... flott að geta sagt það... en hann er sá, að ég hef allt of marga gallaEinn af göllunum mínum er, að ég hef verið að ergja mig yfir ömurlegum skjólstæðingi í kvöldvinnunni minni... stór galli ! Það er auðvitað ferlegt að taka vinnuna svona með sér heim, en ég gáði bara ekki að mér...
Stundum man ég samt eftir því að reyna að finna einn kost með hverjum galla sem ég finn, hvort sem það er hjá mér eða öðrum. Ég ákvað að taka mér tak núna í morgunsárið og reyna að finna kostina hjá þessum ömurlega skjólstæðingi... annars kvíði ég því bara endalaust að fara til hans á hverju kvöldi...
En það gengur alls ekki nógu vel, annað hvort vegna þess að ég er ekki nógu jákvæð eða að hann hefur þá bara ekki... samt vill hún Pollýanna litla ekki samþykkja að það sé til manneskja sem hefur alls enga kosti...
Ég finn tvennt jákvætt samt: það er alltaf svo agalega gott þegar ég get lokað útihurðinni hans á eftir mér og verið utan við hana... og: hann er orðinn fjörgamall.... þetta síðara er ljótt, ég veit það
Það er lítill vandi og töluvert freistandi að fylla heila blaðsíðu með göllunum hans en það nóg komið af því... Hann man til dæmis allan fjandann... og er með ættfræði á hreinu... og það getur bara verið gaman þegar ég næ honum á flug í þeirri deild. Það gerist bara ekki nógu oft, hann vill nefnilega bara kvarta... og setja útá... og tala illa um allt og alla... allt er svo heimskt og vitlaust. Ég er ekki að standa mig nógu vel í ætlunarverkinu... en fj... hafi það sumum er bara ekki viðbjargandi og þar er þessi allsekkiuppáhaldsskjólstæðingur minn efstur á blaði
Kannski ég fái mér bara eyrnatappa og pússi svo falska uppgerðarsparibrosið mitt alveg sérstaklega vel, áður en ég fer til hans í kvöld
Góðar stundir elskurnar mínar allar
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gangi þér vel
Dísa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 07:54
Dísa mín: Þakka þér fyrir vina mín, allar svona góðar óskir eru vel þegnar
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 07:58
Taktu með þér spari-spari brosið úr skápnum í eldhúsinu
Birna Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:07
Birna mín: Já þar er það, þakka þér fyrir að minna mig á
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:08
Við áttum svoleiðis báðar þegar við bjuggum "norðan hnífapara"Mitt týndist reyndar í einhverjum flutningunum
Birna Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:14
Birna mín: Mikið rétt, ég hélt ég hefði verið búin að henda mínu
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:27
Birna Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:29
En eigiði ekki líka svona sparirödd sem maður notar í símann? Minnir að það hafi verið til á æskuheimili okkar
Erna Evudóttir, 12.9.2008 kl. 08:31
Erna mín: Kannski við höfum þá bara gleymt henni þar
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:36
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/640413/
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 08:41
Æh..þeir lifa lengst sem lýðnum er leiðast...hljómaði þetta ekki þannig...
en ljótt að segja(skrifa) svona þannig ég segi bara upp með PollýÖnnu, sparibrosið, eyrnatappana..og eins og einn sagði við mig; Ef þér finnst viðkomandi leiðinlegur, sjáðu þá viðkomandi fyrir þér án allra fata! Sel það ekki dýrara en ég keypti það
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:10
Jokka mín: Ef ég ætti að sjá hann þennan fyrir mér án fata, þá yrði mér óglatt ofan í allt saman, þú hefur séð hann, útlitið hefur sko ekkert skánað síðan þá
En kannski virkar þetta einhversstaðar, einhvertímann... prófa við tækifæri
Eigðu góðan dag líka mín kæra og gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 09:18
Hallgerður mín: Já satt segirðu, en ég vildi ég gæti sagt um hann þennan að hann hefði einhvertímann verið eðlilegur... málið er að hann er nefnilega alþekktur hér norðanlands fyrir fordóma gagnvart öllu og öllum, frekju, dónaskap, hroka, ruddalega ágengni við konur á öllum aldri... ekki geðsleg lýsing á einum manni en ég er ekki að ýkja... því miður
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 11:04
Líttu á björtu hliðanar þú munt ekki þurfa að fara lengi í viðbót til hans þar sem að hann er orðinn gamal.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.9.2008 kl. 12:58
Skattborgari: Jú hugsunin um það hjálpar töluvert
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 13:10
Ég er meistari að lesa rangt úr fyrirsögnum, hélt fyrst þú ætlaðir að fara að tala um galla, svona eins og jogging-galla
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 14:11
Jóhann mín: ... eða kuldagalla
Þú ert frábær
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 15:11
... átti auðvitað að vera Jóhanna
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 15:13
eða diskógalla
..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 15:16
Já eða hann
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 15:17
Blessuð vinnan á það til að laumast inn heima hjá manni og alltaf bakdyramegin. Ekki ætla ég að ráðleggja þér, sýnist þú hafa eina ráði, falskt bros og reyna að lifa af
En þú átt alla mína samúð, held þú sért kannske á kafi í vandanum akkúrat núna, svo ég hugsa bara fallega til þín og vona að þér gangi vel
Sigríður Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 18:56
Ég vona að þú sért búin að skvera honum af,þarna þessum Dolla diskó
Birna Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 19:08
Æi ..svona í alvöru talað, þá kannast ég við það sem þú talar um, þar sem ég var að vinna á Eir og ein konan var SVOOOOO leiðinleg..hún var farin að ásækja mig í draumum..en 90% af fólkinu var fínt ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 23:33
Sigga mín: Þakka þér fyrir hlýjar hugsanir, þær virkuðu örugglega
það var nefnilega óvenju auðvelt að fást við gamla í gærkvöldi
Birna mín: Dolli Diskó
Góóóóð
Jóhanna mín: Jamm 90 % er þetta auðvitað bara nokkuð elilegt yndælisfólk
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 13:44
Vona innilega að þessi skjólstæðingur lesi ekki bloggið þitt
Annars, kannski myndi hann þá sjá af sér og vera örlítið skemmtilegri 
M, 13.9.2008 kl. 15:30
M : Tölvur meðal annars eru heimsk og vitlaus della segir hann karlkvölin, svo nei það er engin hætta
Ég held að það sé heldur engin hætta á að hann lagist héðan af
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.