Vil trúa því að ég hafi í gær bjargað húsmóðurferli mínum fyrir horn, allavega um stundarsakirTók mig til og arkaði fram í þvottahús í þessu fína tiltektaræði og fann ýmislegt sem ég hafði ekki séð lengi, eins og til dæmis vaskinn og vaskabekkinn
Henti 2/3 af fletum okkar eðla heimiliskattar, ég á bara eitt rúm þannig að það ætti að duga honum líka. Fór með allar flöskur og dósir niður í kjallara, maður hendir sko ekki svoleiðis, maður fer með í endurvinnslu, verst hvað þetta er farið að taka mikið pláss eftir að gefin var út sú tilskipun að það ætti að flokka þetta nákvæmar s.s. í plast, gler og ál. Fj... þrír pokar þá í staðinn fyrir einn eins og var...
Þvottahúsið okkar var nú ekki stórt þegar við fluttum inn og það stækkaði ekkert heldur, þegar við vorum búin að koma þar fyrir þvottavél og þurrkara, frystiskáp og frystikistu, hún er að vísu ekki stór eiginlega bara yfirstærð af skókassa, en hún þarf samt pláss. Og auðvitað fleti og kúkakassa okkar eðla heimiliskattar, en það slapp passlega undir vaskabekkinn, þennan sem ég fann svo aftur þarna í gær
Á meðan ég var að skurka þarna frammi, truflaðist auðvitað einn af 23 föstum dagslúrum okkar eðla heimiliskattar og hann fékk pólitískt hæli frammi á forstofumottunni á meðan. Það var þá sem hann gerði sér ljóst, hvað nú blaðburðarfólk er í raun hættulegt fólk
Þarna lá hann og mókti í sakleysi sínu, þegar allt í einu datt blað inn um bréfalúguna og honum brá svo svakalega að hann hentist í einni hreyfingu, upp af mottunni, yfir holið, inn í eldhús, þaðan inn í þvottahús, upp á frystikistuna og út um gluggann og ég gat ekki betur séð en fæturnir kæmu ekki niður fyrr en hann var kominn út á lóðina í þarnæsta húsi... og allt tók þetta í mesta lagi 3 sekúndur
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munum brosin
Flokkur: Bloggar | 21.9.2008 | 08:07 (breytt kl. 16:06) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins gott að Lúsifer fékk ekki vægt hjartaáfall litla druslan. Hann passar sig á bréfalúgunni í framtíðinni. Eigðu frábæran sunnudag, þú varst heppin að vera ekki á leiðinni til Rhodos í gær, systir mín var ein af hópnum sem að þurfti að fara til Eigilsstaða, þar sem að flugvélin gat ekki lent á Akureyri sökum veðurs
Heiður Helgadóttir, 21.9.2008 kl. 09:24
Heidi mín: Já greyið, hann slapp bara furðuvel
Var einmitt búin að hugsa mér að fara í þessa ferð en þurfti að hætta við vegna vinnunnar
Eigðu líka frábæran sunnudag
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 09:29
Birna Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 09:45
Birna mín:
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 09:48
Góður þessi
. Hafðu það gott mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 21.9.2008 kl. 10:21
Sigga mín: Sömuleiðis mín kæra
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 10:44
Góðan daginn Ninna mín kötturinn hefur lifað þetta af
Dísa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:22
Dísa mín: Góðan daginn vina mín, ójá já, betri en nýr
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 11:27
Sko, spáðu í því hvað kötturinn hefði getað fengið í hausinn á sér á góðum degi... Öll Pizzu tilboðin, húsgagnahöllin, Rúmfatalagerinn, Hagkaupsbæklingurinn, Bónusbæklingurinn, Nóatúnsbæklingurinn, Auglýsingar um fimleika fyrir krakkana, auglýsingar um sjónvarpsdagskránna, nýji bæklingurinn frá IKEA, Fréttablaðið, 24 stundir, Þéttur sunnudagsmoggi með aukablaði, Flugeldabæklingar frá Skátunum, Landsbjörgu, fjórir einkaaðilar sem eru komnir í harða samkeppni í flugeldasölunni, Tilkynning frá bænum um að núna standi tiltektarvika yfir.
Ég held þú ættir að fara að byggja veltibúr á köttinn, og láta köttinn ganga um með svona snorkel. Þannig að ef kötturinn er kaffærður aftur... þá amk kremjist hann ekki, og geti náð andanum.
Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 11:28
Einar minn: Alltaf ferskastur
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 11:31
Lúkas ræfillinn, er hann kominn heim aftur eða situr hann um póstinn til að ná fram hefndum hahaha
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:59
Fyndið þetta með köttin og gott að hann meiddi sig ekki.
Kveðja Skattborgari hinn ljóti.
Skattborgari, 21.9.2008 kl. 15:00
Þú kemur manni nú alltaf til að brosa Jónína mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:45
Jokka mín: Hann Lúkas situr og föndrar Vúdúdúkku... nei nei, hann slapp með skrekkinn
Sömuleiðis vina
Skattborgari: Það var virkilega fyndið og auðvitað sérstaklega af því að honum varð nú ekkert meint af greyinu
Ólöf mín: Þakka þér mín kæra, ekki er það slæm umsögn
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 16:03
Af hverju ert þú með bæði frystikistu og skáp þegar ég á hvorugt.
Djö... hvað gæðum heimsins er misskipt.
Lalalala
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 16:25
Jenný mín: Ég er forréttindapakk

Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 16:29
Ég spyr nú bara eins og Jenný
Á ekkert að deila með sér
Birna Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 16:44
Birna mín: Forréttindapakk eins og ég....
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 18:22
Bið að heilsa kisa, hann á alla mína samúð
Erna Evudóttir, 21.9.2008 kl. 22:50
Erna mín: Hann fékk kveðjuna og biður mig að skila einni til baka
Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.