Massa þetta bara !

Ég er að prjóna peysu á sonardótturina hana Lindu Björgu "alle að verra hriggjára", það eru 6 litir í peysunni og stundum flækist allt garnið í stóra beðju sem þarf svo að leysa úr. Sú stutta var hjá mér einn daginn og þóttist vera að hjálpa mér... afsakið var auðvitað að hjálpa mér, að losa flækjuna. Hún sat þarna mjög einbeitt og rótaði með litlu höndunum sínum í beðjunni í þó nokkra stund, fórnaði svo allt í einu höndum, stundi þungan, ranghvolfdi í sér augunum og sagði : "Amma, má ég fá skæri ?"ShockingHún hefur það frá ömmu sinni mér, að vilja bara koma hlutunum í verk, einn tveir og þrír, helst að "massa þetta bara". En ég þarf líklega ekki að taka það fram, að ég lánaði ekki barninu skæri á prjónaskapinn minn...GrinEldspítur, hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri, sagði blessunin hún tengdamóðir mín heitin alltaf og það er auðvitað alveg rétt. Annað lána ég börnum heldur aldrei og það eru eyrnapinnar, en ég las um rannsókn sem var framkvæmd af einhverjum svakalegum spekingum í USA, þar sem þeir eru allt í einu búnir að finna það út, að eyrnapinnar séu hættulegir fyrir eyrun á fólkiW00tÞeir hefðu getað sparað sér alla vinnuna og peningana sem fóru í þetta, með því að spyrja svo sem eins og eina mömmuWinkNúna ætla ég að fá mér meira kaffi úr nýju geimskutlulíkiskaffivélinni, pakka inn gömlu púslunum mínum, senda þau í pósti til skvísu suður á landi og svo finn ég mér örugglega eitthvað mjög mikilvægt verkefni í kjölfarið, eins og til dæmis að prjóna eða púsla eða pakka saltfiskinum sem ég setti í bleyti í gær eða... kannski bara fá mér meira kaffiToungeNjótið dagsins gott fólk, hann kemur ekkert afturSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Sömuleiðis elsku dúllan

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 08:14

2 identicon

kaffi kaffi er mín bara dugleg að prjóna eyrnapinnar eru hættulegir ég er búin að kenna á því ég rak einn á kaf í eyrað á mér og það kostaði 4 ferðir á sjúkrahús

Dísa (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Alltaf gaman að prjóna, veit ekki með dugnaðinnÉg er að segja það, þeir eru hættulegir...Ég vona að þetta hafi nú samt lagast alveg hjá þér

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 08:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dugleg stelpa.  Rosalega ertu klár að geta prjónað. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 09:31

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Já er það ekki bara, þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ansans dugnaður er þetta kona

Birna Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já finnst þér nokkuð, enda orðin uppgefin eftir öll afrekin og dagurinn ekki hálfnaður...

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 12:27

8 identicon

Peysan lítur ljómandi vel út, og takk fyrir spjallið og tebollana  rafmagnið var komið á þegar ég kom heim aftur, heppnir þeir hjá Norðurorku

Eigðu góðan dag

Jokka (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:37

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þakka þér fyrir, það gerði kannski gæfumuninn að elsku rófan mín fékk ekki skærin

Hallgerður mín: Þau eru yndisleg blessuð börnin og uppátækin hjá gamla fólkinu geta oft verið svo skondin

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 12:48

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er kraftur á kellu.  ÉG er svo óskaplega forvitin að vita hver Jokka er, hef bara heyrt þetta nafn einu sinni áður og sú kona var í Kvennó með elstu systir minni í den, getur þetta verið sama manneskjan? sú Jokka hét Jóhanna og var að mig minnir frá Stykkishólmi  já ég veit, ég hef minni eins og fíllinn.  Kær kveðja norður og takk fyrir innlit.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 14:55

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Hún Jokka heitir vissulega Jóhanna, er skvísa rétt rúmlega þrítug og ég held ekki að hún sé frá Stykkishólmi... sel það samt ekki dýrara en ég stal þvíOg sjálfþakkað fyrir innlitin heillin góð

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 15:07

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt of ung Jokka til að hafa verið í Kvennó með sextugri systir minni  varð bara að forvitnast. Takk fyrir upplýsingar.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 15:09

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Æi, hvað Linda Björg er mikil dúlla. Rétt hjá alle að verra hriggjára pontu að ætla bara að redda þessu, massa hlutina í hvelli

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.9.2008 kl. 17:11

14 Smámynd: Unnur R. H.

herru, ég vantar einhvern að prjóna á guttana mínaviltu ekki bjóða þig fram

Unnur R. H., 11.9.2008 kl. 21:15

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Ekkert mál, ef maður spyr ekki veit þá maður ekki

Sigga mín: Æi já, hún er alveg á langskemmtilegasta aldrinum

Unnur mín: Ef ég væri góð kona... sem ég er bara ekki... þá mundi ég prjóna á guttana þína

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband