Var að lesa frétt um konu sem kom að innbrotsþjófi inni herbergi lítillar dóttur sinnar að nóttu til, þar sem hann var að stela úr sparibauk barnsins... fréttin endaði á því að móðirin hefði orðið skelkuð og andvaka...
Þetta er nú líklega kallað fljótfærnisvilla og ég þekki þær mjög vel sjálf, hef stundað þær næstum því af samviskusemi, það sem af er ævinni
En af því að ég er nú svo dugleg að finna upp hinar ýmsustu afsakanir fyrir glappaskotunum mínum og barasta oftar en ekki töluvert umburðarlyndi gagnvart þeim, þá er ég bara ánægð með að gera helst ekki sömu vitleysurnar aftur, geri alltaf nýjar og nýjar... Gullfiskaminnið mitt gerir það að vísu að verkum, að ég man ekkert stundinni lengur, svo ég get í rauninni ekkert fullyrt um að ég sé ekki að endurtaka allt heila bullið... og það kannski hvað eftir annað
Annars góð... og bara gaman
Við keyptum okkur útiarinn í gær, ekki kannski alveg rétti árstíminn og sannarlega ekki rétta veðrið ! Sé mig nú ekkert mjög skýrt í anda, sitjandi við hann úti á palli í þessari rokrigningu sem er núna, en það er líka hægt að hafa hann inni og setja í hann kerti, það er nú eiginlega frekar veður til þess
Núna á eftir fer spúsi með stóra jeppann minn og setur undir hann nýtt pústkerfi, ég er víst búin að hreinsa undan honum það gamla... pústkerfið undan bílnum sko... og það sem hangir ennþá er ónýtt...
Ég átti nefnilega að koma með bílinn í skoðun í ágúst, en ég virðist hafa það fyrir reglu... veit ekki af hverju... að fara aldrei með bílana mína í skoðun á réttum tíma
Ég ætla að hætta þessu rausi og fá mér meira kaffi og óska þess í leiðinni að þið hafið það öll sem allra best, í allan dag








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 08:53
Jokka mín: Góðan og blessaðan daginn
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 09:30
Hurðu þetta er þá eitthvað svona gena-tengt,þetta með að fara helst ekki með bílinn í skoðun fyrr en,ja í mínu tilviki bara seinna
Birna Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 09:57
Mikið létti mér, þegar að ég las að það var bíllinn, ekki kallinn, sem að þú varst búin að hreinsa. Eigðu frábæran dag mín kæra
Heiður Helgadóttir, 20.9.2008 kl. 10:25
Birna mín: Held það sé alveg örugglega í genunum, ekki spurning
Heidi mín: Já það er miklu betra
Eigðu líka bestan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 11:05
Góða helgi
Ía Jóhannsdóttir, 20.9.2008 kl. 11:10
Ía mín: Sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 11:12
Yndislegt að sitja við úti við arin þegar hausta skal ég segja þér. Hafðu það gott heillin og farðu svo með bílinn í skoðun stelpa
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.9.2008 kl. 11:13
Sigga mín: Mér finnst það líka, en samt ekkert sérstaklega spennt að sitja úti í veðrinu eins og það var í morgun
Já ég er alveg að fara með bílinn í skoðun.....
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 11:19
Hallgerður mín: Ég auðvitað líka, en málið var samt orðalagið á fréttinni... hún var andvaka...
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 18:42
Það er alltaf best að laga allt um leið og það fer að byrja að fara.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 20.9.2008 kl. 20:01
Skattborgari: Alveg hárrétt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 21:18
Innlit og kvitt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.