... þegar fólk er að henda rusli út um bílgluggana hjá sér
Ég hélt satt að segja að allir ættu að vera svo vel upplýstir og uppaldir, að gera þetta ekki lengur... það er árið 2008 og umhverfismál og umgengni um náttúruna er alltaf svo mikið í umræðunni. Fyrir utan það að við hvert einasta hús er þar til gerð tunna sem við setjum ruslið okkar í og svo eru menn í vinnu við að tæma tunnurnar.... við hverja einustu sjoppu og verslun eru líka ruslatunnur/fötur/dallar og sjálfsagt á fleiri stöðum. Ég bý hérna við mikla umferðargötu og á hverjum degi týni ég eitthvað rusl af lóðinni okkar sem hefur verið skutlað út um bílglugga einhvers hugsunarlauss umhverfissóðans. Að vísu er ég að vera voða kurteis að kalla þetta fólk bara hugsunarlausa umhverfissóða, ég á miklu sterkari lýsingarorð yfir helv... sóðana, en ég geymi þau meira í huganum
Það er lenska og ein tegund af fáfræði, að kenna allaf unglingunum okkar, fullum eða edrú um flest sem aflaga fer, en það eru sko ekkert bara ungu vitleysingarnir sem gera þetta. Ég hef séð miðaldra karlhálfvita henda tómri plastflösku út um bílgluggann hjá sér um hábjartan dag, í miðbænum... eins og ekkert væri eðlilegra. Ég var að labba þarna, tók flöskuna og rétti manninum hana inn um gluggann aftur með þeim orðum, að svona geri maður ekki. Hann hló bara og sagði að eitthvað þyrftu krakkarnir í unglingavinnunni að hafa að gera, keyrði áfram nokkra metra og henti henni aftur út um gluggann. Ég ætla ekkert að vera að lýsa því hér, hvað mig langaði til að gera við fíbblið, en það var sko alls ekkert lítið og alls ekkert sætt
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munum að ganga vel um úti, ekki bara heima




Flokkur: Bloggar | 7.9.2008 | 08:04 (breytt kl. 14:17) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óþolandi svona fólk, versta við þetta er að það er hægt að sekta fólk við þessu en þá þarf líka að standa þau að verki!!
Takk fyrir okkur í gær, og eigðu góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:12
Já þessir umhverfis sóðar eru kvöl og pína við stóðum einn að verki á föstudaginn hann var á steypubíl frá Vallá það var verið að steypa vestur á vík en hann ók síðan hingað austur Túngötuna og bakkaði inn á göngustiginn og losaði bílinn þar Tommi stökk út með myndavélina og tók nokkrar myndir og þá kom maðurinn niður og spurði hvort hann hefði eitthvað við það að athuga að hann losaði bílinn þarna ég held að það væri ekki vel séð ef þeir losuðu bílana í íbúðagötum Akureyrar við kærum okkur ekki heldur um þetta hérna hjá okkur takk
Dísa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:31
Jokka mín: Jamm það þarf að vera hægt að standa þá að verki nefnilega
Takk sömuleiðis fyrir komuna
Dísa mín: Losaði inn á göngustíginn ???? Nei takk, þetta hefði hann aldrei látið sér detta í hug hér í bæ
Tommi góður, kysstu hann frá mér og eigðu góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 7.9.2008 kl. 11:58
Ég er svo sammála, umgengni fólks er stundum hreinn hryllingur og þá er ég heldur ekkert að tala um yngra fólkið.
Það er svo skrítið að fólk skuli alltaf halda að aðrir eigi að ganga frá eftir það sjálft. Þessir "aðrir" virðist vera þjóðflokkur sem er alls óskyldur þessum "hinum" sem gera bara það sem þeim sýnist.
Hvernig var aftur máltækið? "Umgengni lýsir innri manni" og svei mér þá ef það er ekki eitthvað til í því.
Annað máltæki er "Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér skalt þú og þeim gjöra". Það má snúa því við og segja "Það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér skaltu ekki sjálfur gera". Ætli þessum umhverfissóðum brygði ekki við ef við tækjum okkur til og losuðum ruslið okkar inn í bílinn þeirra eða jafnvel inn um bréfalúguna þeirra??? (Of langt gengið, humm.)
Hóffa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:59
Hóffa mín: Vel orðað
Stundum þarf bara að ganga svolítið "of langt" til þess að sumt fólk átti sig
Jónína Dúadóttir, 7.9.2008 kl. 12:01
Hóffa, já inn um bréfalúguna hjá manni eins og þessum í miðbænum og ef hann spyr hvað við séum eiginlega að gera þá erum við bara að sjá konunni og honum fyrir vinnu, jú eitthvað verða þau að gera
. Ótrúlegt hvað við höfum fyrir börnunum, á okkur læra nefnilega þau og þess vegna er þetta svona. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Svona lagað er bara dónaskapur af verstu gerð og ég ætla ekki að lýsa því hvað ég vildi gera við svona fólk
Hafðu það gott Ninna mín!
Sigríður Jóhannsdóttir, 7.9.2008 kl. 12:53
Sigga mín: Æi já það væri svooolítið gaman
Hafðu það gott líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 7.9.2008 kl. 13:12
Það var einn sem sá félaga sinn tæma úr öskubakanum á götuna hann pikaði retunar og öskuna upp og setti í póstkassann hjá félaga sínum. Ég held að hann hafi hugsað sig 2 um áður en hann gerir það aftur.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 7.9.2008 kl. 13:38
Skattborgari: Eiginlega bara góður þessi
Jónína Dúadóttir, 7.9.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.