Aftur til upprunans ;-)

Næsta mál á dagskrá hjá okkur sambýliskornunum s.b. hjónakornum, er að leita aftur til upprunans og reyna að rifja upp hvernig á að klifra í trjámCool Greinin sem brotnaði af risaöspinni okkar í fyrrinótt er á stærð við meðaltré og við sáum svo okkur til hrellingar að tvær aðrar af svipaðri stærð eru líka brotnar, en þær hafa komið sér vel fyrir á öðrum greinum þarna uppi og virðast alls ekkert ætla sjálfviljugar niður á jörðinaFrown Öspin stendur mitt á milli hússins okkar og gangstígs, sem liggur í gegnum hverfið hérna og mig langar ekki að hugsa þá hugsun til enda, ef þessar greinar fara nú að taka upp á því einn góðan veðurdag, að hrynja í hausinn á einhverjum sem fer um gangstíginn...Crying Nú á bara eftir að ákveða hvort okkar það verður sem klifrar, en ég fann það út af mínu kvenlega hyggjuviti, að eðlilegast væri auðvitað að það okkar sem teldist hafa komið á eftir hinu niður úr trjánum, færi upp...Wink Ég get nú ekki sagt að þetta hafi vakið neina almenna kátínu á heimilinu vegna þess að af einhverjum undarlegum ástæðum, þá datt spúsa mínum í hug að ég væri þá að meina að hann ætti að klifraWhistling En svo er nú líka hægt að hringja bara og biðja um kranabílTounge Ég hef aðeins verið að pæla í að láta bara fella öspina alveg, hún er auðvitað algert skaðræði svona inni á lóð við hús, en hún er svo stór og svo falleg... á sumrinJoyful Ég veit sem er að eldri sonur minn, sem er einn af fáum skógarhöggsmönnum á landinu mundi með ánægju taka verkið að sér, en ég ætla að sjá til fyrst hvernig gengur með upprifjuninaGrin Eigið góðan dag elskurnarSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Láttu Öspina standa, ekki nógu gott að fara að farga þessum almennilegu trjám heima, er ekki hægt að snyrta Aspar skömmina svo að enginn fái greinar í hausinn.

Eigðu góðan dag mín kæra Jónína

Heiður Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 07:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Tími eiginlega bara alls ekki að farga henni sko

Eigðu líka góðan dag ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 08:03

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þær eru fallegar á sumrin

Birna Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 08:25

4 Smámynd: Einar Indriðason

Aspir eru fallegar, já.  En stórhættulegar með rótarkerfið... troða sér í allar lagnir og jafnvel inn í kjallarann hjá fólki.  Þannig að ... ef þú spyrð mig... þá segi ég... taka öspina áður en hún gerir (meiri) skaða.

Einar Indriðason, 18.9.2008 kl. 08:32

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kannast vel við þessa tilfynningu.  Að höggva niður tré er bara ekki í okkur Íslendingum.  Ég fæ alltaf í magann þegar þarf að grysja heima hjá okkur, tala nú ekki um þegar stór 120 ára tré falla fyrir veðurhaminum en það hefur oft komið fyrir á okkar landareign. 

Snyrtu bara öspina hún plummar sig og verður eins og drottning í vor.    

Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 09:07

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já þær eru það svo sannarlega

Einar minn: Jamm alveg rétt, ég held nefnilega að ræturnar á þessari fallegu ösp sé að koma upp um kjallarann hjá okkur...

Hallgerður mín: Ja... sko mitt kvenlega innsæi....

Ía mín: Sammála, þessi ösp er orðin einhverra tuga ára gömul og það væri vissulega missir af henni

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 09:23

7 identicon

Væri ekki bara skást að fá kranabíl, ég meina það þarf hann hvortsem er ef annaðhvort ykkar klifrar upp og þorir ekki niður aftur!  nei smá grín..

Ég myndi taka öspina, en það er bara ég, hún er nefnilega skaðræði blessunin eins falleg og hún er, en aspir eiga ekki heima í bæjum, þær eru eins og hundarnir, eiga best við þær að vera í sveit  þar sem þær njóta sín best þessar elskur.

Takk fyrir mig í gær, sjáumst fljótlega aftur!

Jokka (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Já heldurðu að hann þori ekki niður ?Æi það kemur bara í ljós hvað við gerum... Takk fyrir komuna í gær elskið mitt

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Skattborgari

Ég myndi taka hana því að ef hún er látin vaxa mikið lengur þá er hætta á að hún valdi tjóni hjá þér.

Kveðja SKattborgari.

Skattborgari, 18.9.2008 kl. 10:47

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Ég er nú einna helst á því að hún verði að fara

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 12:10

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í mínum garði brotnaði heljarinnar tré.

Meiri lætin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 13:23

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Já heldur betur !

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 15:15

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Rótarkerfið já, garðyrkjumaður sagði mér að asparrætur gætu ekki sprengt grunna, þær hins vegar geta troðið sér inn um sprungur og stækkað þær, hins vegar veit ég ekki hvort það er satt, en þær geta skemmt lagnir. Ég fór með ungana mína, alla 24, í Davíðshús í morgun. Bak við það merka hús lá heljarinnar ösp á hliðinni, ekki brotin heldur hafði greyið rifnað upp með rótum, segir kannske allt sem segja þarf um veðurhaminn umrædda nótt. Ekki nóg með það heldur hafði hún lagt sig alveg meðfram skúr við næsta hús, heppinn sá eigandi. Ég er með aspir í röðum fyrir framan húsið mitt, búin að fjarlægja fjórar eða fimm og sé alltaf jafnmikið eftir þeim. Hins vegar var svo komið að ljós þurfti að vera kveikt inni allan ársins hring, á nóttu sem degi. Ekki alltaf hugsað þegar pínuponsuoggolitlutrjánum er plantað.

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:11

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þær eru skaðræði á við íbúðarhús, en það hefur fólk sjálfsagt ekkert hugsað útí þegar þeim var plantað í gamla daga... kannski ekkert vitað það heldur. En þá kemur það í okkar hlut að lagfæra

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 18:40

15 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Nema þegar veðurhamurinn gerir það að mestu fyrir mann svo ekki þurfi að rifja upp hvernig klifra eigi í trjám

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:03

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 22:01

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

...minnir mig á strákinn sem

Þetta minnir mig á söguna af stráknum sem var að byrja í háskóa, hann var spurður "ertu búinn að velja þér grein?" .. Hann svaraði: ,,Ha, fæ ég ekki borð og stól eins og hinir?"  Góðan og blessaðan daginn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.9.2008 kl. 08:01

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

GóðurGóðan og blessaðan dagin mín kæra

Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband