Opn eða lok ?

Við þurftum að kaupa okkur nýja kaffivél í gær, sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi, en ég ætla samt að færa það hér í frásögu...Wink Gamla kaffivélin, sem er ekki nema um það bil 2 mánaða gömul gafst upp á að hafa alltaf nýuppáhellt kaffið á hitaplötunni, svo hún hætti fyrir rest að halda heitu því sem var í könnunni. Ég man nú ekki hvort það var sérstaklega tekið fram að það væri ekki gott fyrir hana, en ég bara geri ekki ráð fyrir því að rafmagnstæki virki lengi blaut...Woundering Það var nefnilega ekkert svona dropstop á henni og þegar fólk má ekki vera að því að bíða eftir því að kaffið sé allt komið niður, þá fer sem fer... Tounge Jæja við komum heim með kaffivél í geimskutlulíki, kannan í henni er líka hitabrúsi, sem er ferlega fínt. Ekki nenni ég nefnilega þeirri svakalegu vinnu sem felst í því að hella kaffi úr glerkönnu í hitabrúsa... sem ég veit líka ekkert alltaf hvar er... ég er með svo stórt eldhús...Whistling Ofan á þessari nýju flottu kaffivél er lok og undir því er trektin til að setja kaffið í, skýrir sig sjálft sko... en það er bara ekkert hægt að loka því nema annað slagið og þegar það tekst þá má ekki hósta nálægt vélinni eða hreyfa sig óvarlega, hvað þá snerta hana þá hrekkur það opið...Undecided Það fylgja henni vissulega leiðbeiningar en þær eru á sanskrít, svahili og hollensku en þar sem að ekkert af þessum tungumálum er mér sérlega tamt í munni, þá sé ekkert um það hvort þetta er opn eða lok eða jafnvel ætlast til þess að þetta sé hvortveggja...Frown Til þess að gera mér nú lífið sem auðveldast, sem ég legg alltaf verulega mikla mikla áheyrslu á, fer ég bara með nýja fallega geimskutlulíkiskaffivélarkrúttið okkar aftur í búðina og læt kenna mér á hana eða skila henni og fæ aðra sem virkar eins og ég vilGrin Eigið góðan dag elskurnar mínar, það er dásamlegt veður hérna... fyrir utan gluggann, sól og 5 stiga hitiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Fínasta gluggaveður hérna líka,en það er vatn

Birna Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 07:35

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... það er vatn ! Flottasta og innihaldsríkasta stutta setning sem sögð hefur verið

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan og blessaðan daginn og kossar og knús til þín líkaNú fer ég og fæ mér kaffi

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: Skattborgari

Það jafnast ekkert á við rótsterkt kaffi á mornana.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.9.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Eins nauðsynlegt og bensínið og olían á bílinn

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 10:23

6 identicon

kaffið er ekki gott úr bollakaffikönnonum.þú átt að fá þér moccamaster það eru allra bestu kaffivélarnar mín er orðin 13 ára og eins góð og ný hellir uppá heitt og er fljót að því

Dísa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:57

7 Smámynd: Skattborgari

Ég er með pressukönnu og mér dytti ekki í hug að kaupa þessar sem hella upp á einn bolla í einu því að það er dýrasta kaffið sem þú færð útur búð miðað við kíló.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.9.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ninna systir mín gaf mér alveg eðal kaffikönnu.Gæti ekki verið án hennar

Birna Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 12:24

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hallgerður mín: Við skoðuðum þær, en fannst að mikið assgoti yrði nú kaffið úr þeim að vera gott miðað við hvað þær kosta

Dísa mín: Ég er nú ekki svo mikil kaffimanneskja, mér nægir að kaffið sé heitt blautt og svart og að ég þurfi ekki að hella upp á með gamla laginu

Skattborgari: Ég á eina svona bollakönnu, sem heitir Senseo, hún er ágæt fyrir svona letingja eins og mig

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Mikið er hún Ninna systir þín góð stelpaGott ef þú ert ánægð, ég er búin að ákveða að gefa þér kaffi í hana (og eitthvað af gömlu pússlunum mínum) í jólagjöf...Æts aldrei get ég nú þagað....

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 12:52

11 identicon

Kaffi já...hmmm...þá er nú teið alltaf betra sko  það er líka einfaldara að drekka te..bara heitt vatn og poki útí..og málið dautt

Eigðu góðan dag sömuleiðis með nýju geimskutlukaffikönnunni, er líka hægt að nota hana sem ryksugu?...tíhí...

Jokka (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:16

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Jú te er líka gottSko hún ryksugar, kennir Jóa að ganga vel um, syngur ljúflega á morgnana... fyrir mig auðvitað og ... neinei ég er auðvitað bara að plata...

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 13:23

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

KLUKK

ÞÚ ERT HANN 

Brynjar Jóhannsson, 9.9.2008 kl. 13:43

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brynjar Jóhannsson, hvað meinarðu ?

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 14:47

15 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hehe, kaffikönnur geta verið erfiðar, en kaffi er gott og eiginlega bráðnauðsynlegt svo hægt sé að lifa daginn.

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:56

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

púsl púsl

Birna Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 18:33

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Bráðandsk... nauðsynlegt

Birna mín: Jamm...

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 21:08

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína...

Ef þú ferð á mína bloggsíðu... þá veistu hvað ég meina..  

Brynjar Jóhannsson, 10.9.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband