Skyldi það vera talið framhjáhald...

... ef kærastan til margra ára gengur allt í einu í klaustur ? Las um þetta áðan, strákgreyið stendur nú mótmælastöðu fyrir utan klaustrið til að reyna að ná stúlkunni frá... Jesú ? WounderingÉg var alveg ákveðin í að gerast nunna þegar ég var 12 ára, þá fór mamma með okkur systurnar fjórar í bíó að sjá Sound of music. Þessi glópska eltist fljótlega af mér þegar unglingsárin gengu í garð og ég áttaði mig smám saman á því, að maður má sko ekki gera neitt skemmtilegt í klaustri og svo var líka alls ekkert á vísan að róa, með hann þarna fallega ríka manninn sem átti að vanta barnapíuGrinÉg er að byrja að vinna í dag, hef ekki unnið nema eina aumingjalega viku síðan í endann á júní og geri aðrir betur, ef það er hægtToungeByrja að vísu bara í kvöldvinnunni þessa viku og skilst það verði mjög róleg vika hjá mér...SleepingÞað var búið að bæta svo mörgum skjólstæðingum við að sú sem vinnur á móti mér, var lafmóð og ekki í sínu besta skapi alla síðustu viku. Þangað til í gær, þá hringdi hún og sagðist vera búin að senda svo marga í burtu og á sjúkrahús og nú væri lítið sem ekkert að gera...  Hef hana nú grunaða um að vera að ljúga upp á sig einhverjum hamförum þarna, en ég er ekkert ósátt við að byrja bara rólegaWinkÓskin mín til ykkar er sú, að vinnuvikan verði ykkur góð, árangursrík og um fram allt skemmtilegSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjúkk eins gott að þú gekkst ekki í klaustur það hebbði ekki verið neitt fjör þarna í denn ef þú hefðir ekki verið memm

Dísa (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Unnur R. H.

Já ekki er neitt rosa stuð í þessum klaustrum Gott að hafa þig hérna megin við klausturveggina

Unnur R. H., 8.9.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Hvað heldurðu að það hafi verið mín kæra, sem kom í veg fyrir að ég gengi í klaustur ?

Unnur mín: Þakka þér fyrir, mér finnst það líka ferlega gott

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 08:26

4 identicon

Held það þurfi mjöööög sérstaka karaktera til að ganga í klaustur, ég dáist að þessum konum (og mönnum sem eru munkar) en þetta hefur aldrei heillað mig!  en ég er voða fegin að þú varðst ekki nunna, því þá hefði ég sennilega aldrei kynnst þér

Eigðu góða vinnuviku og takk fyrir okkur

Jokka (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:31

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Ertu að segja að þú hefðir ekki gert þér ferð í klaustrið til að kynnast mér ? Jæja....Þakka þér fyrir mín kæra og sjálfþakkað

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 08:42

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei, nei - ekkert framhjáhald í gangi þarna held ég, en jú vissulega er hægt að vera abbó út í óvenjulga hluti. Held að minn sé smá abbó út í meint ástarsamband mitt við tölvuna mína.  

Einhvern veginn held ég að nunnubúningurinn sé ekki alveg þú!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 09:56

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Skil þig, minn er ekki alveg laus við þessa afbrýðissemi heldurÉg verð að vera sammála þér með nunnubúninginn og mig, þó að svart fari mér nú samt langbest

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Skattborgari

Þú þarft að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af börnum né barneignum né því að finna þér mann allt þitt líf í klaustri. Þetta er spurning um að velja eða hafna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.9.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Já og ég valdi að fara ekki í klaustur, eins og Jóhanna segir : Nunnubúningurinn er ekki alveg ég

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:22

10 Smámynd: Skattborgari

Skil þig vel ég held að það henti flestum ekki að vera í klaustri allt sitt líf.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.9.2008 kl. 10:31

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Nei, það þarf alveg sérstakt fólk í það og ég er ekki af þeirri gerðinni, get samt ekki annað en dáðst að þessu fólki

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:40

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég ætla að ganga í klaustur,seinna

Birna Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 12:13

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Mikið seinna

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 12:20

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég segi bara eins og flestir aðrir hér, gott þú valdir lífið utan veggjanna, ella hebbðum við hin ábyggilega ekki kynnst þér, þú yndislega konaGangi þér vel að tjónka við þessa fáu skjólstæðinga. Ætli Ekkiuppáhaldsskjólstæðingurinn hafi verið lagður inn

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:35

15 identicon

Ja, ég er nú eiginlega í klaustri nema ég er ekki í eins búningi og hinar nunnurnar
Annars hef ég ákveðið að þegar ég verð eldri og ríkari að hella mér út í ljúfa lífið, drekka koníak, reykja svera vindla og kaupa mér bláfátæka unga menn  til að uppfylla alla duttlunga mína

Hóffa (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:01

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er alveg með Hóffu

Birna Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 23:10

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þakka þér fyrir mín kæra, þetta var fallega sagtEn,veistu að þrátt fyrir alla mína heppni eiginleganæstumþvíalltaf þá var Ekkiuppáhaldsskjólstæðingurinn heima hjá sér og alveg jafn ekkiskemmtilegur og venjulega

Hóffa mín: Þetta eru frábærar framtíðaráætlanir hjá þér

Birna mín: Ég skil það

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband