Það er eins og það gangi eitthvað á... einna líkast því að snarklikkaður skógarhöggsmaður hafi farið hamförum hérna við götuna, stórar og litlar trjágreinar liggja þvers og kruss út um allt. Það er risavaxin ösp rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar og við vöknuðum við það um miðja nótt að ein greinin á stærð við meðaltré, brotnaði af henni. Hún liggur akkúrat á þeim stað sem við erum búin að ákveða að setja niður garðhúsið sem á að hýsa frystikistuna, garðhúsgögnin, grillið og allt það dót
Alltof algengt orðalag og eiginlega frekar asnalegt, yfir svona læti væri sjálfsagt geðveikt brjálað veður, ég er löngu búin að fá leið á því. Af hverju ekki alveg eins bara hjartveikt brjálað veður eða magaveikt brjálað, lungnaveikt ? Þekki einn sjö ára sem notar þetta mjög mikið, hitt og þetta er gee-ett (lesist: geðveikt )flott eða gaman, en eins og ég segi, hann er bara sjö ára. Mér finnst fullorðið fólk nota þetta allt of mikið og legg til að tekin verði meira í notkun öll þessi góðu og gildu lýsingarorð, sem við eigum nóg til af í íslenskunni... Svo legg ég líka til að blaðburðarfólki verði skipað að vera alfarið heima hjá sér í svona veðri, það má bara kveikja á útvarpinu til að fá fréttir þangað til þetta er gengið niður. Annars góð
Eigið góðan dag og passið ykkur á vonda, vonda veðrinu og ég vona að allir komist heilir og óskaddaðir frá því



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173247
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brjálað rok hér í nótt,held að ég sé ekki fokin(mar gær aððí)Ég á hins vegar eftir að skoða það með vinnuna hvort eitthvað fauk þar.Ruslagámurinn er festur með keðju,nenni ekki að elta hann út um allar trissur í roki
Birna Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 07:44
Ragna mín: Gæti trúað því já að þið hafið fundið allhressilega fyrir því
Knús inn í þinn dag líka
Hallgerður mín: Klukkan hvað leggjum við af stað ?
Birna mín: Spurning að fá þannig keðju á þig líka bara
Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 07:55
Það var hressilegt rok hér í nótt líka, þó ég búi í veðurblíðunni á Eyrinni! Skil ekkert í þessu tíhí..
Eigðu góðan dag og gættu þess að fjúka ekki heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:19
Jokka mín: Jahérnahér... ekkert skil ég í þessu...
Ég er stór og á stóran jeppa... fýk varla
Góðan dag handa þér líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 08:33
Þetta er alveg ýndislegt í Reykjavík núna en var slæmt í gærkvöldi og nótt.
Verður bara að hreinsa greinina og fleyja henni.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.9.2008 kl. 11:11
Haustið er komið. What can I say?
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 11:26
Það var reglulega íslenskt veður sem tók á móti okkur hér í gærkvöldi, rosalega var ég þákklát fyrir ranann úr vélinni og inn í Leifstöð.
Ía Jóhannsdóttir, 17.9.2008 kl. 11:31
Skattborgari: Fór og skoðaði tréð umrædda og sá að önnur grein jafnstór hefur brotnað líka en hún hangir þarna uppi... svona eins og af gömlum vana. Nóg að gera í lóðahreinsunum núna
Jenný mín: Jú það er líklega rétt, en það er samt 18 stiga hiti hérna á Akureyri núna
Ía mín: Velkomin heim
Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 11:48
Ég svaf ekkert, þessi konan sem ættuð er og alin upp norðan hnífapara og í mesta vetrarveðurvíti sem um getur, skondið
. Einhvern tímann verður allt fyrst og nú kom að því að veðrið hélt fyrir mér vöku. Norðan hnífapara fara húsin nebblega á kaf svo rokið truflar ekki eins
Sigríður Jóhannsdóttir, 17.9.2008 kl. 17:57
Sigga mín: Góð
Mig rámar eitthvað í hús á kafi í snjó og baðker full af snjó og bílar á kafi í snjó.... jú vindhljóðin fóru algerlega ofan við mann
Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 19:50
Það var reyndar kaldara líka
Sigríður Jóhannsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:18
Ójá

Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.