... það vil ég ekki láta gera mér ! Þetta er nú ekki alveg orðrétt upp úr Biblíunni, en meiningin er alveg sú sama
Enda varla hægt að komast hjá því í svona agalega þykkri bók skrifaðri af fólki, sé ekki einhversstaðar eitthvað, sem hægt er að nota í mannlegum samskiptum. Mér var einu sinni sagt að ég mætti ekkert taka bara sumt úr þeirri bók og nota það, það yrði að vera annað hvort allt eða ekkert ! Glætan
Það er náttulega ekki hægt, svona svipað og að eiga matreiðslubók og mega ekki nota bara nokkrar uppskriftir, sem manni líkar... annað hvort allar eða enga...
Sumir halda því líka fram að Æðruleysisbænin sé bara fyrir alkóhólista... það er náttulega bara helíum rugl... hún er auðvitað fyrir alla sem vilja tileinka sér hana og því fleiri, því betra
Ég ætla ekkert að fara út í neina trúar eða bænaumræðu hérna, þó það líti eiginlega út fyrir það... Meira svona að minna sjálfa mig á hvað má betur fara og auðvitað mega allir nota það sem þeir vilja úr þessum pistli.. eða ekkert... frjálst val
Það er kominn föstudagur sem er ferlega fínt, ég er nefnilega að verða komin með upp í háls af vinnunni minni... Það sem fer verst með mig er að ef skjólstæðingur hættir, þá er það aldrei vegna þess að honum batnar... hann deyr. Og ég eiginlega veit ekki hvort ég get tekist á við það mikið lengur með þeirri ró og sátt, sem ég hef þó verið að reyna að tileinka mér í gegnum árin... Ég er samt ekkert haldin neinni afneitun á staðreyndir, fólk hættir ekkert að deyja þó ég hætti að vinna við að sinna því, síðustu æviár þess... púra eigingirni, veit það
Nú ætla ég að nota helgina til að hvíla mig vel og verð þá vonandi betur til þess fallin að takast á við vinnuna mína á mánudaginn
Eigið góðan dag elskurnar mínar og fyrirgefið mér þetta röfl








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góða helgi mín kæra Jónína, hér er fallegt haustveður, en auðvitað er farið að kólna mikið, og kominn tími á vettlinga og trefla.
Einhvernveginn finnst mér sumrið hafa liðið óskaplega fljótt, er ekki sátt við að það sé búið
Heiður Helgadóttir, 19.9.2008 kl. 08:59
Góð hugleiðing að morgni. Eigðu góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 09:04
Nei veistu ég er voða fegin að það snertir þig ef e-hver deyr, því það sýnir að þú ert mannleg og hjartahlý manneskja, sem þú ert heillin mín
Aldrei að vita nema marr sjái ykkur e-hvað um helgina, og eigðu góða helgi sömuleiðiðs
Jokka (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:05
Heidi mín: Við huggum okkur við að það er líka eitthvað gott við veturinn... það kemur til dæmis alltaf sumar á eftir honum
Ía mín: Þakka þér fyrir og sömuleiðis
Jokka mín: Skárra væri það nú líka ef ég væri alveg ósnortin af því...
Líkur sækir líkan heim segi ég nú bara
Sjáumst
Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 09:21
Frábær pistill í morgunsárið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 09:43
Jamm þú segir nokkuð.Góð lesning
Birna Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 09:55
Jenný mín: Þakka þér fyrir
Birna mín: Þakka þér líka
Ragna mín: Knús til baka á þig eins og alltaf
Góða skemmtun í stórborginni
Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 10:54
Ef það snertir þig að manneskja deyr sem þú sinnir þá er það merki um að þú hefir réttu tilfininganar í þetta starf. Ef það að manneskja deyr snertir þig ekki þá áttu ekki að vinna innan um fólk síðustu árin.
Kvðeja Skattborgari.
Skattborgari, 19.9.2008 kl. 11:00
Skattborgari: Einfalt mál og alveg rétt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 11:06
Elskulegar og góðar manneskjur eiga að sinna störfum sem þínum, þannig að þú ert manneskjan í svona starf
. Hins vegar getur það verið erfitt að vinna alltaf störf þar sem þú þarft eilíft að vera að gefa af sjálfri þér, svo ég skil alveg þessar pælingar hjá þér
. Er þó alveg viss um að þín yrði saknað ef þú skiptir
Hafðu það líka gott um helgina ljúfust og hvíldu sálina vel, hún nefnilega þarf stundum á því að halda
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:00
Sigga mín: Mikið er þetta yndislegt hrós og ég þakka fyrir það þó það sé nú varla verðskuldað
Já ég þarf virkilega að setjast niður og leyfa sálinni að ná mér svona af og til
Hafðu það líka sem best og skemmtilegast mín kæra
Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 16:10
Góður pistill Jónína mín. Hvíldu þig vel um helgina ljúfust.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:34
Fullkomlega verðskuldað, held ég og ekkert múður með það heillin mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:44
Ólöf mín: Þakka þér fyrir mín kæra
Sigga mín:
Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.