita að þú værir ekkert meira partýljón en ég
Hafðu það gott í dag mín kæra og góða skemmtun á réttunum og svo líka um næstu helgi
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 10:50
Ég tel mig góða ef ég get haldið mér vakandi fram yfir eitt á nóttu um helgar en þá sef ég út næsta morgun. Yfirleitt vill ég sofna snemma og vakna snemma
Unnur R. H., 6.9.2008 kl. 11:03
Hvíld er góð og nauðsynleg, svo mikið er víst, en ég vakna ekki eins snemma og þú um helgar Ninna mín, enda fer ég sjaldan að sofa fyrir 22 hvort sem það er helgi eða ekki
.
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:14
Unnur mín: Skil þig
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 11:14
Sigga mín: Það er bara besta mál, sem betur fer eru ekki allir jafnmiklir klikk eða klink eða blikkhausar eins og ég
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 11:19
Ég átti nú við að ég væri meiri klikk eða klink eða blikkhaus en þú
, það er nefnilega hvorki gott né hollt að sofa of lítið. Ég nefnilega er eins og unglingarnir sef lítið í miðri viku og held að það sé hægt að bæta það upp um helgar
. Líklega er ég svona seinþroska
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.9.2008 kl. 12:06
Sigga mín: Ég hef alltaf haldið það betra að sofa jafnóðum, ekki fyrirfram eða eftirá...
ég er þá bara ekki eins mikill unglingur í mér eins og þú
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 12:43
Ég fer nú yfirleitt seint að sofa og vakna seint um helgar. Nýjasta færsla mín var skrifuð um 1klukkustund áður en ég fór að sofa. Ætli þú hafir kannski verið að vakna á svipuðum tíma og ég fór að sofa?
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 6.9.2008 kl. 15:36
Skattborgari: Bara ósköp normal sem sagt
Ég vaknaði klukkan 6 í morgun
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 18:02
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.9.2008 kl. 18:23
Ég hefði mátt vita þetta með þig kona! Var alveg handviss um að það væri standandi partý hjá þér út á götu
en ég geri kannski aðra tilraun í kvöld..
verð allavega í bandi við þig tíhí...
Jokka (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:39
Ég er algjör kvöldmanneskja eftir að ég neyddist til að vera heima. Hangi fram eftir öllu. En ég vakna líka fyrir allar aldir. Sef ekki neitt svakalega mikið, svona 6 tíma held ég. Alltaf spræk og einu sinni var ég heví partíljón.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 20:08
Jokka mín: Ok...
Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 21:36
Ólöf mín:
til þín líka
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.