Dagurinn og vegurinn...

Sonardóttir mín litla hún Linda Björg varð 3 ára í gær, hún er að heimanInLove Hún heldur nefnilega upp á afmælið sitt úti í Sviss, þar sem hún verður út þennan mánuð, með foreldrum sínum. Mamma hennar, tengdadóttir mín er frá Sviss og öll hennar fjölskylda býr þar. Hún bauð mér nú í afmælið sitt sú stutta, en letin í mér eða kannski eitthvað annað, gerði það að verkum að ég fór ekkert og bíð bara eftir veislunni sem verður haldin þegar þau koma heim afturWink Haustveðrið hérna á norður hjaranum er búið að vera yndislegt núna undanfarið, 15 - 17 stiga hiti upp á hvern dag og loksins kom hún rigningin sem hefði kannski mátt vera aðeins meira af í sumar, hefði líklega gert aðeins meira gagn þá. Það er aldrei hægt að fá allt, en það sleppur tilJoyful Einn gamli maðurinn sem ég heimsæki á kvöldin, alltaf glaður og jákvæður þrátt fyrir mikið heyrnar og sjónleysi, vill ekki alltaf borða matinn sem hann fær sendan heim. Í gærkvöldi sagðist hann vera búinn að borða, lýsti fyrir mér matnum hvað hann hefði verið góður og hann væri núna sko alveg pakksaddur... Ég sá nú að vísu um leið og ég kom inn, diskinn með öllum matnum hans ósnertum, inni í bakaraofninum, þar sem hann hafði falið hann fyrir mérGrin Mér fannst þetta svo skondið hjá honum, þetta er nefnilega alveg ný aðferð og þóttist ekkert vita, bauðst bara til að gefa honum uppáhaldsjógúrtina hans í "eftirrétt", svo hann borðaði þó eitthvað og hann þáði það eins og skot, eins pakksaddur og hann þó varLoL Lífið er ljúft, lifum því ! Eigið góðan dag, í allan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með litlu skottuna,hún er alger dúlla

Birna Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Þakka þér fyrir skvísa mín

Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með dömuna OG rigninguna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 10:06

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Hérna hmm afhverju fórstu ekki í afmælið hennar?

Erna Evudóttir, 14.9.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Einhver leti í konunni

Birna Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Þakka þér fyrir OG þakka þér fyrir

Erna mín: Hérna... hm... ahhh...

Birna mín: Æi bara að farast úr leti sko

Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Til hamingju með litlu skvísuna og skil bara ekki af hverju þú fórst ekki í afmælið, bara skutlast dagpart sko!

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:20

8 Smámynd: Skattborgari

Þú hefðir bara átt að taka næstu vél og vera í 2 daga og svo heim aftur.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 14.9.2008 kl. 14:51

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk vina mín Já bara svona rétt droppa í smá afmæli til Bern í Sviss

Skattborgari: Er rétt að byrja að vinna eftir 2 mánaða veikindafrí... ekki sjens í helv... að ég hefði fengið frí

Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 15:12

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Bara rétt si svona, já

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:23

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ójá

Hallgerður mín: Takk mín kæraGaman að því, ég verð 51 árs núna 3.október

Ester mín: Takk fyrir það

Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 05:53

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ester aftur, þetta eru ekki mínar myndir, ég vildi óska þess samt en það er mágur minn sem tekur þær... ég er bara með linkinn inn á hjá honum

Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 05:55

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vissulega

Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband